Ekkert hungur árið 2030 Bryndís Eiríksdóttir skrifar 12. september 2016 13:03 Einn morguninn sat ég ásamt þriggja ára dóttur minni að borða morgunmat þegar hún rekur augun í myndir við blaðagrein um hungursneyð í Suður-Súdan. Hún starði á mynd af alvarlega vannærðum börnum á hennar aldri. Við ræddum aðeins um myndina og ég reyndi að útskýra fyrir henni að þessi börn fái ekki nægan mat að borða. Slíkt er erfitt fyrir barn á hennar aldri að skilja, hafi það aldrei þurft að upplifa þess konar skort. Eftir smá umhugsun lagði hún til að við færum eftir leiksskóla og keyptum mat handa þessum börnum – bara að málið væri svo einfalt. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er í dag framleitt nægilegt magn af matvælum til að fæða alla jarðarbúa. Þrátt fyrir það er talið að einn af hverjum níu í heiminum búi við hungur og þjáist af vannæringu, meiri hluti þeirra býr í minna þróuðum ríkjum. Áskorunin snýst því ekki einungis um að framleiða meiri matvæli heldur þarf að tryggja aðgengi allra að öruggum og næringarríkum matvælum allt árið um kring. Ekkert hungur árið 2030 erannað markmiðið af 17 nýjum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru haustið 2015. Markmiðið miðar að því að „útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.“ Undirmarkmið hafa verið sett m.a. þau að fyrir árið 2030 á að tryggja eðlilega starfsemi matvælamarkaða til þess að takmarka óstöðugleika í matvælaverði í heiminum. Tvöfalda á framleiðni í landbúnaði og auka tekjur smærri matvælaframleiðenda, einkum kvenna, fjölskyldubýla, frumbyggja, hirðingja og fiskimanna, með því tryggja þeim aðgengi að fjármagni, landi, aðföngum og mörkuðum. Fyrir árið 2030 á einnig að tryggja sjálfbært fyrirkomulag matvælaframleiðslu í heiminum. Ekkert hungur árið 2030 er vissulega stórt markmið og ljóst er að við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum m.a. uppskerubrestum vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara ásamt stíðsátökum, sem koma í veg fyrir stöðuga matvælaframleiðslu og draga úr fæðuöryggi. En til þess að ná árangri er nauðsynlegt að setja sér markmið og er nú ljóst að töluverður árangur náðist með Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem runnu út árið 2015. Nú hafa ný markmið tekið við sem samþykkt voru af aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna, nú er brýnt að fylgja þeim eftir. Nánar verður fjallað um markmiðið „Ekkert hungur árið 2030“ á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Frekari upplýsingar um Heimsmarkmiðin má finna á www.un.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einn morguninn sat ég ásamt þriggja ára dóttur minni að borða morgunmat þegar hún rekur augun í myndir við blaðagrein um hungursneyð í Suður-Súdan. Hún starði á mynd af alvarlega vannærðum börnum á hennar aldri. Við ræddum aðeins um myndina og ég reyndi að útskýra fyrir henni að þessi börn fái ekki nægan mat að borða. Slíkt er erfitt fyrir barn á hennar aldri að skilja, hafi það aldrei þurft að upplifa þess konar skort. Eftir smá umhugsun lagði hún til að við færum eftir leiksskóla og keyptum mat handa þessum börnum – bara að málið væri svo einfalt. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er í dag framleitt nægilegt magn af matvælum til að fæða alla jarðarbúa. Þrátt fyrir það er talið að einn af hverjum níu í heiminum búi við hungur og þjáist af vannæringu, meiri hluti þeirra býr í minna þróuðum ríkjum. Áskorunin snýst því ekki einungis um að framleiða meiri matvæli heldur þarf að tryggja aðgengi allra að öruggum og næringarríkum matvælum allt árið um kring. Ekkert hungur árið 2030 erannað markmiðið af 17 nýjum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru haustið 2015. Markmiðið miðar að því að „útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.“ Undirmarkmið hafa verið sett m.a. þau að fyrir árið 2030 á að tryggja eðlilega starfsemi matvælamarkaða til þess að takmarka óstöðugleika í matvælaverði í heiminum. Tvöfalda á framleiðni í landbúnaði og auka tekjur smærri matvælaframleiðenda, einkum kvenna, fjölskyldubýla, frumbyggja, hirðingja og fiskimanna, með því tryggja þeim aðgengi að fjármagni, landi, aðföngum og mörkuðum. Fyrir árið 2030 á einnig að tryggja sjálfbært fyrirkomulag matvælaframleiðslu í heiminum. Ekkert hungur árið 2030 er vissulega stórt markmið og ljóst er að við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum m.a. uppskerubrestum vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara ásamt stíðsátökum, sem koma í veg fyrir stöðuga matvælaframleiðslu og draga úr fæðuöryggi. En til þess að ná árangri er nauðsynlegt að setja sér markmið og er nú ljóst að töluverður árangur náðist með Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem runnu út árið 2015. Nú hafa ný markmið tekið við sem samþykkt voru af aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna, nú er brýnt að fylgja þeim eftir. Nánar verður fjallað um markmiðið „Ekkert hungur árið 2030“ á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Frekari upplýsingar um Heimsmarkmiðin má finna á www.un.is
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar