Heilsugæslan á Mars Jóhannes V. Reynisson skrifar 13. desember 2016 07:00 Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. Komum aftur niður á jörðina. Hvað er heilsugæsla og hvar er hún? Er hún í Afríku eða Ameríku? Hvað með okkur? Höfum við hugleitt að notkun okkar á orðinu heilsugæsla sé villandi? Gæsla felur í sér eftirlit. Hvernig skiljum við annars orð eins og barnagæsla, löggæsla eða landhelgisgæsla? Okkur býðst að líta við á heilsugæslunni þegar við finnum fyrir kvilla. Við erum ekki boðuð í skoðun; að heilsa okkar sé könnuð með það fyrir augum að fyrirbyggja það sem síðar getur orðið alvarlegt vandamál.Bíllinn í skoðun Hundruð Íslendinga deyja fyrir aldur fram á hverju ári úr lungnakrabbameini, brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini, sortuæxlum, ristils- og endaþarmsmeinum. Margir ná sem betur fer heilsu en ekki fyrr en eftir erfiðar, tímafrekar og kostnaðarsamar meðferðir. Fyrirbyggjandi aðgerðir skila okkur og samfélaginu miklu. Öll erum við meðvituð um ávinninginn af bólusetningum svo dæmi sé tekið. Með þetta fyrir augum er mikilvægt að efla rannsóknir til muna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að greina sjúkdóma eins snemma og mögulegt er. Við höfum mikilvæg dæmi um fyrirbyggjandi eftirlit og hversu miklu máli það skiptir. Konur eru boðaðar í krabbameinsskoðun og það hefur áhrif. Því fyrr sem við fáum vísbendingar um veikindi, þeim mun fyrr og betur er hægt að bregðast við. Við getum spurt hvers vegna við förum með bílinn í skoðun á hverju ári. Af hverju engin flugvél fer í loftið fyrr en hún hefur verið skoðuð. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Hvað með okkur sjálf?Lýðheilsa í verki Það þarf að bæta sjúkrahúsaðstöðu hér á landi, en á sama tíma verðum við að hugsa fram á við: Hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt. Við höfum verkfæri eins og rannsóknir á genamenginu og tæki sem geta greint mein miklu fyrr en áður var mögulegt. Hvernig væri að boða manneskju í skoðun á heilsugæslu þegar hún er tvítug og aftur á þrítugsafmælinu. Eftir því sem við verðum eldri er líklegt að vísbendingar um hugsanlega sjúkdóma geti komið fram. Þá má hafa skoðun til dæmis á fimm ára fresti fram að fimmtugu og ef til vill árlega eftir það. Þetta er heilsugæsla í verki.Þú græðir lífið Okkur kann að vaxa í augum umfangið á þessu. En lítum þá á hinn endann á heilbrigðiskerfinu. Hvað yrðu margir á sjúkrahúsi með virkri heilsugæslu? Hversu margir óvinnufærir heima? Hvað myndum við spara sem samfélag í kostnaði við sjúkrahúsmeðferðir og hvað myndum við vinna úti í atvinnulífinu? Grundvöllurinn er að efla rannsóknir sem munu aftur leiða til þess að fyrr verður hægt að grípa til aðgerða til að vinna bug á þeim. Og við getum strax gripið til aðgerða. Blái naglinn hyggst standa fyrir kaupum á þremur grunnrannsóknartækjum fyrir Landspítalann. Þetta eru tæki af nýjustu kynslóð greiningartækja, og geta komið auga á krabbamein fyrr en nú er mögulegt. Enn vantar 55 milljónir króna, margar hendur vinna létt verk. Þeir sem vilja taka þátt í þessu mikilvæga framtaki og styrkja grunnrannsóknir á krabbameinum á Landspítala geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar inn á reikning nr. 537-26-350350, kt. 450700-3390. Það hlýtur að vera markmið okkar, hvort heldur sem einstaklinga eða samfélags, að fylgjast með og koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma áður en alvarleg veikindi koma fram. Hvert og eitt okkar græðir heilsuna. Fátt er meira virði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert langt í að fólk geti ferðast til reikistjörnunnar Mars. Og hver veit nema að mannkynið muni setjast þar að í náinni framtíð. En hvað ætla Marsbúar að gera í heilbrigðismálum? Verður ekki að byrja á því að reisa hátæknisjúkrahús um leið og aðra innviði? Svarið er nei. Á Mars verður heilsugæsla. Komum aftur niður á jörðina. Hvað er heilsugæsla og hvar er hún? Er hún í Afríku eða Ameríku? Hvað með okkur? Höfum við hugleitt að notkun okkar á orðinu heilsugæsla sé villandi? Gæsla felur í sér eftirlit. Hvernig skiljum við annars orð eins og barnagæsla, löggæsla eða landhelgisgæsla? Okkur býðst að líta við á heilsugæslunni þegar við finnum fyrir kvilla. Við erum ekki boðuð í skoðun; að heilsa okkar sé könnuð með það fyrir augum að fyrirbyggja það sem síðar getur orðið alvarlegt vandamál.Bíllinn í skoðun Hundruð Íslendinga deyja fyrir aldur fram á hverju ári úr lungnakrabbameini, brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini, sortuæxlum, ristils- og endaþarmsmeinum. Margir ná sem betur fer heilsu en ekki fyrr en eftir erfiðar, tímafrekar og kostnaðarsamar meðferðir. Fyrirbyggjandi aðgerðir skila okkur og samfélaginu miklu. Öll erum við meðvituð um ávinninginn af bólusetningum svo dæmi sé tekið. Með þetta fyrir augum er mikilvægt að efla rannsóknir til muna og gera allt sem í okkar valdi stendur til að greina sjúkdóma eins snemma og mögulegt er. Við höfum mikilvæg dæmi um fyrirbyggjandi eftirlit og hversu miklu máli það skiptir. Konur eru boðaðar í krabbameinsskoðun og það hefur áhrif. Því fyrr sem við fáum vísbendingar um veikindi, þeim mun fyrr og betur er hægt að bregðast við. Við getum spurt hvers vegna við förum með bílinn í skoðun á hverju ári. Af hverju engin flugvél fer í loftið fyrr en hún hefur verið skoðuð. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Hvað með okkur sjálf?Lýðheilsa í verki Það þarf að bæta sjúkrahúsaðstöðu hér á landi, en á sama tíma verðum við að hugsa fram á við: Hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt. Við höfum verkfæri eins og rannsóknir á genamenginu og tæki sem geta greint mein miklu fyrr en áður var mögulegt. Hvernig væri að boða manneskju í skoðun á heilsugæslu þegar hún er tvítug og aftur á þrítugsafmælinu. Eftir því sem við verðum eldri er líklegt að vísbendingar um hugsanlega sjúkdóma geti komið fram. Þá má hafa skoðun til dæmis á fimm ára fresti fram að fimmtugu og ef til vill árlega eftir það. Þetta er heilsugæsla í verki.Þú græðir lífið Okkur kann að vaxa í augum umfangið á þessu. En lítum þá á hinn endann á heilbrigðiskerfinu. Hvað yrðu margir á sjúkrahúsi með virkri heilsugæslu? Hversu margir óvinnufærir heima? Hvað myndum við spara sem samfélag í kostnaði við sjúkrahúsmeðferðir og hvað myndum við vinna úti í atvinnulífinu? Grundvöllurinn er að efla rannsóknir sem munu aftur leiða til þess að fyrr verður hægt að grípa til aðgerða til að vinna bug á þeim. Og við getum strax gripið til aðgerða. Blái naglinn hyggst standa fyrir kaupum á þremur grunnrannsóknartækjum fyrir Landspítalann. Þetta eru tæki af nýjustu kynslóð greiningartækja, og geta komið auga á krabbamein fyrr en nú er mögulegt. Enn vantar 55 milljónir króna, margar hendur vinna létt verk. Þeir sem vilja taka þátt í þessu mikilvæga framtaki og styrkja grunnrannsóknir á krabbameinum á Landspítala geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar inn á reikning nr. 537-26-350350, kt. 450700-3390. Það hlýtur að vera markmið okkar, hvort heldur sem einstaklinga eða samfélags, að fylgjast með og koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma áður en alvarleg veikindi koma fram. Hvert og eitt okkar græðir heilsuna. Fátt er meira virði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar