Dekkri framtíð í boði Bjartrar framtíðar! Gunnar Ólafsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Í þinglok fyrir jól samþykkti Alþingi ný lög um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það vakti athygli mína að þingmenn Bjartrar framtíðar samþykktu breytingarnar á lögum um LSR því öll stéttarfélög opinberra starfsmanna voru mótfallin frumvarpinu. Björt framtíð lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust á að standa með almenningi og draga úr fúski. Því miður féllu þau á prófinu í þessu máli. Lögin munu skerða lífeyrisréttindi allra opinberra starfsmanna sem eru yngri en 60 ára þar sem sk. bakábyrgð ríkisins, sem samið var um í tengslum við stofnun A-deildar LSR, er afnumin. Tilgangur laganna er að jafna launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Frá því að ég man eftir mér hafa betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið notuð til að réttlæta lakari laun hjá hinu opinbera. Sú lausn sem var samþykkt snýst um að í framtíðinni munu laun þeirra sem missa þessi réttindi verða bætt þannig að framtíðarlífeyrir þeirra skerðist ekki. Það er ekkert fast í hendi að slík hækkun á launum sé fram undan og sporin hræða. Fyrir um 30 árum sömdu lögreglumenn um að falla frá verkfallsrétti sínum gegn því að þeir myndu njóta betri kjara. Lögreglumenn eru enn að bíða eftir efndum ríkisins á þeim samningi.Engin trygging Að auki er engin trygging fyrir því að ávöxtun LSR verði með besta móti til að viðhalda réttindum sjóðsfélaga. Þvert á móti má benda á að LSR tapaði yfir 100 milljörðum í bankahruninu og samt eru sömu stjórnendur enn í sjóðnum og voru fyrir bankahrun. Í umsögnum launþegasamtaka og annarra virtra aðila við frumvarpið komu fram athugasemdir um að frumvarpið brjóti ekki bara í bága við launasamninga heldur einnig við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem hætta er á að að áunnin réttindi glatist ef ávöxtun framtíðar eða einhverjar aðrar forsendur fyrir óbreyttum lífeyri bregðist. Nú þegar hefur stjórn Kennarasambands Íslands ákveðið að stefna ríkinu vegna þessa. Ljóst er að ef gera á breytingar á lífeyriskerfi sem hefur áhrif á fjárhæðir lífeyris þegar fólk hefur töku lífeyris, þarf að gera þá breytingu í sátt og samlyndi við viðeigandi stéttarfélög. Nær allir starfsmenn hins opinbera sem eru yngri en 60 ára koma til með að búa við óvissari lífeyrisréttindi og kjör eftir þessa jólagjöf þingmanna, m.a. frá Bjartri framtíð. Það er umhugsunarvert að flokkur sem boðar bjartari tíma með blóm í haga hefur valdið áhyggjum og óvissu hjá þúsundum launþega. Framtíð þeirra er ekki björt heldur dekkri en þyrfti að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í þinglok fyrir jól samþykkti Alþingi ný lög um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það vakti athygli mína að þingmenn Bjartrar framtíðar samþykktu breytingarnar á lögum um LSR því öll stéttarfélög opinberra starfsmanna voru mótfallin frumvarpinu. Björt framtíð lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust á að standa með almenningi og draga úr fúski. Því miður féllu þau á prófinu í þessu máli. Lögin munu skerða lífeyrisréttindi allra opinberra starfsmanna sem eru yngri en 60 ára þar sem sk. bakábyrgð ríkisins, sem samið var um í tengslum við stofnun A-deildar LSR, er afnumin. Tilgangur laganna er að jafna launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Frá því að ég man eftir mér hafa betri lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verið notuð til að réttlæta lakari laun hjá hinu opinbera. Sú lausn sem var samþykkt snýst um að í framtíðinni munu laun þeirra sem missa þessi réttindi verða bætt þannig að framtíðarlífeyrir þeirra skerðist ekki. Það er ekkert fast í hendi að slík hækkun á launum sé fram undan og sporin hræða. Fyrir um 30 árum sömdu lögreglumenn um að falla frá verkfallsrétti sínum gegn því að þeir myndu njóta betri kjara. Lögreglumenn eru enn að bíða eftir efndum ríkisins á þeim samningi.Engin trygging Að auki er engin trygging fyrir því að ávöxtun LSR verði með besta móti til að viðhalda réttindum sjóðsfélaga. Þvert á móti má benda á að LSR tapaði yfir 100 milljörðum í bankahruninu og samt eru sömu stjórnendur enn í sjóðnum og voru fyrir bankahrun. Í umsögnum launþegasamtaka og annarra virtra aðila við frumvarpið komu fram athugasemdir um að frumvarpið brjóti ekki bara í bága við launasamninga heldur einnig við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem hætta er á að að áunnin réttindi glatist ef ávöxtun framtíðar eða einhverjar aðrar forsendur fyrir óbreyttum lífeyri bregðist. Nú þegar hefur stjórn Kennarasambands Íslands ákveðið að stefna ríkinu vegna þessa. Ljóst er að ef gera á breytingar á lífeyriskerfi sem hefur áhrif á fjárhæðir lífeyris þegar fólk hefur töku lífeyris, þarf að gera þá breytingu í sátt og samlyndi við viðeigandi stéttarfélög. Nær allir starfsmenn hins opinbera sem eru yngri en 60 ára koma til með að búa við óvissari lífeyrisréttindi og kjör eftir þessa jólagjöf þingmanna, m.a. frá Bjartri framtíð. Það er umhugsunarvert að flokkur sem boðar bjartari tíma með blóm í haga hefur valdið áhyggjum og óvissu hjá þúsundum launþega. Framtíð þeirra er ekki björt heldur dekkri en þyrfti að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun