Dylgjudraugurinn Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 2. desember 2016 11:37 Blaðamennska Morgunblaðsins náði nýjum lægðum á miðvikudaginn (30. nóvember) með birtingu fréttar um ákæru embættis ríkissaksóknara á hendur fyrrverandi lögreglumanni og starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar. Blaðinu tekst á afar langsóttan og lágkúrulegan hátt að tengja mann minn Ólaf Ólafsson við þetta mál. Eftir því sem ég get lesið úr fréttinni, sem skrifuð er af Þorsteini Ásgrímssyni nýjum aðstoðarfréttastjóra mbl.is, snýst málið um að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafi reynt að fá skýrslu um Kaupþing banka, sem var trúnaðarmál, afhenta gegn greiðslu. Þorsteinn upplýsir að eigendur Öryggismiðstöðvarinnar séu helstu stjórnendur félagsins með 40% og að 60% séu í eigu Hjörleifs Jakobssonar. Síðan eyðir Þorsteinn töluverðu púðri í að tengja þá Ólaf og Hjörleif viðskiptaböndum og dregur upp tengsl Ólafs við Kaupþing og Al Thani málið. Niðurstöðuna lætur hann lesendum eftir að finna út úr og er nokkuð augljóst að hún á að vera sú að Ólafur hljóti að vera á bak við verknaðinn. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið í dag þá kemur fram í vitnaskýrslum, sem teknar voru af einstaklingum er tengjast málinu, að sá sem reyndi að kaupa þessi gögn er breskur kaupsýslumaður sem hefur engin tengsl við Ólaf. Þá hefur Ólafur engin tengsl við Öryggismiðstöðina og er ekki aðili að þessu sakamáli, hvorki sem vitni né sakborningur. Ef áhugi var fyrir hendi þá hefði Þorsteinn getað leitað upplýsinga um þetta einfaldlega með því að tala við hlutaðeigandi aðila. En sá áhugi var greinilega ekki fyrir hendi hjá blaðamanni, því þar með hefði tilgangurinn, sem var að bendla Ólaf við málið, verið fyrir bí. Aðferðafræði blaðamannsins er vel þekkt. Hann gætir þess að segja aldrei með berum orðum að Ólafur Ólafsson standi á bak við málið. Hann gætir þess að allt sem hann skrifar er varðar Ólaf sé fræðilega rétt. Hins vegar er alveg ljóst hvaða skilning hann vill að lesandinn leggi í samsuðuna. Þetta kallast dylgjur sem ég taldi að Morgunblaðið viðhefði ekki í sínum fréttaflutningi. Svar ritstjóra blaðsins vegna innsendrar athugasemdar við fréttina, er að blaðið „standi við fréttina“. Standi við hvað? Dylgjurnar, aðdróttanirnar og slúðrið? Svona blaðamennska dæmir sig sjálf og sýnir hversu lágt blaðamaður og ritstjóri eru tilbúnir að leggjast í þeim tilgangi að leggja stein í götu manna sem sitja varnarlausir undir ávirðingunum. Mikil er þeirra skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Blaðamennska Morgunblaðsins náði nýjum lægðum á miðvikudaginn (30. nóvember) með birtingu fréttar um ákæru embættis ríkissaksóknara á hendur fyrrverandi lögreglumanni og starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar. Blaðinu tekst á afar langsóttan og lágkúrulegan hátt að tengja mann minn Ólaf Ólafsson við þetta mál. Eftir því sem ég get lesið úr fréttinni, sem skrifuð er af Þorsteini Ásgrímssyni nýjum aðstoðarfréttastjóra mbl.is, snýst málið um að starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar hafi reynt að fá skýrslu um Kaupþing banka, sem var trúnaðarmál, afhenta gegn greiðslu. Þorsteinn upplýsir að eigendur Öryggismiðstöðvarinnar séu helstu stjórnendur félagsins með 40% og að 60% séu í eigu Hjörleifs Jakobssonar. Síðan eyðir Þorsteinn töluverðu púðri í að tengja þá Ólaf og Hjörleif viðskiptaböndum og dregur upp tengsl Ólafs við Kaupþing og Al Thani málið. Niðurstöðuna lætur hann lesendum eftir að finna út úr og er nokkuð augljóst að hún á að vera sú að Ólafur hljóti að vera á bak við verknaðinn. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið í dag þá kemur fram í vitnaskýrslum, sem teknar voru af einstaklingum er tengjast málinu, að sá sem reyndi að kaupa þessi gögn er breskur kaupsýslumaður sem hefur engin tengsl við Ólaf. Þá hefur Ólafur engin tengsl við Öryggismiðstöðina og er ekki aðili að þessu sakamáli, hvorki sem vitni né sakborningur. Ef áhugi var fyrir hendi þá hefði Þorsteinn getað leitað upplýsinga um þetta einfaldlega með því að tala við hlutaðeigandi aðila. En sá áhugi var greinilega ekki fyrir hendi hjá blaðamanni, því þar með hefði tilgangurinn, sem var að bendla Ólaf við málið, verið fyrir bí. Aðferðafræði blaðamannsins er vel þekkt. Hann gætir þess að segja aldrei með berum orðum að Ólafur Ólafsson standi á bak við málið. Hann gætir þess að allt sem hann skrifar er varðar Ólaf sé fræðilega rétt. Hins vegar er alveg ljóst hvaða skilning hann vill að lesandinn leggi í samsuðuna. Þetta kallast dylgjur sem ég taldi að Morgunblaðið viðhefði ekki í sínum fréttaflutningi. Svar ritstjóra blaðsins vegna innsendrar athugasemdar við fréttina, er að blaðið „standi við fréttina“. Standi við hvað? Dylgjurnar, aðdróttanirnar og slúðrið? Svona blaðamennska dæmir sig sjálf og sýnir hversu lágt blaðamaður og ritstjóri eru tilbúnir að leggjast í þeim tilgangi að leggja stein í götu manna sem sitja varnarlausir undir ávirðingunum. Mikil er þeirra skömm.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar