Að upplifa jól með hug byrjandans Ingrid Kuhlman skrifar 21. desember 2016 09:00 Núvitund hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og sífellt fleiri leggja áherslu á að þjálfa meðvitaða athygli og vera meira til staðar í eigin lífi. Ekki einungis stjórnendur og starfsfólk í fyrirtækjum á borð við Google, Maersk, eBay, Apple, Nike og Facebook leggja stund á núvitund heldur hafa skólar á öllum skólastigum tekið þetta upp. Nýlega var lýðheilsustefna fyrir landið allt samþykkt ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnt er að því að þjálfa 800 íslenska kennara í að kenna börnum í leik- og grunnskólum núvitund. Opinn og forvitinn hugurEitt af því sem einkennir núvitund er að nálgast hlutina með hug byrjandans. Hugur byrjandans getur aðstoðað okkur við að sjá hluti í nýju ljósi frekar en að bregðast við þeim á sjálfstýringunni. Hugur byrjandans er opinn og gæddur forvitni og undrun, líkt og hjá ungu barni. Hann tekur þátt í upplifunum eins og um fyrsta skiptið sé að ræða og er laus við fyrirfram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Hugur byrjandans er í núinu til að skanna, skoða og sjá hluti eins og þeir eru. Hann er frjáls, áhugasamur og vakandi vitund. Um leið og við ákveðum að við vitum allt og höfum upplifað allt áður, lokum við á eldmóðinn og forvitnina. Góð leið til að þjálfa hug byrjandans er að ímynda sér að maður sé að upplifa eitthvað í fyrsta skipti. Ímyndaðu þér til dæmis að þetta séu þín fyrstu jól. Láttu koma þér á óvart. Horfðu undrandi á fegurð jólaljósanna, finndu lyktina af mandarínum, piparkökum og kanil og hlustaði á jólalögin sem óma. Taktu eftir öllu því stóra og smáa sem þú hefur tekið sem sjálfsögðum hlut. Núvitund er einnig að veita matnum sem við borðum óskerta athygli. Virkjaðu öll skynfærin, finndu lyktina af kræsingunum, áferðina á tungunni, greindu í sundur mismunandi bragðtegundir í munninum, finndu hvert tungan fer þegar þú kyngir, o.s.frv. Vertu á staðnum, láttu koma þér á óvart og njóttu. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Núvitund hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og sífellt fleiri leggja áherslu á að þjálfa meðvitaða athygli og vera meira til staðar í eigin lífi. Ekki einungis stjórnendur og starfsfólk í fyrirtækjum á borð við Google, Maersk, eBay, Apple, Nike og Facebook leggja stund á núvitund heldur hafa skólar á öllum skólastigum tekið þetta upp. Nýlega var lýðheilsustefna fyrir landið allt samþykkt ásamt áætlun um aðgerðir sem eiga að stuðla að heilsueflandi samfélagi. Stefnt er að því að þjálfa 800 íslenska kennara í að kenna börnum í leik- og grunnskólum núvitund. Opinn og forvitinn hugurEitt af því sem einkennir núvitund er að nálgast hlutina með hug byrjandans. Hugur byrjandans getur aðstoðað okkur við að sjá hluti í nýju ljósi frekar en að bregðast við þeim á sjálfstýringunni. Hugur byrjandans er opinn og gæddur forvitni og undrun, líkt og hjá ungu barni. Hann tekur þátt í upplifunum eins og um fyrsta skiptið sé að ræða og er laus við fyrirfram mótaðar skoðanir, væntingar, dóma og ályktanir. Hugur byrjandans er í núinu til að skanna, skoða og sjá hluti eins og þeir eru. Hann er frjáls, áhugasamur og vakandi vitund. Um leið og við ákveðum að við vitum allt og höfum upplifað allt áður, lokum við á eldmóðinn og forvitnina. Góð leið til að þjálfa hug byrjandans er að ímynda sér að maður sé að upplifa eitthvað í fyrsta skipti. Ímyndaðu þér til dæmis að þetta séu þín fyrstu jól. Láttu koma þér á óvart. Horfðu undrandi á fegurð jólaljósanna, finndu lyktina af mandarínum, piparkökum og kanil og hlustaði á jólalögin sem óma. Taktu eftir öllu því stóra og smáa sem þú hefur tekið sem sjálfsögðum hlut. Núvitund er einnig að veita matnum sem við borðum óskerta athygli. Virkjaðu öll skynfærin, finndu lyktina af kræsingunum, áferðina á tungunni, greindu í sundur mismunandi bragðtegundir í munninum, finndu hvert tungan fer þegar þú kyngir, o.s.frv. Vertu á staðnum, láttu koma þér á óvart og njóttu. Gleðileg jól!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar