Landsbankinn notaði röng viðmið við útreikning vaxta á gengislánum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2016 09:58 Í þremur nýjum dómum Hæstaréttar var Landsbankinn dæmdur til að endurgreiða fyrirtækjum alls 2,4 milljarða króna því hann beitti röngum viðmiðum við útreikning vaxta á ólögmætum gengistryggðum lánum. Félag atvinnurekenda telur að mörg fyrirtæki eigi inni fjármuni hjá bankanum í ljósi þeirrar reglu sem lesa megi úr dómunum. Undanfarin ár hafa bankar verið að endurreikna vexti á fyrirtæki aftur í tímann vegna ólögmætra gengislána. Í þremur nýlegum dómum komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hefði ranglega og með ólögmætum hætti endurreiknað vexti af lánum sem voru gengistryggð. Í öllum þessum málum taldi Landsbankinn sig eiga viðbótarkröfu á hendur lántakanda vegna endurútreiknings vaxta. Landsbankinn var dæmdur til að greiða Festum ehf. forvera Ræsis hf. tæplega 269 milljónir króna. Hraðfrystihúsi Hellissands rúmlega 1100 milljónir króna og Guðmundi Runólfssyni ehf. tæpan milljarð króna. Alls voru þetta rúmlega 2,4 milljarðar króna sem Landsbankinn var dæmdur til að greiða þessum fyrirtækjum. Í málunum þremur fór Hæstiréttur í sérstakt mat á þeim áhrifum sem viðbótarkrafa, sem Landsbankinn átti, hefði á efnahag lántakenda og óhagræði þeirra af því að þurfa standa skil á henni. Var talið að þegar litið væri til stærðar lántakenda og umsvifa þessara fyrirtækja væru áhrif viðbótarkröfunnar á þau svo veruleg að Landsbankinn yrði sjálfur að bera þann vaxtamun sem um var deilt í málunum. Í tilviki Festa nam viðbótarkrafan þriðjungi rekstrartekna ársins þegar hún var reiknuð út. Í tilviki Hraðfrystihúss Hellisands nam viðbótarkrafan tveimur þriðju hluta rekstrarekna ársins hjá fyrirtækinu og var hlutfall viðbótarkröfunnar það sama í máli Guðmundar Runólfssonar ehf. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaTelur að mörg fyrirtæki eigi von á endurgreiðslum Félag atvinnurekenda telur að þessir dómar þýði að mörg fyrirtæki eigi von á verulegum endurgreiðslum frá bönkunum og þá aðallega Landsbankanum vegna endurútreiknings. „Það eru talsvert mörg fyrirtæki í sömu stöðu. Við teljum alveg einsýnt að Landsbankinn þurfi að leggjast yfir þetta mál enn á ný með tilliti til þessara dóma og skoða þessi fyrirtæki og þeirra mál upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir sérstakt að það sé ennþá verið að leysa úr ágreiningi vegna ólögmætra gengistryggðra lána. „Það er í raun alveg galið að átta árum eftir hrun að gengnum mörg hundruð dómum bæði í héraði og í Hæstarétti skuli ennþá svona mörg fyrirtæki vera með sín mál gagnvart bönkunum, ekki síst Landsbankanum, í uppnámi.“ Í svari við skriflegri fyrirspurn segir Landsbankinn að í sumum tilfellum hafi verið nauðsynlegt að leita til dómstóla til að skýra réttarstöðu vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum. Bankinn hafi hins vegar haft frumkvæði að því að leysa með sambærilegum hætti úr sambærilegum álitamálum þegar nægjanlega skýr fordæmi liggi fyrir. Í þeim þremur dómsmálum sem hér sé fjallað um hafi Hæstiréttur snúið við dómum héraðsdóms þar sem dæmt var bankanum í vil. Í öðrum sambærilegum málum hafi Hæstiréttur hins vegar staðfest dóma héraðsdóms og þar með þær forsendur sem bankinn lagði til grundvallar við endurútreikning. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Í þremur nýjum dómum Hæstaréttar var Landsbankinn dæmdur til að endurgreiða fyrirtækjum alls 2,4 milljarða króna því hann beitti röngum viðmiðum við útreikning vaxta á ólögmætum gengistryggðum lánum. Félag atvinnurekenda telur að mörg fyrirtæki eigi inni fjármuni hjá bankanum í ljósi þeirrar reglu sem lesa megi úr dómunum. Undanfarin ár hafa bankar verið að endurreikna vexti á fyrirtæki aftur í tímann vegna ólögmætra gengislána. Í þremur nýlegum dómum komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hefði ranglega og með ólögmætum hætti endurreiknað vexti af lánum sem voru gengistryggð. Í öllum þessum málum taldi Landsbankinn sig eiga viðbótarkröfu á hendur lántakanda vegna endurútreiknings vaxta. Landsbankinn var dæmdur til að greiða Festum ehf. forvera Ræsis hf. tæplega 269 milljónir króna. Hraðfrystihúsi Hellissands rúmlega 1100 milljónir króna og Guðmundi Runólfssyni ehf. tæpan milljarð króna. Alls voru þetta rúmlega 2,4 milljarðar króna sem Landsbankinn var dæmdur til að greiða þessum fyrirtækjum. Í málunum þremur fór Hæstiréttur í sérstakt mat á þeim áhrifum sem viðbótarkrafa, sem Landsbankinn átti, hefði á efnahag lántakenda og óhagræði þeirra af því að þurfa standa skil á henni. Var talið að þegar litið væri til stærðar lántakenda og umsvifa þessara fyrirtækja væru áhrif viðbótarkröfunnar á þau svo veruleg að Landsbankinn yrði sjálfur að bera þann vaxtamun sem um var deilt í málunum. Í tilviki Festa nam viðbótarkrafan þriðjungi rekstrartekna ársins þegar hún var reiknuð út. Í tilviki Hraðfrystihúss Hellisands nam viðbótarkrafan tveimur þriðju hluta rekstrarekna ársins hjá fyrirtækinu og var hlutfall viðbótarkröfunnar það sama í máli Guðmundar Runólfssonar ehf. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaTelur að mörg fyrirtæki eigi von á endurgreiðslum Félag atvinnurekenda telur að þessir dómar þýði að mörg fyrirtæki eigi von á verulegum endurgreiðslum frá bönkunum og þá aðallega Landsbankanum vegna endurútreiknings. „Það eru talsvert mörg fyrirtæki í sömu stöðu. Við teljum alveg einsýnt að Landsbankinn þurfi að leggjast yfir þetta mál enn á ný með tilliti til þessara dóma og skoða þessi fyrirtæki og þeirra mál upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir sérstakt að það sé ennþá verið að leysa úr ágreiningi vegna ólögmætra gengistryggðra lána. „Það er í raun alveg galið að átta árum eftir hrun að gengnum mörg hundruð dómum bæði í héraði og í Hæstarétti skuli ennþá svona mörg fyrirtæki vera með sín mál gagnvart bönkunum, ekki síst Landsbankanum, í uppnámi.“ Í svari við skriflegri fyrirspurn segir Landsbankinn að í sumum tilfellum hafi verið nauðsynlegt að leita til dómstóla til að skýra réttarstöðu vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum. Bankinn hafi hins vegar haft frumkvæði að því að leysa með sambærilegum hætti úr sambærilegum álitamálum þegar nægjanlega skýr fordæmi liggi fyrir. Í þeim þremur dómsmálum sem hér sé fjallað um hafi Hæstiréttur snúið við dómum héraðsdóms þar sem dæmt var bankanum í vil. Í öðrum sambærilegum málum hafi Hæstiréttur hins vegar staðfest dóma héraðsdóms og þar með þær forsendur sem bankinn lagði til grundvallar við endurútreikning.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent