Innlent

Föryoa bjór innkallar Green Island Stout

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Föroya bjór ehf. í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, innkallað eina lotu af Green Island Stout frá Föroya Bjór.

Innköllunin er vegna aðskotahlutar sem fannst í einni flösku af vörunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Strikanúmer lotunnar er 5701773073301 og hún er best fyrir 02.08.2017. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur skila í næstu verslun ÁTVR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×