Í þættinum á föstudaginn var mikið rætt um Stefan Bonneau, leikmann Njarðvíkur, sem sleit hásin rétt fyrir tímabilið og var talið að hann yrði ekkert með í vetur. Fyrir leikinn gegn Snæfellingum á fimmtudagskvöldið var Bonneau mættur að hita upp fyrir leik og hélt einskonar skotsýningu fyrir áhorfendur.
Þeir Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson ræddu þetta mál og um það hvort leikmaðurinn sé á leiðinni aftur á völlinn á þessu tímabili.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.