Konur leggja niður störf og krefjast jafnréttis Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2016 07:00 Kvennafrídagurinn 24. október 1975 er líklega fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Launamunur kynjanna hefur enn ekki verið jafnaður þótt dregið hafi saman á undanförnum árum. Mynd/Loftur Ásgeirsson Þann 24. október 1975 fóru stærstu fjöldamótmæli Íslandssögunnar fram þegar konur um allt land lögðu niður störf um miðjan dag til að mótmæla kynbundnum launamun. Talið er að 25 þúsund konur hafi hópast saman í miðbæ Reykjavíkur á samstöðufundi til að mótmæla því að laun kvenna væru umtalsvert lægri en laun karla.Talið er að 25 þúsund konur hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Kvennafrídeginum árið 1975.Mynd/Loftur ÁsgeirssonTíu árum síðar, þegar leikurinn var endurtekinn, söfnuðust saman átján þúsund manns og sýndu samstöðu á Lækjartorgi en í millitíðinni hafði Kvennalistinn verið stofnaður og Vigdís Finnbogadóttir hlotið kjör sem forseti, fyrst kvenna í heiminum. Í dag hefur aftur verið boðað til kvennafrídags eða kvennaverkfalls undir slagorðinu Kjarajafnrétti strax. Ný launakönnun VR sýnir að óútskýrður launamunur kynjanna er tíu prósent. Samkvæmt frétt Hagstofunnar frá 2014 var óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi 18,3 prósent og hafði minnkað um rúmt prósent frá árinu áður. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.38 í dag og sameinast á Austurvelli á baráttufundi. Leikskólar borgarinnar hafa sömuleiðis hvatt foreldra til að sækja börn sín svo leikskólastarfsmenn geti tekið þátt í viðburðinum.Dagskráin á útifundi kvennafrídagsins 1975 var ekki af verri endanum. Guðrún Á. Símonardóttir óperusöngkona stýrði fjöldasöng og sagði að ekki mætti skilja kvennafrídaginn sem svo að konum væri bannað að vera góðar við karla. Þá fluttu þingkonurnar Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir ræður.Mynd/Björgvin PálssonÍ dagblaðinu Tímanum frá 26. október 1975 má finna myndaþátt af feðrum sem neyddust til að taka börn sín með í vinnuna þegar konur lögðu niður störf. Fyrirsögn greinarinnar er „Almenn þátttaka í dömufríinu“ en hvergi er minnst á ástæður þess að konur lögðu niður störf. Þar kemur fram að bankastjórar Landsbankans hafi neyðst til að sjá sjálfir um afgreiðslustörf þegar konurnar gengu út. Þá hafi karlkyns starfsmenn Landsbankans við Laugaveg 77 gripið til þess að veifa hvítum fána, til tákns um uppgjöf, þegar konurnar lögðu niður störf þar sem konur skipuðu mikinn meirihluta starfsliðsins. Hjá Ríkissjónvarpinu þurftu karlkyns starfsmenn að passa börnin sem fylgdu feðrum sínum í vinnuna og það var enginn annar en Ómar Ragnarsson skemmtikraftur sem hafði ofan af fyrir börnunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00 Jöfn kjör 2068? - Vilja róttækari aðgerðir Í ár eru konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli. Hægt hefur gengið að vinna á launamuni kynjanna. Þær Ingibjörg Eyþórsdóttir, Silja Snædal og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vilja róttækari aðgerðir. 22. október 2016 11:00 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Þann 24. október 1975 fóru stærstu fjöldamótmæli Íslandssögunnar fram þegar konur um allt land lögðu niður störf um miðjan dag til að mótmæla kynbundnum launamun. Talið er að 25 þúsund konur hafi hópast saman í miðbæ Reykjavíkur á samstöðufundi til að mótmæla því að laun kvenna væru umtalsvert lægri en laun karla.Talið er að 25 þúsund konur hafi komið saman í miðbæ Reykjavíkur á Kvennafrídeginum árið 1975.Mynd/Loftur ÁsgeirssonTíu árum síðar, þegar leikurinn var endurtekinn, söfnuðust saman átján þúsund manns og sýndu samstöðu á Lækjartorgi en í millitíðinni hafði Kvennalistinn verið stofnaður og Vigdís Finnbogadóttir hlotið kjör sem forseti, fyrst kvenna í heiminum. Í dag hefur aftur verið boðað til kvennafrídags eða kvennaverkfalls undir slagorðinu Kjarajafnrétti strax. Ný launakönnun VR sýnir að óútskýrður launamunur kynjanna er tíu prósent. Samkvæmt frétt Hagstofunnar frá 2014 var óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi 18,3 prósent og hafði minnkað um rúmt prósent frá árinu áður. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.38 í dag og sameinast á Austurvelli á baráttufundi. Leikskólar borgarinnar hafa sömuleiðis hvatt foreldra til að sækja börn sín svo leikskólastarfsmenn geti tekið þátt í viðburðinum.Dagskráin á útifundi kvennafrídagsins 1975 var ekki af verri endanum. Guðrún Á. Símonardóttir óperusöngkona stýrði fjöldasöng og sagði að ekki mætti skilja kvennafrídaginn sem svo að konum væri bannað að vera góðar við karla. Þá fluttu þingkonurnar Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir ræður.Mynd/Björgvin PálssonÍ dagblaðinu Tímanum frá 26. október 1975 má finna myndaþátt af feðrum sem neyddust til að taka börn sín með í vinnuna þegar konur lögðu niður störf. Fyrirsögn greinarinnar er „Almenn þátttaka í dömufríinu“ en hvergi er minnst á ástæður þess að konur lögðu niður störf. Þar kemur fram að bankastjórar Landsbankans hafi neyðst til að sjá sjálfir um afgreiðslustörf þegar konurnar gengu út. Þá hafi karlkyns starfsmenn Landsbankans við Laugaveg 77 gripið til þess að veifa hvítum fána, til tákns um uppgjöf, þegar konurnar lögðu niður störf þar sem konur skipuðu mikinn meirihluta starfsliðsins. Hjá Ríkissjónvarpinu þurftu karlkyns starfsmenn að passa börnin sem fylgdu feðrum sínum í vinnuna og það var enginn annar en Ómar Ragnarsson skemmtikraftur sem hafði ofan af fyrir börnunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00 Jöfn kjör 2068? - Vilja róttækari aðgerðir Í ár eru konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli. Hægt hefur gengið að vinna á launamuni kynjanna. Þær Ingibjörg Eyþórsdóttir, Silja Snædal og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vilja róttækari aðgerðir. 22. október 2016 11:00 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Hvatt til kvennafrís 24. október Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. 18. október 2016 07:00
Jöfn kjör 2068? - Vilja róttækari aðgerðir Í ár eru konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli. Hægt hefur gengið að vinna á launamuni kynjanna. Þær Ingibjörg Eyþórsdóttir, Silja Snædal og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir vilja róttækari aðgerðir. 22. október 2016 11:00