Frá öðru landi Veronika Ómarsdóttir skrifar 22. desember 2016 07:00 Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun