Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Tómas Þór Þórðarson. skrifar 23. desember 2016 19:00 Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun. Handbolti Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun.
Handbolti Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira