Heilsugæslan á Mars Jóhannes V. Reynisson skrifar 13. desember 2016 07:00 Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. Komum aftur niður á jörðina. Hvað er heilsugæsla og hvar er hún? Er hún í Afríku eða Ameríku? Hvað með okkur? Höfum við hugleitt að notkun okkar á orðinu heilsugæsla sé villandi? Gæsla felur í sér eftirlit. Hvernig skiljum við annars orð eins og barnagæsla, löggæsla eða landhelgisgæsla? Okkur býðst að líta við á heilsugæslunni þegar við finnum fyrir kvilla. Við erum ekki boðuð í skoðun; að heilsa okkar sé könnuð með það fyrir augum að fyrirbyggja það sem síðar getur orðið alvarlegt vandamál.Bíllinn í skoðun Hundruð Íslendinga deyja fyrir aldur fram á hverju ári úr lungnakrabbameini, brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini, sortuæxlum, ristils- og endaþarmsmeinum. Margir ná sem betur fer heilsu en ekki fyrr en eftir erfiðar, tímafrekar og kostnaðarsamar meðferðir. Fyrirbyggjandi aðgerðir skila okkur og samfélaginu miklu. Öll erum við meðvituð um ávinninginn af bólusetningum svo dæmi sé tekið. Með þetta fyrir augum er mikilvægt að efla rannsóknir til muna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að greina sjúkdóma eins snemma og mögulegt er. Við höfum mikilvæg dæmi um fyrirbyggjandi eftirlit og hversu miklu máli það skiptir. Konur eru boðaðar í krabbameinsskoðun og það hefur áhrif. Því fyrr sem við fáum vísbendingar um veikindi, þeim mun fyrr og betur er hægt að bregðast við. Við getum spurt hvers vegna við förum með bílinn í skoðun á hverju ári. Af hverju engin flugvél fer í loftið fyrr en hún hefur verið skoðuð. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Hvað með okkur sjálf?Lýðheilsa í verki Það þarf að bæta sjúkrahúsaðstöðu hér á landi, en á sama tíma verðum við að hugsa fram á við: Hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt. Við höfum verkfæri eins og rannsóknir á genamenginu og tæki sem geta greint mein miklu fyrr en áður var mögulegt. Hvernig væri að boða manneskju í skoðun á heilsugæslu þegar hún er tvítug og aftur á þrítugsafmælinu. Eftir því sem við verðum eldri er líklegt að vísbendingar um hugsanlega sjúkdóma geti komið fram. Þá má hafa skoðun til dæmis á fimm ára fresti fram að fimmtugu og ef til vill árlega eftir það. Þetta er heilsugæsla í verki.Þú græðir lífið Okkur kann að vaxa í augum umfangið á þessu. En lítum þá á hinn endann á heilbrigðiskerfinu. Hvað yrðu margir á sjúkrahúsi með virkri heilsugæslu? Hversu margir óvinnufærir heima? Hvað myndum við spara sem samfélag í kostnaði við sjúkrahúsmeðferðir og hvað myndum við vinna úti í atvinnulífinu? Grundvöllurinn er að efla rannsóknir sem munu aftur leiða til þess að fyrr verður hægt að grípa til aðgerða til að vinna bug á þeim. Og við getum strax gripið til aðgerða. Blái naglinn hyggst standa fyrir kaupum á þremur grunnrannsóknartækjum fyrir Landspítalann. Þetta eru tæki af nýjustu kynslóð greiningartækja, og geta komið auga á krabbamein fyrr en nú er mögulegt. Enn vantar 55 milljónir króna, margar hendur vinna létt verk. Þeir sem vilja taka þátt í þessu mikilvæga framtaki og styrkja grunnrannsóknir á krabbameinum á Landspítala geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar inn á reikning nr. 537-26-350350, kt. 450700-3390. Það hlýtur að vera markmið okkar, hvort heldur sem einstaklinga eða samfélags, að fylgjast með og koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma áður en alvarleg veikindi koma fram. Hvert og eitt okkar græðir heilsuna. Fátt er meira virði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. Komum aftur niður á jörðina. Hvað er heilsugæsla og hvar er hún? Er hún í Afríku eða Ameríku? Hvað með okkur? Höfum við hugleitt að notkun okkar á orðinu heilsugæsla sé villandi? Gæsla felur í sér eftirlit. Hvernig skiljum við annars orð eins og barnagæsla, löggæsla eða landhelgisgæsla? Okkur býðst að líta við á heilsugæslunni þegar við finnum fyrir kvilla. Við erum ekki boðuð í skoðun; að heilsa okkar sé könnuð með það fyrir augum að fyrirbyggja það sem síðar getur orðið alvarlegt vandamál.Bíllinn í skoðun Hundruð Íslendinga deyja fyrir aldur fram á hverju ári úr lungnakrabbameini, brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini, sortuæxlum, ristils- og endaþarmsmeinum. Margir ná sem betur fer heilsu en ekki fyrr en eftir erfiðar, tímafrekar og kostnaðarsamar meðferðir. Fyrirbyggjandi aðgerðir skila okkur og samfélaginu miklu. Öll erum við meðvituð um ávinninginn af bólusetningum svo dæmi sé tekið. Með þetta fyrir augum er mikilvægt að efla rannsóknir til muna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að greina sjúkdóma eins snemma og mögulegt er. Við höfum mikilvæg dæmi um fyrirbyggjandi eftirlit og hversu miklu máli það skiptir. Konur eru boðaðar í krabbameinsskoðun og það hefur áhrif. Því fyrr sem við fáum vísbendingar um veikindi, þeim mun fyrr og betur er hægt að bregðast við. Við getum spurt hvers vegna við förum með bílinn í skoðun á hverju ári. Af hverju engin flugvél fer í loftið fyrr en hún hefur verið skoðuð. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Hvað með okkur sjálf?Lýðheilsa í verki Það þarf að bæta sjúkrahúsaðstöðu hér á landi, en á sama tíma verðum við að hugsa fram á við: Hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt. Við höfum verkfæri eins og rannsóknir á genamenginu og tæki sem geta greint mein miklu fyrr en áður var mögulegt. Hvernig væri að boða manneskju í skoðun á heilsugæslu þegar hún er tvítug og aftur á þrítugsafmælinu. Eftir því sem við verðum eldri er líklegt að vísbendingar um hugsanlega sjúkdóma geti komið fram. Þá má hafa skoðun til dæmis á fimm ára fresti fram að fimmtugu og ef til vill árlega eftir það. Þetta er heilsugæsla í verki.Þú græðir lífið Okkur kann að vaxa í augum umfangið á þessu. En lítum þá á hinn endann á heilbrigðiskerfinu. Hvað yrðu margir á sjúkrahúsi með virkri heilsugæslu? Hversu margir óvinnufærir heima? Hvað myndum við spara sem samfélag í kostnaði við sjúkrahúsmeðferðir og hvað myndum við vinna úti í atvinnulífinu? Grundvöllurinn er að efla rannsóknir sem munu aftur leiða til þess að fyrr verður hægt að grípa til aðgerða til að vinna bug á þeim. Og við getum strax gripið til aðgerða. Blái naglinn hyggst standa fyrir kaupum á þremur grunnrannsóknartækjum fyrir Landspítalann. Þetta eru tæki af nýjustu kynslóð greiningartækja, og geta komið auga á krabbamein fyrr en nú er mögulegt. Enn vantar 55 milljónir króna, margar hendur vinna létt verk. Þeir sem vilja taka þátt í þessu mikilvæga framtaki og styrkja grunnrannsóknir á krabbameinum á Landspítala geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar inn á reikning nr. 537-26-350350, kt. 450700-3390. Það hlýtur að vera markmið okkar, hvort heldur sem einstaklinga eða samfélags, að fylgjast með og koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma áður en alvarleg veikindi koma fram. Hvert og eitt okkar græðir heilsuna. Fátt er meira virði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun