Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2016 06:00 209 leikir eru að baki á tæpum tíu árum og Justin Shouse á nú möguleika á því að komast á topp stoðsendingalista úrvalsdeildar karla. Kappinn hefur gefið 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessum næstum því tíu tímabilum. Jón Arnar Ingvarsson er búinn að eiga metið síðan hann fór upp fyrir nafna sinn Jón Kr. Gíslason tímabilið 2002 til 2003 en hann var þá leikmaður Breiðabliks. Jón Arnar bætti metið í leik á móti KR 5. desember 2002 og er því búinn að eiga það í rúm þrettán ár. Jón Arnar endaði á því að senda 1.392 stoðsendingar á ferli sínum í úrvalsdeildinni.Vantar fimm tímabil hjá Jóni Kr. Jón Kr. Gíslason er í þriðja sætinu með 1.359 stoðsendingar en það segir þó ekki alla söguna. Jón Kr. var nefnilega búinn að spila fimm tímabil og 93 leiki í deildinni áður en menn fóru fyrst að skrá stoðsendingar tímabilið 1988-89. Jón Kr. Gíslason gaf flestar stoðsendingar á fimm af sex fyrstu tímabilunum sem stoðsendingarnar voru teknar saman í úrvalsdeildinni og eina tímabilið sem vantar upp á var tímabilið sem hann lék ekki í deildinni heldur spilaði með SISU í Danmörku. Eiríkur Sverrir Önundarson og Sverrir Þór Sverrisson náðu líka að gefa yfir 1.300 stoðsendingar en lögðu skóna á hilluna áður en þeir ógnuðu meti Jóns Arnars fyrir alvöru. Þrír aðrir leikmenn hafa náð að komast yfir þúsund stoðsendinga markið en það eru Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Tómas Holton. Næsti meðlimur þúsund stoðsendinga klúbbsins gæti orðið Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson. Magnús þarf þó að gefa 38 stoðsendingar í viðbót til að ná því og það gerist því væntanlega ekki fyrr en á næsta tímabili í fyrsta lagi.Fyrsta stoðsendingin kom í leik á móti KR Leið Justins að fyrsta sætinu hófst í Vesturbænum 20. október 2006 þegar hann lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Justin gaf þá 7 stoðsendingar á liðsfélaga sína í Snæfellsliðinu sem urðu þó að sætta sig við tap fyrir KR. Justin hafði tímabilið áður leikið með Drangi frá Vík í Mýrdal í 1. deildinni en fékk nú tækifæri hjá Geof Kotila. Justin lék tvö tímabil í Stykkishólmi en samdi svo við Stjörnuna sumarið 2008. Justin hefur spilað í Garðabænum síðan þá og er nú orðinn leikjahæsti leikmaður félagsins í úrvalsdeildinni. Besta stoðsendingatímabil Justins var 2012-13 þegar hann gaf 188 stoðsendingar eða 8,5 í leik. Það dugði þó ekki nema í annað sætið á stoðsendingalistanum. Justin hefur unnið stoðsendingatitilinn á tveimur tímabilum (2009 og 2012) en hann er búinn að vera tvisvar sinnum í öðru sæti og öll tímabilin meðal þeirra sex efstu. Justin Shouse er eins og er í öðru sæti í stoðsendingum á eftir KR-ingnum Ægi Þór Steinarssyni.Hver skorar körfuna? Það má fastlega búast við því að Justin Shouse bæti met Jóns Arnars í kvöld og verði jafnvel búinn að því strax í fyrsta leikhlutanum. Justin hefur minnst gefið þrjár stoðsendingar í leik á þessu tímabili og er með fimm eða fleiri stoðsendingar í 10 af 15 leikjum sínum Kannski er meiri spenna að sjá hvaða leikmaður skorar eftir met-sendinguna. Ábyrgðin liggur líka á skráningamanni Grindvíkinga að missa ekki af stoðsendingu hjá Justin á þessum tímamótum en það er alltaf mat tölfræðings hvers leiks hvað er stoðsending og hvað er ekki stoðsending. Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
209 leikir eru að baki á tæpum tíu árum og Justin Shouse á nú möguleika á því að komast á topp stoðsendingalista úrvalsdeildar karla. Kappinn hefur gefið 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessum næstum því tíu tímabilum. Jón Arnar Ingvarsson er búinn að eiga metið síðan hann fór upp fyrir nafna sinn Jón Kr. Gíslason tímabilið 2002 til 2003 en hann var þá leikmaður Breiðabliks. Jón Arnar bætti metið í leik á móti KR 5. desember 2002 og er því búinn að eiga það í rúm þrettán ár. Jón Arnar endaði á því að senda 1.392 stoðsendingar á ferli sínum í úrvalsdeildinni.Vantar fimm tímabil hjá Jóni Kr. Jón Kr. Gíslason er í þriðja sætinu með 1.359 stoðsendingar en það segir þó ekki alla söguna. Jón Kr. var nefnilega búinn að spila fimm tímabil og 93 leiki í deildinni áður en menn fóru fyrst að skrá stoðsendingar tímabilið 1988-89. Jón Kr. Gíslason gaf flestar stoðsendingar á fimm af sex fyrstu tímabilunum sem stoðsendingarnar voru teknar saman í úrvalsdeildinni og eina tímabilið sem vantar upp á var tímabilið sem hann lék ekki í deildinni heldur spilaði með SISU í Danmörku. Eiríkur Sverrir Önundarson og Sverrir Þór Sverrisson náðu líka að gefa yfir 1.300 stoðsendingar en lögðu skóna á hilluna áður en þeir ógnuðu meti Jóns Arnars fyrir alvöru. Þrír aðrir leikmenn hafa náð að komast yfir þúsund stoðsendinga markið en það eru Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Tómas Holton. Næsti meðlimur þúsund stoðsendinga klúbbsins gæti orðið Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson. Magnús þarf þó að gefa 38 stoðsendingar í viðbót til að ná því og það gerist því væntanlega ekki fyrr en á næsta tímabili í fyrsta lagi.Fyrsta stoðsendingin kom í leik á móti KR Leið Justins að fyrsta sætinu hófst í Vesturbænum 20. október 2006 þegar hann lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Justin gaf þá 7 stoðsendingar á liðsfélaga sína í Snæfellsliðinu sem urðu þó að sætta sig við tap fyrir KR. Justin hafði tímabilið áður leikið með Drangi frá Vík í Mýrdal í 1. deildinni en fékk nú tækifæri hjá Geof Kotila. Justin lék tvö tímabil í Stykkishólmi en samdi svo við Stjörnuna sumarið 2008. Justin hefur spilað í Garðabænum síðan þá og er nú orðinn leikjahæsti leikmaður félagsins í úrvalsdeildinni. Besta stoðsendingatímabil Justins var 2012-13 þegar hann gaf 188 stoðsendingar eða 8,5 í leik. Það dugði þó ekki nema í annað sætið á stoðsendingalistanum. Justin hefur unnið stoðsendingatitilinn á tveimur tímabilum (2009 og 2012) en hann er búinn að vera tvisvar sinnum í öðru sæti og öll tímabilin meðal þeirra sex efstu. Justin Shouse er eins og er í öðru sæti í stoðsendingum á eftir KR-ingnum Ægi Þór Steinarssyni.Hver skorar körfuna? Það má fastlega búast við því að Justin Shouse bæti met Jóns Arnars í kvöld og verði jafnvel búinn að því strax í fyrsta leikhlutanum. Justin hefur minnst gefið þrjár stoðsendingar í leik á þessu tímabili og er með fimm eða fleiri stoðsendingar í 10 af 15 leikjum sínum Kannski er meiri spenna að sjá hvaða leikmaður skorar eftir met-sendinguna. Ábyrgðin liggur líka á skráningamanni Grindvíkinga að missa ekki af stoðsendingu hjá Justin á þessum tímamótum en það er alltaf mat tölfræðings hvers leiks hvað er stoðsending og hvað er ekki stoðsending. Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira