Hótaði að drepa stjúpdætur sínar og rauf nálgunarbann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2016 21:16 Að sögn eiginkonu mannsins leit hann á það sem hlutverk hennar að fullnægja kynferðislegum þörfum hans. Myndin sýnir ekki fólk sem tengist fréttinni. vísir/getty Hæstiréttur staðfesti í dag með dómi sínum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn liggur undir grun um að hafa beitt eiginkonu sína og stjúpdætur ofbeldi. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en honum hefur í fjórgang, það sem af er ári, verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunum þremur. Í fyrsta nálgunarbannsdómi Hæstaréttar, sem er frá 15. mars á þessu ári, kemur fram að maðurinn og konan hafi verið gift í tíu ár. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Að sögn konunnar er maðurinn mjög brenglaður kynferðislega og „hann líti á það sem hlutverk hennar að þjónusta hann kynferðislega óháð vilja hennar.“ Meðal gagna málsins er SMS-skilaboð, frá manninum til konunnar, sem í stendur „Geturu komið inn í herbergi til mín og sofið hjá mér og tha færdu sefnfrið allan morgundaginn.“ Maðurinn láti sér það ekki nægja heldur ógni einnig og hóti dætrum hennar. Dæturnar, sem eru 25 ára og 23 ára, hafa borið því við að þær hafi margoft heyrt manninn segja að ef móðir þeirra sofi ekki hjá honum þá „myndi hann bara sofa hjá dætrum hennar.“ Sem fyrr segir hefur manninum í fjórgang verið gert að sæta nálgunarbanni það sem af er ári. Í kjölfar síðasta úrskurðarins, 30. maí síðastliðinn, hóf hann að senda hótanir á konurnar. Til að mynda hafi hann sent skilaboð á aðra dótturina þar sem hann sagði „Nú verdur tú drepin. Bid við vinnu tína [...]“ Maðurinn hefur, frá því í mars á þessu ári, sent 408 skilaboð í síma konunnar sem hann hótaði að drepa. Þá hringdi hann einnig 566 símtöl í heimasíma eiginkonu sinnar á tveggja vikna tímabili í mars. Maðurinn var handtekinn 1. júní síðastliðinn í 44 metra fjarlægð frá heimili kvennanna en honum var óheimilt að koma nær því en 50 metra. Lögregla hafði verið kölluð á staðinn eftir að maður hringdi dyrabjöllu íbúðar þeirra ítrekað. Í rökstuðningi Hæstaréttar var fallist á þann rökstuðning héraðsdómara að ætla megi að maðurinn muni halda brotum sínum áfram á meðan máli hans er ólokið. Honum er því gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 30. júní næstkomandi. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag með dómi sínum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn liggur undir grun um að hafa beitt eiginkonu sína og stjúpdætur ofbeldi. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en honum hefur í fjórgang, það sem af er ári, verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunum þremur. Í fyrsta nálgunarbannsdómi Hæstaréttar, sem er frá 15. mars á þessu ári, kemur fram að maðurinn og konan hafi verið gift í tíu ár. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Að sögn konunnar er maðurinn mjög brenglaður kynferðislega og „hann líti á það sem hlutverk hennar að þjónusta hann kynferðislega óháð vilja hennar.“ Meðal gagna málsins er SMS-skilaboð, frá manninum til konunnar, sem í stendur „Geturu komið inn í herbergi til mín og sofið hjá mér og tha færdu sefnfrið allan morgundaginn.“ Maðurinn láti sér það ekki nægja heldur ógni einnig og hóti dætrum hennar. Dæturnar, sem eru 25 ára og 23 ára, hafa borið því við að þær hafi margoft heyrt manninn segja að ef móðir þeirra sofi ekki hjá honum þá „myndi hann bara sofa hjá dætrum hennar.“ Sem fyrr segir hefur manninum í fjórgang verið gert að sæta nálgunarbanni það sem af er ári. Í kjölfar síðasta úrskurðarins, 30. maí síðastliðinn, hóf hann að senda hótanir á konurnar. Til að mynda hafi hann sent skilaboð á aðra dótturina þar sem hann sagði „Nú verdur tú drepin. Bid við vinnu tína [...]“ Maðurinn hefur, frá því í mars á þessu ári, sent 408 skilaboð í síma konunnar sem hann hótaði að drepa. Þá hringdi hann einnig 566 símtöl í heimasíma eiginkonu sinnar á tveggja vikna tímabili í mars. Maðurinn var handtekinn 1. júní síðastliðinn í 44 metra fjarlægð frá heimili kvennanna en honum var óheimilt að koma nær því en 50 metra. Lögregla hafði verið kölluð á staðinn eftir að maður hringdi dyrabjöllu íbúðar þeirra ítrekað. Í rökstuðningi Hæstaréttar var fallist á þann rökstuðning héraðsdómara að ætla megi að maðurinn muni halda brotum sínum áfram á meðan máli hans er ólokið. Honum er því gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 30. júní næstkomandi. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira