Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Tómas Þór Þórðarson. skrifar 23. desember 2016 19:00 Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun. Handbolti Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun.
Handbolti Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira