Valsmenn slógu annað úrvalsdeildarlið út úr bikarnum | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 21:18 Valsmenn fagna í kvöld. Vísir/Ernir 1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
1. deildarlið Valsmanna heldur áfram að koma á óvart í Maltbikar karla í körfubolta en liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eftir þriggja stiga sigur á Domino´s deildar liði Skallagríms, 108-105.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum flottum myndum hér fyrir ofan. Valsliðið sló Snæfell út úr 32 liða úrslitum keppninnar og hefur því þegar endað bikardrauma tveggja úrvalsdeildarliði á þessu tímabili. Það er stefnir því í mikið bikarævintýri hjá lærisveinum Ágústs Björgvinssonar í vetur. Urald King var með 28 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og x varin skot fyrir Valsmenn, Benedikt Blöndal skoraði 19 stig og Austin Magnus Bracey bætti við 16 stigum og 9 stoðsendingum. Flenard Whitfield átti stórleik fyrir Borgarnesliðið en 38 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar voru ekki nóg. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 23 stig (6 þristar) og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Valsmenn skoruðu 28 stig í fyrsta leikhluta (28-22) og voru sautján stigum yfir í hálfleik, 62-45. Valsliðið var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 88-74, og með fimmtán stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir, 102-87. Skallagrímsmenn skoruðu þá tíu stig í röð og minnkuðu muninn í fimm stig, 102-97. Lokamínúturnar urðu því æsispennandi en Magnús Þór Gunnarsson var heitur í lokin. Valsmenn náðu að halda út og tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Grindavík og KR komust einnig áfram í bikarnum í kvöld. Áður höfðu Domino´s deildar liðin Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Haukar og 1. deildarliðin Höttur og FSu tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það verður dregið í átta liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á morgun. Í pottinum verðaÁtta liða úrslit Maltbikars karla:Domino´s deildin (5): KR, Grindavík, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Haukar.1. deildin (3): Valur, Höttur, FSu.Átta liða úrslit Maltbikars kvenna:Domino´s deildin (6): Grindavík, Snæfell, Stjarnan, Keflavík, Skallagrímur, Haukar1. deildin (2): Breiðablik, KRÚrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Maltbikar karla:Valur-Skallagrímur 108-105 (28-22, 34-28, 26-24, 20-31)Valur: Urald King 28/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Benedikt Blöndal 19, Austin Magnus Bracey 16/9 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Auðunsson 11/7 fráköst, Illugi Steingrímsson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 36/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 23, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/9 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 11, Darrell Flake 6, Kristján Örn Ómarsson 4/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7.ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1.KR-Fjölnir 115-65 (36-24, 22-16, 33-15, 24-10)KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 21, Cedrick Taylor Bowen 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/6 fráköst, Darri Hilmarsson 6/8 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigvaldi Eggertsson 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Arnór Hermannsson 2.Fjölnir: Collin Anthony Pryor 18/8 fráköst, Egill Egilsson 11, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Sindri Már Kárason 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 4, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira