Kampavínsklúbbur opnaður í miðbæ Reykjavíkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2016 06:00 Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og herma heimildir Fréttablaðsins að inni séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira