Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Tómas Þór Þórðarson. skrifar 23. desember 2016 19:00 Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun. Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun.
Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira