Landsbankinn notaði röng viðmið við útreikning vaxta á gengislánum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2016 09:58 Í þremur nýjum dómum Hæstaréttar var Landsbankinn dæmdur til að endurgreiða fyrirtækjum alls 2,4 milljarða króna því hann beitti röngum viðmiðum við útreikning vaxta á ólögmætum gengistryggðum lánum. Félag atvinnurekenda telur að mörg fyrirtæki eigi inni fjármuni hjá bankanum í ljósi þeirrar reglu sem lesa megi úr dómunum. Undanfarin ár hafa bankar verið að endurreikna vexti á fyrirtæki aftur í tímann vegna ólögmætra gengislána. Í þremur nýlegum dómum komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hefði ranglega og með ólögmætum hætti endurreiknað vexti af lánum sem voru gengistryggð. Í öllum þessum málum taldi Landsbankinn sig eiga viðbótarkröfu á hendur lántakanda vegna endurútreiknings vaxta. Landsbankinn var dæmdur til að greiða Festum ehf. forvera Ræsis hf. tæplega 269 milljónir króna. Hraðfrystihúsi Hellissands rúmlega 1100 milljónir króna og Guðmundi Runólfssyni ehf. tæpan milljarð króna. Alls voru þetta rúmlega 2,4 milljarðar króna sem Landsbankinn var dæmdur til að greiða þessum fyrirtækjum. Í málunum þremur fór Hæstiréttur í sérstakt mat á þeim áhrifum sem viðbótarkrafa, sem Landsbankinn átti, hefði á efnahag lántakenda og óhagræði þeirra af því að þurfa standa skil á henni. Var talið að þegar litið væri til stærðar lántakenda og umsvifa þessara fyrirtækja væru áhrif viðbótarkröfunnar á þau svo veruleg að Landsbankinn yrði sjálfur að bera þann vaxtamun sem um var deilt í málunum. Í tilviki Festa nam viðbótarkrafan þriðjungi rekstrartekna ársins þegar hún var reiknuð út. Í tilviki Hraðfrystihúss Hellisands nam viðbótarkrafan tveimur þriðju hluta rekstrarekna ársins hjá fyrirtækinu og var hlutfall viðbótarkröfunnar það sama í máli Guðmundar Runólfssonar ehf. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaTelur að mörg fyrirtæki eigi von á endurgreiðslum Félag atvinnurekenda telur að þessir dómar þýði að mörg fyrirtæki eigi von á verulegum endurgreiðslum frá bönkunum og þá aðallega Landsbankanum vegna endurútreiknings. „Það eru talsvert mörg fyrirtæki í sömu stöðu. Við teljum alveg einsýnt að Landsbankinn þurfi að leggjast yfir þetta mál enn á ný með tilliti til þessara dóma og skoða þessi fyrirtæki og þeirra mál upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir sérstakt að það sé ennþá verið að leysa úr ágreiningi vegna ólögmætra gengistryggðra lána. „Það er í raun alveg galið að átta árum eftir hrun að gengnum mörg hundruð dómum bæði í héraði og í Hæstarétti skuli ennþá svona mörg fyrirtæki vera með sín mál gagnvart bönkunum, ekki síst Landsbankanum, í uppnámi.“ Í svari við skriflegri fyrirspurn segir Landsbankinn að í sumum tilfellum hafi verið nauðsynlegt að leita til dómstóla til að skýra réttarstöðu vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum. Bankinn hafi hins vegar haft frumkvæði að því að leysa með sambærilegum hætti úr sambærilegum álitamálum þegar nægjanlega skýr fordæmi liggi fyrir. Í þeim þremur dómsmálum sem hér sé fjallað um hafi Hæstiréttur snúið við dómum héraðsdóms þar sem dæmt var bankanum í vil. Í öðrum sambærilegum málum hafi Hæstiréttur hins vegar staðfest dóma héraðsdóms og þar með þær forsendur sem bankinn lagði til grundvallar við endurútreikning. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Í þremur nýjum dómum Hæstaréttar var Landsbankinn dæmdur til að endurgreiða fyrirtækjum alls 2,4 milljarða króna því hann beitti röngum viðmiðum við útreikning vaxta á ólögmætum gengistryggðum lánum. Félag atvinnurekenda telur að mörg fyrirtæki eigi inni fjármuni hjá bankanum í ljósi þeirrar reglu sem lesa megi úr dómunum. Undanfarin ár hafa bankar verið að endurreikna vexti á fyrirtæki aftur í tímann vegna ólögmætra gengislána. Í þremur nýlegum dómum komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hefði ranglega og með ólögmætum hætti endurreiknað vexti af lánum sem voru gengistryggð. Í öllum þessum málum taldi Landsbankinn sig eiga viðbótarkröfu á hendur lántakanda vegna endurútreiknings vaxta. Landsbankinn var dæmdur til að greiða Festum ehf. forvera Ræsis hf. tæplega 269 milljónir króna. Hraðfrystihúsi Hellissands rúmlega 1100 milljónir króna og Guðmundi Runólfssyni ehf. tæpan milljarð króna. Alls voru þetta rúmlega 2,4 milljarðar króna sem Landsbankinn var dæmdur til að greiða þessum fyrirtækjum. Í málunum þremur fór Hæstiréttur í sérstakt mat á þeim áhrifum sem viðbótarkrafa, sem Landsbankinn átti, hefði á efnahag lántakenda og óhagræði þeirra af því að þurfa standa skil á henni. Var talið að þegar litið væri til stærðar lántakenda og umsvifa þessara fyrirtækja væru áhrif viðbótarkröfunnar á þau svo veruleg að Landsbankinn yrði sjálfur að bera þann vaxtamun sem um var deilt í málunum. Í tilviki Festa nam viðbótarkrafan þriðjungi rekstrartekna ársins þegar hún var reiknuð út. Í tilviki Hraðfrystihúss Hellisands nam viðbótarkrafan tveimur þriðju hluta rekstrarekna ársins hjá fyrirtækinu og var hlutfall viðbótarkröfunnar það sama í máli Guðmundar Runólfssonar ehf. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaTelur að mörg fyrirtæki eigi von á endurgreiðslum Félag atvinnurekenda telur að þessir dómar þýði að mörg fyrirtæki eigi von á verulegum endurgreiðslum frá bönkunum og þá aðallega Landsbankanum vegna endurútreiknings. „Það eru talsvert mörg fyrirtæki í sömu stöðu. Við teljum alveg einsýnt að Landsbankinn þurfi að leggjast yfir þetta mál enn á ný með tilliti til þessara dóma og skoða þessi fyrirtæki og þeirra mál upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir sérstakt að það sé ennþá verið að leysa úr ágreiningi vegna ólögmætra gengistryggðra lána. „Það er í raun alveg galið að átta árum eftir hrun að gengnum mörg hundruð dómum bæði í héraði og í Hæstarétti skuli ennþá svona mörg fyrirtæki vera með sín mál gagnvart bönkunum, ekki síst Landsbankanum, í uppnámi.“ Í svari við skriflegri fyrirspurn segir Landsbankinn að í sumum tilfellum hafi verið nauðsynlegt að leita til dómstóla til að skýra réttarstöðu vegna endurútreiknings á gengistryggðum lánum. Bankinn hafi hins vegar haft frumkvæði að því að leysa með sambærilegum hætti úr sambærilegum álitamálum þegar nægjanlega skýr fordæmi liggi fyrir. Í þeim þremur dómsmálum sem hér sé fjallað um hafi Hæstiréttur snúið við dómum héraðsdóms þar sem dæmt var bankanum í vil. Í öðrum sambærilegum málum hafi Hæstiréttur hins vegar staðfest dóma héraðsdóms og þar með þær forsendur sem bankinn lagði til grundvallar við endurútreikning.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira