Frá öðru landi Veronika Ómarsdóttir skrifar 22. desember 2016 07:00 Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Núna er ég búin að búa næstum fjögur ár í öðru landi. Viðmótið sem ég fæ frá fólki þegar ég nefni það er virkilega jákvætt. Oftast er haft á orði, bæði hér úti sem og heima á Íslandi, hversu hugrökk ég sé og hvað það hljóti að vera æðislegt að fá að búa annars staðar, fá að upplifa nýja menningu og læra nýtt tungumál. Sem það jú er. Þetta er mikil upplifun og rosalega þroskandi. Ég get ekki annað en verið þakklát landinu sem ég bý í og fólkinu fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum, fólkinu hérna úti finnst það yfirhöfuð bara vera frekar magnað, að ég hafi bara flutt til annars lands til að læra og að ég hafi náð tungumálinu svona vel á svona stuttum tíma. En ég er auðvitað hvít ung kona frá Íslandi. Ég er ekki að flýja stríð. Ég fór ekki til landsins nauðug og allslaus. Ég er ekki flóttamaður. Þar sem ég bý á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í Austurríki, hefur flóttamannastraumurinn ekki farið fram hjá mér. Ég ferðast á hverjum einasta degi með lest í skólann og hef oftar en ekki deilt þeirri lest með fólki sem er að flýja stríðsátök og brjálæði. Mæður með lítil börn og bugaðir feður að passa upp á fjölskylduna sína, langflestir búnir að missa ástvini og eru að leita að betra lífi. Þreytt, svöng og skítug á leið í óvissuna, oft í marga mánuði. Ég hef oft setið við hliðina á „þessu fólki“ í hálftíma í senn á leiðinni í skólann og það er meira en nóg til þess að finna fyrir döpru andrúmsloftinu sem ríkir í kringum þau. Það er ekki vottur af spennu né eftirvæntingu, að sjá nýja staði, upplifa nýja borg og nýja menningu, svona eins og mér leið þegar ég flutti út. Það ríkir hræðsla og óvissa, þau vita ekki hvort þau fái hæli eða hvar og hvernig það verður tekið á móti þeim. Depurðin í augum þeirra er ólýsanleg. Þriggja ára strákurinn sem sat á móti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, þegar ferðamannastraumurinn var sem mestur á meginlandi Evrópu, horfði með tárin í augunum út um gluggann, fimm ára bróðir hans hélt í höndina á honum til að hughreysta hann og áhyggjufull 12 ára systir þeirra passaði upp á þá.Döpur og áhyggjufull börn Ég hef aldrei séð jafn döpur og áhyggjufull börn og núna ári síðar man ég enn svo greinilega tilfinninguna sem ég fékk þegar ég horfði í augun á börnunum. Mig gjörsamlega sveið um allan líkamann og langaði mest til að taka utan um þau og segja þeim að það yrði allt í lagi. Ég hefði samt ekki getað sagt þeim það, því það er ekkert víst að það verði allt í lagi, ekki ef þú ert innflytjandi. Þessi litlu saklausu börn sem hafa gengið í gegn um erfiðleika sem ekki nein einasta mannvera ætti að þurfa að upplifa. Ég hugsa oft til þeirra. Hvar ætli þau séu niðurkomin? Ætli það sé í lagi með þau? Ætli öll fjölskylda þeirra hafi komist lífs af? Ég vona auðvitað það besta, ég vona að þau hafi fengið hæli í landi þar sem vel var tekið á móti þeim og að þau séu í faðmi fjölskyldu sinnar, byrjuð í skóla og búin að eignast marga vini. Það dapurlega er að hugsa til þess hversu mörg „svona“ börn og manneskjur hafa farist á leið sinni í leit að „betra lífi“, lífi sem er svo að mörgu leyti ekki betra því þeim líður aldrei eins og þau séu velkomin, þeim líður aldrei eins og þau séu heima. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju ég fæ annað viðmót en þær manneskjur sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eiga engra annarra kosta völ en að flýja til annars lands. Erum við ekki öll eins, erum við ekki öll manneskjur? Ég er heppin. Ég fæddist á Íslandi. Ekki þau. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar