Laun endurspegla kynjaðan vinnumarkað út um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Uppbyggin hins opinbera hefur verið að miklu leyti í stóriðju. vísir/vilhelm „Þarna kristallast atvinnustefna stjórnvalda síðustu ár og áratugi þar sem hið opinbera hefur fjárfest mikið í karllægum störfum á landsbyggðinni,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra en laun kvenna voru frá 52 til 69 prósent af launum karla á síðasta ári samkvæmt greiningu ríkisskattstjóra. Mestur var munurinn á Austurlandi, þar sem konur voru rétt með um helming af launum karla, en minnstur var munurinn á höfuðborgarsvæðinu, þar sem laun kvenna voru tæplega 70 prósent af launum karla. „Í þessum gögnum sjáum við einnig að konur eru þá líklegri til hlutastarfa og vinna störf sem gefa þeim minni laun en karlar, eins og umönnunarstörf til að mynda.“Munurinn er mestur á AusturlandiÞrátt fyrir að munur á launum kynjanna sé mestur á Austurlandi eru laun kvenna í landshlutanum næsthæst ef mið er tekið af þessari gömlu svæðaskiptingu. Aðeins á höfuðborgarsvæðinu eru laun kvenna hærri. Hins vegar skera laun karla sig úr á Austurlandi og eru langhæst þar. Hafa ber í huga að greining ríkisskattstjóra nær til allra framteljenda á landinu óháð bakgrunni þeirra, svo sem hvort um nema sé að ræða hlutastarfsmenn að einhverju leyti.Kristín Ástgeirsdóttir„Það að konur séu með þetta lægri laun en karlar segir okkur svo mikið um stöðuna sem nú er og hvað við erum í raun komin stutt á leið með jafnréttið. Kynskiptur vinnumarkaður er ekki af hinu góða og við þurfum að rétta og jafna hlut kvenna á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Kristín. Laun karla eru frá fjórum milljónum á ári upp í allt að 4,6 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar sker Austurland sig úr hvað laun karla snertir en meðaltekjur karlmanna á Austurlandi eru rúmlega 5,3 milljónir króna á ári. Uppbygging stóriðju í Fjarðabyggð auk sterkra sjávarútvegsfyrirtækja hefur þar eitthvað að segja og karlar líklegri til að sækja í þau störf en konur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
„Þarna kristallast atvinnustefna stjórnvalda síðustu ár og áratugi þar sem hið opinbera hefur fjárfest mikið í karllægum störfum á landsbyggðinni,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra en laun kvenna voru frá 52 til 69 prósent af launum karla á síðasta ári samkvæmt greiningu ríkisskattstjóra. Mestur var munurinn á Austurlandi, þar sem konur voru rétt með um helming af launum karla, en minnstur var munurinn á höfuðborgarsvæðinu, þar sem laun kvenna voru tæplega 70 prósent af launum karla. „Í þessum gögnum sjáum við einnig að konur eru þá líklegri til hlutastarfa og vinna störf sem gefa þeim minni laun en karlar, eins og umönnunarstörf til að mynda.“Munurinn er mestur á AusturlandiÞrátt fyrir að munur á launum kynjanna sé mestur á Austurlandi eru laun kvenna í landshlutanum næsthæst ef mið er tekið af þessari gömlu svæðaskiptingu. Aðeins á höfuðborgarsvæðinu eru laun kvenna hærri. Hins vegar skera laun karla sig úr á Austurlandi og eru langhæst þar. Hafa ber í huga að greining ríkisskattstjóra nær til allra framteljenda á landinu óháð bakgrunni þeirra, svo sem hvort um nema sé að ræða hlutastarfsmenn að einhverju leyti.Kristín Ástgeirsdóttir„Það að konur séu með þetta lægri laun en karlar segir okkur svo mikið um stöðuna sem nú er og hvað við erum í raun komin stutt á leið með jafnréttið. Kynskiptur vinnumarkaður er ekki af hinu góða og við þurfum að rétta og jafna hlut kvenna á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Kristín. Laun karla eru frá fjórum milljónum á ári upp í allt að 4,6 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar sker Austurland sig úr hvað laun karla snertir en meðaltekjur karlmanna á Austurlandi eru rúmlega 5,3 milljónir króna á ári. Uppbygging stóriðju í Fjarðabyggð auk sterkra sjávarútvegsfyrirtækja hefur þar eitthvað að segja og karlar líklegri til að sækja í þau störf en konur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent