Svartolía útlæg á norðurslóð? Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2016 07:00 Olía eirir engu þegar hún berst í hafið eða upp á strendur þar sem viðkvæmt lífkerfi er fyrir. NordicPhotos/AFP Náttúruverndarsamtök Íslands og Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, ásamt sex stórum alþjóðlegum umhverfisverndarsamtökum, hvetja Ísland, Bandaríkin og hin Norðurlöndin til að sameinast um að banna notkun svartolíu um borð í skipum norðan heimskautsbaugs. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra fyrir leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Washington DC í síðustu viku. Þar er hvatt til þess að þjóðirnar taki forystu til að ná þessu fram og vinni að banni við notkun svartolíu með fulltingi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), enda sé notkun hennar alvarleg ógn við lífríki norðurslóða. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að áform um auknar siglingar um norðurhöf geri kröfur á aðildarríki Norðurskautsráðsins um að setja ströngustu reglur um mengunarvarnir, og þar á meðal að banna að skip brenni svartolíu.Árni Finnsson„Brennsla svartolíu veldur mikilli losun á sóti sem eykur á gróðurhúsavandann; sótið sest á ísinn og þar með dregur hann í sig meiri hita í stað þess að endurvarpa honum aftur út. Með þeirri einföldu aðgerð að banna brennslu á svartolíu myndi það draga fljótt úr miklum vanda,“ segir Árni. Í bréfinu er gerð grein fyrir þeirri staðreynd að við slys þar sem svartolía berst út í umhverfið sé skaðinn fyrir fiskistofna talinn fimmtíu sinnum meiri en ef um léttari skipaolíu er að ræða. Þess utan tekur það mun lengri tíma fyrir slíka olíu að leysast upp í umhverfinu – eða 20 daga í stað þriggja. Á norðurslóðum, og við lægra hitastig þar sem ís er fyrir, getur það tekið enn lengri tíma, segir í bréfinu og til viðbótar að slík uppákoma myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir lífríkið og þau samfélög sem reiða sig á veiðar til lífsviðurværis. Vitað er að afleiðingar Exxon Valdez slyssins í Alaska árið 1989 á lífríkið voru merkjanlegar áratug síðar. Fjöldi skipa sem sigla um norðurhöf á næstu árum mun margfaldast – en á sama tíma var 71 tilvik um óhöpp skráð árið 2015 á móti aðeins þremur tíu árum áður. Þessi umleitun umhverfisverndarsamtakanna átta verður líka að skoðast í ljósi Parísarsamkomulagsins, og þess markmiðs að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðum. Öll ríkin skrifuðu upp á það markmið þegar samningurinn var staðfestur 22. apríl síðastliðinn. Við það eitt að brenna léttari olíu í stað svartolíu myndi útblástur minnka um 30 til 80 prósent frá skipum sem hana nota í dag. Áskorun átta samtaka Erlendu umhverfisverndarsamtökin sem standa að áskoruninni ásamt Náttúruverndarsamtökum Íslands og Hafinu – Öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins eru: Clean Air Task Force Environmental Investigation Agency Friends of the Earth Ocean Conservancy Pacific Environment WWF Global Arctic Program.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands og Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, ásamt sex stórum alþjóðlegum umhverfisverndarsamtökum, hvetja Ísland, Bandaríkin og hin Norðurlöndin til að sameinast um að banna notkun svartolíu um borð í skipum norðan heimskautsbaugs. Bréf þessa efnis var sent Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra fyrir leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Washington DC í síðustu viku. Þar er hvatt til þess að þjóðirnar taki forystu til að ná þessu fram og vinni að banni við notkun svartolíu með fulltingi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), enda sé notkun hennar alvarleg ógn við lífríki norðurslóða. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að áform um auknar siglingar um norðurhöf geri kröfur á aðildarríki Norðurskautsráðsins um að setja ströngustu reglur um mengunarvarnir, og þar á meðal að banna að skip brenni svartolíu.Árni Finnsson„Brennsla svartolíu veldur mikilli losun á sóti sem eykur á gróðurhúsavandann; sótið sest á ísinn og þar með dregur hann í sig meiri hita í stað þess að endurvarpa honum aftur út. Með þeirri einföldu aðgerð að banna brennslu á svartolíu myndi það draga fljótt úr miklum vanda,“ segir Árni. Í bréfinu er gerð grein fyrir þeirri staðreynd að við slys þar sem svartolía berst út í umhverfið sé skaðinn fyrir fiskistofna talinn fimmtíu sinnum meiri en ef um léttari skipaolíu er að ræða. Þess utan tekur það mun lengri tíma fyrir slíka olíu að leysast upp í umhverfinu – eða 20 daga í stað þriggja. Á norðurslóðum, og við lægra hitastig þar sem ís er fyrir, getur það tekið enn lengri tíma, segir í bréfinu og til viðbótar að slík uppákoma myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir lífríkið og þau samfélög sem reiða sig á veiðar til lífsviðurværis. Vitað er að afleiðingar Exxon Valdez slyssins í Alaska árið 1989 á lífríkið voru merkjanlegar áratug síðar. Fjöldi skipa sem sigla um norðurhöf á næstu árum mun margfaldast – en á sama tíma var 71 tilvik um óhöpp skráð árið 2015 á móti aðeins þremur tíu árum áður. Þessi umleitun umhverfisverndarsamtakanna átta verður líka að skoðast í ljósi Parísarsamkomulagsins, og þess markmiðs að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðum. Öll ríkin skrifuðu upp á það markmið þegar samningurinn var staðfestur 22. apríl síðastliðinn. Við það eitt að brenna léttari olíu í stað svartolíu myndi útblástur minnka um 30 til 80 prósent frá skipum sem hana nota í dag. Áskorun átta samtaka Erlendu umhverfisverndarsamtökin sem standa að áskoruninni ásamt Náttúruverndarsamtökum Íslands og Hafinu – Öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins eru: Clean Air Task Force Environmental Investigation Agency Friends of the Earth Ocean Conservancy Pacific Environment WWF Global Arctic Program.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira