Kerfið stjórnar Gunnlaugur Stefánsson skrifar 2. desember 2016 07:00 Kerfin eiga að þjóna fólkinu. En það getur breyst fljótt, ef kerfið er farið að snúast um að viðhalda sjálfu sér. Þá verður til skipulag með innbyggðum hvata um að verja fjárhagslega stöðu sína óháð þjónustunni við fólkið. Þar skapast lítið svigrúm svo hjartað megi einhverju ráða. Hér er ekki við starfsfólkið að sakast sem líður líka fyrir kerfishyggjuna. Margrét var rúmlega áttræð. Á einu ári var hún flutt þrisvar sinnum með sjúkrabifreið meðvitundarlítil af heimili sínu á bráðamóttökuna á Landspítalanum. Þar var alltaf tekið á móti henni af alúð. Eftir nákvæma skoðun var aðstandendum sagt að hún þjáðist af vannæringu og ofþornun. Síðan var henni komið fyrir á deild á sjúkrahúsinu. Það tók Margréti drjúgan tíma að safna þreki á ný og á meðan gat hún ekki verið heima hjá sér. Á einu ári dvaldi Margrét á sex heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, stundum með viðdvöl heima hjá sér á milli flutninga. En allar nýjar innlagnir áttu sameiginlegt, að á móti henni var tekið eins og hún hefði aldrei verið í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Sömu spurningar, nýgerðar rannsóknir endurteknar, fleiri skýrslur, aftur og aftur, jafnvel þó hún hafi verið flutt beint af einni sjúkradeild á aðra. Múrar á milli stofnana og deilda voru rammgerðir. Hvergi nokkurs staðar var að finna aðila í kerfinu sem bar ábyrgð með heildarsýn yfir samskipti Margrétar við heilbrigðiskerfið. Mikið er nú íslenska heilbrigðiskerfið vel efnum búið að geta stundað svona rekstur. Seint um síðir komst Margrét í gegnum frumskóg kerfisins til varanlegrar dvalar á heimili aldraðra og bjó þar við ágæta heilsu um árabil. Þar var séð um að hún fengi nóg að borða og drekka, naut tómstunda og samfélags. Fólkið að störfum hafði svigrúm til að leyfa hjartanu að slá með heimilisfólki, skynja þarfir þess og aðstæður, en lét ekki flókna kerfiskróka stjórna öllum háttum og skipulagi. Væri ekki ráð, að horfa sér nær og spyrja stundum hvort kerfið sé æðra en þjónustan við fólkið? Það gæti kannski líka leitt til þess að fjármunir nýttust betur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kerfin eiga að þjóna fólkinu. En það getur breyst fljótt, ef kerfið er farið að snúast um að viðhalda sjálfu sér. Þá verður til skipulag með innbyggðum hvata um að verja fjárhagslega stöðu sína óháð þjónustunni við fólkið. Þar skapast lítið svigrúm svo hjartað megi einhverju ráða. Hér er ekki við starfsfólkið að sakast sem líður líka fyrir kerfishyggjuna. Margrét var rúmlega áttræð. Á einu ári var hún flutt þrisvar sinnum með sjúkrabifreið meðvitundarlítil af heimili sínu á bráðamóttökuna á Landspítalanum. Þar var alltaf tekið á móti henni af alúð. Eftir nákvæma skoðun var aðstandendum sagt að hún þjáðist af vannæringu og ofþornun. Síðan var henni komið fyrir á deild á sjúkrahúsinu. Það tók Margréti drjúgan tíma að safna þreki á ný og á meðan gat hún ekki verið heima hjá sér. Á einu ári dvaldi Margrét á sex heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, stundum með viðdvöl heima hjá sér á milli flutninga. En allar nýjar innlagnir áttu sameiginlegt, að á móti henni var tekið eins og hún hefði aldrei verið í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Sömu spurningar, nýgerðar rannsóknir endurteknar, fleiri skýrslur, aftur og aftur, jafnvel þó hún hafi verið flutt beint af einni sjúkradeild á aðra. Múrar á milli stofnana og deilda voru rammgerðir. Hvergi nokkurs staðar var að finna aðila í kerfinu sem bar ábyrgð með heildarsýn yfir samskipti Margrétar við heilbrigðiskerfið. Mikið er nú íslenska heilbrigðiskerfið vel efnum búið að geta stundað svona rekstur. Seint um síðir komst Margrét í gegnum frumskóg kerfisins til varanlegrar dvalar á heimili aldraðra og bjó þar við ágæta heilsu um árabil. Þar var séð um að hún fengi nóg að borða og drekka, naut tómstunda og samfélags. Fólkið að störfum hafði svigrúm til að leyfa hjartanu að slá með heimilisfólki, skynja þarfir þess og aðstæður, en lét ekki flókna kerfiskróka stjórna öllum háttum og skipulagi. Væri ekki ráð, að horfa sér nær og spyrja stundum hvort kerfið sé æðra en þjónustan við fólkið? Það gæti kannski líka leitt til þess að fjármunir nýttust betur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar