Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 78-65 | Justin sló stoðsendingametið í tapi í Grindavík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2016 22:00 Justin Shouse bætti stoðsendingamet efstu deildar í Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Grindavík vann mikilvægan sigur, 78-65, á Stjörnunni í Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum jafnaði Grindavík Snæfell og Tindastól að stigum en þessi þrjú lið eiga í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Grindvíkingar spiluðu hörkuvörn í leiknum og hún skilaði þessum tveimur stigum. Margir lögðu hönd á plóg í liði heimamanna og sigurinn var sanngjarn. Lykilmenn Stjörnunnar voru hins vegar fjarri sínu besta í sókninni og skotnýting liðsins í leiknum var skelfileg, eða 31%. Tómas Heiðar Tómasson, sá frábæri skotmaður, hitti t.a.m. aðeins úr tveimur af 14 skotum sínum, Justin Shouse úr þremur af 14 og Arnþór Freyr Guðmundsson einu af sjö. Justin náði þeim merka áfanga í leiknum að slá stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar í efstu deild. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta, en hann hefur nú gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild, einni meira en Jón Arnar. Justin hefur þó oftast spilað betur en í kvöld líkt og flestir samherjar hans. Hann fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta og lauk leik aðeins með 11 stig. Sóknarleikur Grindvíkinga í leiknum var langt frá því að vera eitthvað meistaraverk en hann var mun skárri en hjá gestunum. Þorleifur Ólafsson fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta stig, líkt og Jóhann Árni Ólafsson. Charles Garcia skilaði 12 stigum í fyrri hálfleik en átta þeirra komu af vítalínunni. Heimamenn leiddu með einu stigi, 16-15, eftir 1. leikhluta. Það var lítið skorað framan af 2. leikhluta en seinni hluta hans náðu Grindvíkingar betri tökum á sínum sóknarleik og breyttu stöðunni úr 26-25 í 37-32 sem voru hálfleikstölur. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Grindvíkingar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Þeir skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og náðu strax 12 stiga forystu, 44-32. Jón Axel Guðmundsson var frábær í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 11 af 25 stigum sínum, auk þess sem hann reif niður fráköst á báðum endum vallarins, gaf stoðsendingar og spilaði hörkuvörn. Grindavík leiddi með 11 stigum, 58-47, eftir 3. leikhluta og það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa. Heimamenn komust 18 stigum yfir, 69-51, um miðjan 4. leikhluta og þá voru úrslitin í raun ráðin. Grindavík náði mest 20 stiga forskoti, 73-53, en á endanum munaði 13 stigum á liðunum, 78-65. Jón Axel átti stórleik í Grindavíkurliðinu; skoraði 25 stig og tók níu fráköst. Garcia skoraði 22 stig og spilaði auk þess góða vörn á Al'lonzo Coleman sem skoraði aðeins 14 stig, og það úr 19 skotum. Þorleifur og Jóhann Árni áttu einnig góðan leik í liði heimamanna, eins og áður sagði. Coleman var stigahæstur hjá Stjörnunni með 14 stig en Tómas Þórður Hilmarsson kom næstur með 12 stig.Þorleifur: Héldum áfram allan tímann Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, gat leyft sér að brosa eftir 13 stiga sigur hans manna, 78-65, á Stjörnunni í kvöld. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? "Það er erfitt að segja svona strax eftir leik en við héldum áfram allan leikinn. Við lögðum okkur fram og fengum frammistöðu frá öllum," sagði Þorleifur sem skoraði 10 stig í leiknum, þar af átta í fyrri hálfleik. "Þetta gekk vel en við lentum samt í smá vandræðum eins og við höfum gert. En við unnum okkur vel út úr því og héldum einbeitingu allan tímann." Grindavík spilaði hörkuvörn í kvöld og hélt gestunum úr Garðabæ í aðeins 65 stigum og 31% skotnýtingu. "Þetta gekk vel. Þegar við vorum í vandræðum í sókninni hélt varnarleikurinn," sagði Þorleifur sem var nokkuð sáttur með frammistöðu Bandaríkjamannsins Charles Garcia sem spilaði góða vörn á landa sinn í Stjörnuliðinu, Al'lonzo Coleman, auk þess að skora 22 stig sjálfur. "Já, hann átti reyndar ekkert að vera öflugur varnarmaður þegar við fengum hann. En hann hefur hæð á flesta leikmenn og leggur sig fram og það skilar sér. "Hann tók (Michael) Craion í fyrri hálfleiknum í bikarleiknum gegn KR en svo var hann búinn á því í þeim seinni," sagði Þorleifur að lokum.Justin: Þýðir að ég hef verið lengi hérna Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngur Íslands, að lokum. Bein lýsing: Grindavík - StjarnanTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira
Grindavík vann mikilvægan sigur, 78-65, á Stjörnunni í Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum jafnaði Grindavík Snæfell og Tindastól að stigum en þessi þrjú lið eiga í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Grindvíkingar spiluðu hörkuvörn í leiknum og hún skilaði þessum tveimur stigum. Margir lögðu hönd á plóg í liði heimamanna og sigurinn var sanngjarn. Lykilmenn Stjörnunnar voru hins vegar fjarri sínu besta í sókninni og skotnýting liðsins í leiknum var skelfileg, eða 31%. Tómas Heiðar Tómasson, sá frábæri skotmaður, hitti t.a.m. aðeins úr tveimur af 14 skotum sínum, Justin Shouse úr þremur af 14 og Arnþór Freyr Guðmundsson einu af sjö. Justin náði þeim merka áfanga í leiknum að slá stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar í efstu deild. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta, en hann hefur nú gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild, einni meira en Jón Arnar. Justin hefur þó oftast spilað betur en í kvöld líkt og flestir samherjar hans. Hann fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta og lauk leik aðeins með 11 stig. Sóknarleikur Grindvíkinga í leiknum var langt frá því að vera eitthvað meistaraverk en hann var mun skárri en hjá gestunum. Þorleifur Ólafsson fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta stig, líkt og Jóhann Árni Ólafsson. Charles Garcia skilaði 12 stigum í fyrri hálfleik en átta þeirra komu af vítalínunni. Heimamenn leiddu með einu stigi, 16-15, eftir 1. leikhluta. Það var lítið skorað framan af 2. leikhluta en seinni hluta hans náðu Grindvíkingar betri tökum á sínum sóknarleik og breyttu stöðunni úr 26-25 í 37-32 sem voru hálfleikstölur. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Grindvíkingar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Þeir skoruðu sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og náðu strax 12 stiga forystu, 44-32. Jón Axel Guðmundsson var frábær í 3. leikhluta þar sem hann skoraði 11 af 25 stigum sínum, auk þess sem hann reif niður fráköst á báðum endum vallarins, gaf stoðsendingar og spilaði hörkuvörn. Grindavík leiddi með 11 stigum, 58-47, eftir 3. leikhluta og það bil náðu Stjörnumenn ekki að brúa. Heimamenn komust 18 stigum yfir, 69-51, um miðjan 4. leikhluta og þá voru úrslitin í raun ráðin. Grindavík náði mest 20 stiga forskoti, 73-53, en á endanum munaði 13 stigum á liðunum, 78-65. Jón Axel átti stórleik í Grindavíkurliðinu; skoraði 25 stig og tók níu fráköst. Garcia skoraði 22 stig og spilaði auk þess góða vörn á Al'lonzo Coleman sem skoraði aðeins 14 stig, og það úr 19 skotum. Þorleifur og Jóhann Árni áttu einnig góðan leik í liði heimamanna, eins og áður sagði. Coleman var stigahæstur hjá Stjörnunni með 14 stig en Tómas Þórður Hilmarsson kom næstur með 12 stig.Þorleifur: Héldum áfram allan tímann Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, gat leyft sér að brosa eftir 13 stiga sigur hans manna, 78-65, á Stjörnunni í kvöld. En hvað skilaði sigrinum að hans mati? "Það er erfitt að segja svona strax eftir leik en við héldum áfram allan leikinn. Við lögðum okkur fram og fengum frammistöðu frá öllum," sagði Þorleifur sem skoraði 10 stig í leiknum, þar af átta í fyrri hálfleik. "Þetta gekk vel en við lentum samt í smá vandræðum eins og við höfum gert. En við unnum okkur vel út úr því og héldum einbeitingu allan tímann." Grindavík spilaði hörkuvörn í kvöld og hélt gestunum úr Garðabæ í aðeins 65 stigum og 31% skotnýtingu. "Þetta gekk vel. Þegar við vorum í vandræðum í sókninni hélt varnarleikurinn," sagði Þorleifur sem var nokkuð sáttur með frammistöðu Bandaríkjamannsins Charles Garcia sem spilaði góða vörn á landa sinn í Stjörnuliðinu, Al'lonzo Coleman, auk þess að skora 22 stig sjálfur. "Já, hann átti reyndar ekkert að vera öflugur varnarmaður þegar við fengum hann. En hann hefur hæð á flesta leikmenn og leggur sig fram og það skilar sér. "Hann tók (Michael) Craion í fyrri hálfleiknum í bikarleiknum gegn KR en svo var hann búinn á því í þeim seinni," sagði Þorleifur að lokum.Justin: Þýðir að ég hef verið lengi hérna Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngur Íslands, að lokum. Bein lýsing: Grindavík - StjarnanTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira