Innlent

Ánægjuleg íbúafjölgun í Þorlákshöfn

Þórdís Valsdóttir skrifar
Íbúum fjölgar í Þorlákshöfn sem sést vel á lengri biðlistum á leikskólann.
Íbúum fjölgar í Þorlákshöfn sem sést vel á lengri biðlistum á leikskólann. Fréttablaðið/Vilhelm
Biðlistar eru byrjaðir að myndast á leikskólanum Bergheimum í Þorlákshöfn í fyrsta sinn í tíu ár. Fjölgun hefur orðið á íbúum í bæjarfélaginu.



„Við sjáum fyrir okkur að það geti orðið biðlistar í haust og erum á fullu að leysa úr því á öllum vígstöðvum,“ segir Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri. Hún segir upplifunina vera þá að fólk sé að flytja aftur í bæinn eftir námslok eða að skila sér heim frá útlöndum, jafnvel fólk sem ekki hefur búið áður í bænum. „Þetta er ótrúlega gleðilegt og við fögnum fjölguninni,“ segir Ásgerður.

Guðni Helgi Pétursson, bæjarritari Ölfuss, segir fjölgunina frábæra fyrir bæjarfélagið. „Það er að fjölga hjá okkur, og í raun almennt á Suðurlandi,“ segir Guðni og bætir við að hagstætt húsnæðisverð sé hluti af ástæðunni. 



Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×