Róbert: Ég geng stoltur frá borði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2016 18:27 Róbert á sínu síðasta stórmóti með íslenska landsliðinu í janúar á þessu ári. vísir/valli „Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. Það eru tæp 16 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland og nú 276 landsleikjum síðar er komið að því að henda landsliðsskónum upp í hillu. Hann verður því ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi. Ekki frekar en Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson sem einnig hafa hætt á þessu ári. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma. Það er erfitt að finna tímapunktinn hvenær sé best að hætta og ég held að það sé aldrei hægt að finna fullkominn tímapunkt.“ Róbert segir að eftir að hann flutti aftur til Danmerkur, þar sem hann spilar nú í Árósum, hafi hann fundið að það sé orðið erfiðara að taka þátt í landsliðsverkefnum „Það er erfitt að láta sig hverfa í mánuð. Maður þarf líka að axla ábyrgð heima hjá sér. Það er einn hlutur af mörgum. Það er líka kominn tími á að hleypa nýjum mönnum að. Ég er svo að hugsa um að lengja ferilinn. Það er margt sem kemur til.“Róbert í leik gegn Danmörku.vísir/gettyRóbert segir að landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, hafi haft fullan skilning á hans ákvörðun og borið virðingu fyrir henni. Hann sé alls ekki í neinni fýlu eftir að hafa ekki verið valinn í hópinn á dögunum. „Við áttum mjög gott spjall og engin leiðindi. Það er allt í góðu. Það var líka allt í góðu er hann valdi mig ekki. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef pælt í þessu í talsverðan tíma og ég held að þetta sé fínn tímapunktur til að stíga út. Mér líður vel með þetta,“ segir Róbert en ákvörðunin tengist heldur ekki því að herbergisfélagi hans til margra ára, Snorri Steinn Guðjónsson, sé einnig hættur í landsliðinu. „Fólk hlýtur að lesa á milli línanna að þetta sé ástæðan fyrir að ég hætti. Við bundumst blóðböndum fyrir 15 árum að hætta á sama tíma,“ segir Róbert léttur. Landsliðið hefur verið stór hluti af lífi Róberts í ansi langan tíma og hann segir að þess vegna sé það þeim mun erfiðara að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag,“ segir Róbert en hvernig heldur hann að tilfinningin verði er fyrsti leikur á HM hefst og hann verður bara heima hjá sér? „Það verður eflaust mjög sérstök tilfinning. Ég fann samt er ég var ekki með í síðasta verkefni að mér leið ekkert illa að vera ekki á staðnum. Það var staðfesting fyrir mig að ég væri kominn á endastöð og gæti verið sáttur við að hætta. Það er forréttindi að hafa verið hluti af þessu í öll þessi ár.“ Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. Það eru tæp 16 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland og nú 276 landsleikjum síðar er komið að því að henda landsliðsskónum upp í hillu. Hann verður því ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi. Ekki frekar en Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson sem einnig hafa hætt á þessu ári. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma. Það er erfitt að finna tímapunktinn hvenær sé best að hætta og ég held að það sé aldrei hægt að finna fullkominn tímapunkt.“ Róbert segir að eftir að hann flutti aftur til Danmerkur, þar sem hann spilar nú í Árósum, hafi hann fundið að það sé orðið erfiðara að taka þátt í landsliðsverkefnum „Það er erfitt að láta sig hverfa í mánuð. Maður þarf líka að axla ábyrgð heima hjá sér. Það er einn hlutur af mörgum. Það er líka kominn tími á að hleypa nýjum mönnum að. Ég er svo að hugsa um að lengja ferilinn. Það er margt sem kemur til.“Róbert í leik gegn Danmörku.vísir/gettyRóbert segir að landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, hafi haft fullan skilning á hans ákvörðun og borið virðingu fyrir henni. Hann sé alls ekki í neinni fýlu eftir að hafa ekki verið valinn í hópinn á dögunum. „Við áttum mjög gott spjall og engin leiðindi. Það er allt í góðu. Það var líka allt í góðu er hann valdi mig ekki. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef pælt í þessu í talsverðan tíma og ég held að þetta sé fínn tímapunktur til að stíga út. Mér líður vel með þetta,“ segir Róbert en ákvörðunin tengist heldur ekki því að herbergisfélagi hans til margra ára, Snorri Steinn Guðjónsson, sé einnig hættur í landsliðinu. „Fólk hlýtur að lesa á milli línanna að þetta sé ástæðan fyrir að ég hætti. Við bundumst blóðböndum fyrir 15 árum að hætta á sama tíma,“ segir Róbert léttur. Landsliðið hefur verið stór hluti af lífi Róberts í ansi langan tíma og hann segir að þess vegna sé það þeim mun erfiðara að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag,“ segir Róbert en hvernig heldur hann að tilfinningin verði er fyrsti leikur á HM hefst og hann verður bara heima hjá sér? „Það verður eflaust mjög sérstök tilfinning. Ég fann samt er ég var ekki með í síðasta verkefni að mér leið ekkert illa að vera ekki á staðnum. Það var staðfesting fyrir mig að ég væri kominn á endastöð og gæti verið sáttur við að hætta. Það er forréttindi að hafa verið hluti af þessu í öll þessi ár.“
Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09