Opið bréf til forseta Íslands Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Herra forseti Íslands. Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar. Núverandi stjórnarkreppa varpar ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar. Öll stjórnmál í nútíma samfélagi snúast um það hvort áhersla er lögð á félagslegar lausnir eða hvort markaður kapítalismans er látinn um að móta efnahagslífið og skiptingu samfélagslegra gæða. Undanfarna áratugi hefur markaðshyggjan stuðlað að ört vaxandi ójöfnuði á Íslandi og auknu braski á kostnað verðmætasköpunar. Þess vegna er nauðsynlegt að vinda ofan af markaðsvæðingunni með auknu vægi félagslegra lausna til að koma á jafnvægi og meiri jöfnuði í samfélaginu. Alþýðufylkingin kom til nýliðinna kosninga með ítarlega stefnuskrá, Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning. Aðrir flokkar hafa ýmist sett fram óljósar og samhengislausar hugmyndir eða eru beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti haldið áfram að raka saman gróða á kostnað alþýðunnar. Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra. Í samfélaginu er uppi hávær og réttmæt krafa um eflingu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt um árabil og verulegt átak þarf til að það rétti úr kútnum. Bæði þarf að koma til aukin félagsvæðing og þar með betri nýting fjármuna og einnig veruleg aukning fjárveitinga. Menntakerfið hefur verið fjársvelt lengi og stendur frammi fyrir alvarlegum vanda. Nauðsynlegt er að verja auknu fé til skólanna og grípa til margvíslegra úrræða til að afstýra vaxandi kennaraskorti, sem getur varað lengi að óbreyttu. Ýmsir flokkar taka undir nauðsyn þess að taka á þessum vandamálum, en Alþýðufylkingin ein hefur haldið á lofti nauðsyn þess að sækja peningana þangað sem þeir eru í raun og koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar. Án umbóta af þessu tagi verður velferðin ætíð afgangsstærð eftir að auðmenn hafa fleytt rjómann, og hrekst inn í vítahring einkavæðingar og niðurskurðar, hvað sem líður fögrum áformum. Forsetinn er kosinn af þjóðinni og er æðsti trúnaðarmaður hennar. Ábyrgð hans hnígur því að hagsmunum þjóðarinnar og auknum lífsgæðum hennar. Í ljósi þess áréttum við hvatningu um að Alþýðufylkingunni verði falið að mynda utanþingsstjórn til að koma á jafnvægi og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Herra forseti Íslands. Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar. Núverandi stjórnarkreppa varpar ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar. Öll stjórnmál í nútíma samfélagi snúast um það hvort áhersla er lögð á félagslegar lausnir eða hvort markaður kapítalismans er látinn um að móta efnahagslífið og skiptingu samfélagslegra gæða. Undanfarna áratugi hefur markaðshyggjan stuðlað að ört vaxandi ójöfnuði á Íslandi og auknu braski á kostnað verðmætasköpunar. Þess vegna er nauðsynlegt að vinda ofan af markaðsvæðingunni með auknu vægi félagslegra lausna til að koma á jafnvægi og meiri jöfnuði í samfélaginu. Alþýðufylkingin kom til nýliðinna kosninga með ítarlega stefnuskrá, Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning. Aðrir flokkar hafa ýmist sett fram óljósar og samhengislausar hugmyndir eða eru beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti haldið áfram að raka saman gróða á kostnað alþýðunnar. Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra. Í samfélaginu er uppi hávær og réttmæt krafa um eflingu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt um árabil og verulegt átak þarf til að það rétti úr kútnum. Bæði þarf að koma til aukin félagsvæðing og þar með betri nýting fjármuna og einnig veruleg aukning fjárveitinga. Menntakerfið hefur verið fjársvelt lengi og stendur frammi fyrir alvarlegum vanda. Nauðsynlegt er að verja auknu fé til skólanna og grípa til margvíslegra úrræða til að afstýra vaxandi kennaraskorti, sem getur varað lengi að óbreyttu. Ýmsir flokkar taka undir nauðsyn þess að taka á þessum vandamálum, en Alþýðufylkingin ein hefur haldið á lofti nauðsyn þess að sækja peningana þangað sem þeir eru í raun og koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar. Án umbóta af þessu tagi verður velferðin ætíð afgangsstærð eftir að auðmenn hafa fleytt rjómann, og hrekst inn í vítahring einkavæðingar og niðurskurðar, hvað sem líður fögrum áformum. Forsetinn er kosinn af þjóðinni og er æðsti trúnaðarmaður hennar. Ábyrgð hans hnígur því að hagsmunum þjóðarinnar og auknum lífsgæðum hennar. Í ljósi þess áréttum við hvatningu um að Alþýðufylkingunni verði falið að mynda utanþingsstjórn til að koma á jafnvægi og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar