Róbert: Ég geng stoltur frá borði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2016 18:27 Róbert á sínu síðasta stórmóti með íslenska landsliðinu í janúar á þessu ári. vísir/valli „Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. Það eru tæp 16 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland og nú 276 landsleikjum síðar er komið að því að henda landsliðsskónum upp í hillu. Hann verður því ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi. Ekki frekar en Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson sem einnig hafa hætt á þessu ári. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma. Það er erfitt að finna tímapunktinn hvenær sé best að hætta og ég held að það sé aldrei hægt að finna fullkominn tímapunkt.“ Róbert segir að eftir að hann flutti aftur til Danmerkur, þar sem hann spilar nú í Árósum, hafi hann fundið að það sé orðið erfiðara að taka þátt í landsliðsverkefnum „Það er erfitt að láta sig hverfa í mánuð. Maður þarf líka að axla ábyrgð heima hjá sér. Það er einn hlutur af mörgum. Það er líka kominn tími á að hleypa nýjum mönnum að. Ég er svo að hugsa um að lengja ferilinn. Það er margt sem kemur til.“Róbert í leik gegn Danmörku.vísir/gettyRóbert segir að landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, hafi haft fullan skilning á hans ákvörðun og borið virðingu fyrir henni. Hann sé alls ekki í neinni fýlu eftir að hafa ekki verið valinn í hópinn á dögunum. „Við áttum mjög gott spjall og engin leiðindi. Það er allt í góðu. Það var líka allt í góðu er hann valdi mig ekki. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef pælt í þessu í talsverðan tíma og ég held að þetta sé fínn tímapunktur til að stíga út. Mér líður vel með þetta,“ segir Róbert en ákvörðunin tengist heldur ekki því að herbergisfélagi hans til margra ára, Snorri Steinn Guðjónsson, sé einnig hættur í landsliðinu. „Fólk hlýtur að lesa á milli línanna að þetta sé ástæðan fyrir að ég hætti. Við bundumst blóðböndum fyrir 15 árum að hætta á sama tíma,“ segir Róbert léttur. Landsliðið hefur verið stór hluti af lífi Róberts í ansi langan tíma og hann segir að þess vegna sé það þeim mun erfiðara að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag,“ segir Róbert en hvernig heldur hann að tilfinningin verði er fyrsti leikur á HM hefst og hann verður bara heima hjá sér? „Það verður eflaust mjög sérstök tilfinning. Ég fann samt er ég var ekki með í síðasta verkefni að mér leið ekkert illa að vera ekki á staðnum. Það var staðfesting fyrir mig að ég væri kominn á endastöð og gæti verið sáttur við að hætta. Það er forréttindi að hafa verið hluti af þessu í öll þessi ár.“ Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. Það eru tæp 16 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland og nú 276 landsleikjum síðar er komið að því að henda landsliðsskónum upp í hillu. Hann verður því ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi. Ekki frekar en Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson sem einnig hafa hætt á þessu ári. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma. Það er erfitt að finna tímapunktinn hvenær sé best að hætta og ég held að það sé aldrei hægt að finna fullkominn tímapunkt.“ Róbert segir að eftir að hann flutti aftur til Danmerkur, þar sem hann spilar nú í Árósum, hafi hann fundið að það sé orðið erfiðara að taka þátt í landsliðsverkefnum „Það er erfitt að láta sig hverfa í mánuð. Maður þarf líka að axla ábyrgð heima hjá sér. Það er einn hlutur af mörgum. Það er líka kominn tími á að hleypa nýjum mönnum að. Ég er svo að hugsa um að lengja ferilinn. Það er margt sem kemur til.“Róbert í leik gegn Danmörku.vísir/gettyRóbert segir að landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, hafi haft fullan skilning á hans ákvörðun og borið virðingu fyrir henni. Hann sé alls ekki í neinni fýlu eftir að hafa ekki verið valinn í hópinn á dögunum. „Við áttum mjög gott spjall og engin leiðindi. Það er allt í góðu. Það var líka allt í góðu er hann valdi mig ekki. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef pælt í þessu í talsverðan tíma og ég held að þetta sé fínn tímapunktur til að stíga út. Mér líður vel með þetta,“ segir Róbert en ákvörðunin tengist heldur ekki því að herbergisfélagi hans til margra ára, Snorri Steinn Guðjónsson, sé einnig hættur í landsliðinu. „Fólk hlýtur að lesa á milli línanna að þetta sé ástæðan fyrir að ég hætti. Við bundumst blóðböndum fyrir 15 árum að hætta á sama tíma,“ segir Róbert léttur. Landsliðið hefur verið stór hluti af lífi Róberts í ansi langan tíma og hann segir að þess vegna sé það þeim mun erfiðara að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag,“ segir Róbert en hvernig heldur hann að tilfinningin verði er fyrsti leikur á HM hefst og hann verður bara heima hjá sér? „Það verður eflaust mjög sérstök tilfinning. Ég fann samt er ég var ekki með í síðasta verkefni að mér leið ekkert illa að vera ekki á staðnum. Það var staðfesting fyrir mig að ég væri kominn á endastöð og gæti verið sáttur við að hætta. Það er forréttindi að hafa verið hluti af þessu í öll þessi ár.“
Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09