Valsmenn slógu annað úrvalsdeildarlið út úr bikarnum | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:18 Valsmenn fagna í kvöld. Vísir/Ernir 1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira