Að drekka vatn Erla Gerður Sveinsdóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Þegar við segjum að eitthvað sé einfalt í framkvæmd er gjarnan haft á orði að þetta sé eins og að drekka vatn svo auðvelt er það. Í mínu starfi sem læknir hitti ég oft einstaklinga sem hreinlega drekka lítið sem ekkert vatn. Þeir upplifa sumir höfuðverk, svima, slappleika, bjúg og önnur einkenni sem þeir tengja ekki við ójafnvægi í vökvabúskap líkamans sem vissulega gæti verið raunin. Þess í stað skella þeir í sig einum kaffibolla eða orkudrykk til að reyna að hressa sig við. Slíkt gerir eingöngu stöðuna verri. Rannsóknir sýna að 25% barna og unglinga drekka minna vatn en þau þurfa. Neysla landans á sykruðum drykkjum slær hinsvegar vafasöm met. Þannig að ekki virðist þetta vera svo auðvelt.En hvað eigum við að drekka mikið vatn? Það er mismunandi milli einstaklinga. Það er mjög háð því hvað við annars erum að gera. Þeir sem hreyfa sig mikið þurfa meira vatn, þeir sem borða saltríka fæðu, drekka mikið kaffi eða gosdrykki þurfa meira vatn. Einfalda svarið er að ef þvagið er ljósgult og lyktar lítið, þá ertu að drekka hæfilega mikið vatn.Dagur offitunnar Evrópusamtök fagfólks um offitu stóðu fyrir degi offitunnar 21. maí síðastliðinn. Markmið með slíkum degi er að vekja athygli á vaxandi tíðni offitu sem í dag er um 60% meðal fullorðinna í Evrópu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir að hlutfallið í sumum löndum verði um 90% árið 2030 ef fer sem horfir. Félag fagfólks um offitu ásamt fleirum sem láta sér annt um heilsu landans hvetja nú til aukinnar vatnsdrykkju og hvetja um leið til minni neyslu á viðbættum sykri sem að miklu leyti kemur úr drykkjum. Þessi breyting gæti dregið úr offitu og margskonar heilsufarsvanda sem henni getur fylgt.Drekkum meira vatn og minni sykur Munum eftir vatninu. Drekkum alltaf vatn við þorsta. Drekkum vatn reglubundið yfir daginn áður en við finnum fyrir þorsta. Gerum vatnið aðgengilegt og girnilegt. Höfum flösku með köldu vatni tilbúna í ísskápnum. Höfum vatn við höndina yfir daginn í bílnum, á náttborðinu, á skrifborðinu. Setjum klaka, kreistum nokkra dropa af sítrónu eða setjum sneið af appelsínu út í til að fá smá bragð. Drekkum meira vatn og minni sykur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við segjum að eitthvað sé einfalt í framkvæmd er gjarnan haft á orði að þetta sé eins og að drekka vatn svo auðvelt er það. Í mínu starfi sem læknir hitti ég oft einstaklinga sem hreinlega drekka lítið sem ekkert vatn. Þeir upplifa sumir höfuðverk, svima, slappleika, bjúg og önnur einkenni sem þeir tengja ekki við ójafnvægi í vökvabúskap líkamans sem vissulega gæti verið raunin. Þess í stað skella þeir í sig einum kaffibolla eða orkudrykk til að reyna að hressa sig við. Slíkt gerir eingöngu stöðuna verri. Rannsóknir sýna að 25% barna og unglinga drekka minna vatn en þau þurfa. Neysla landans á sykruðum drykkjum slær hinsvegar vafasöm met. Þannig að ekki virðist þetta vera svo auðvelt.En hvað eigum við að drekka mikið vatn? Það er mismunandi milli einstaklinga. Það er mjög háð því hvað við annars erum að gera. Þeir sem hreyfa sig mikið þurfa meira vatn, þeir sem borða saltríka fæðu, drekka mikið kaffi eða gosdrykki þurfa meira vatn. Einfalda svarið er að ef þvagið er ljósgult og lyktar lítið, þá ertu að drekka hæfilega mikið vatn.Dagur offitunnar Evrópusamtök fagfólks um offitu stóðu fyrir degi offitunnar 21. maí síðastliðinn. Markmið með slíkum degi er að vekja athygli á vaxandi tíðni offitu sem í dag er um 60% meðal fullorðinna í Evrópu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir að hlutfallið í sumum löndum verði um 90% árið 2030 ef fer sem horfir. Félag fagfólks um offitu ásamt fleirum sem láta sér annt um heilsu landans hvetja nú til aukinnar vatnsdrykkju og hvetja um leið til minni neyslu á viðbættum sykri sem að miklu leyti kemur úr drykkjum. Þessi breyting gæti dregið úr offitu og margskonar heilsufarsvanda sem henni getur fylgt.Drekkum meira vatn og minni sykur Munum eftir vatninu. Drekkum alltaf vatn við þorsta. Drekkum vatn reglubundið yfir daginn áður en við finnum fyrir þorsta. Gerum vatnið aðgengilegt og girnilegt. Höfum flösku með köldu vatni tilbúna í ísskápnum. Höfum vatn við höndina yfir daginn í bílnum, á náttborðinu, á skrifborðinu. Setjum klaka, kreistum nokkra dropa af sítrónu eða setjum sneið af appelsínu út í til að fá smá bragð. Drekkum meira vatn og minni sykur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar