Forðumst sleifarlag Bjarnfreður Ólafsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Undanfarið hafa birst fréttir um eignir og meint vanhæfi nokkurra Hæstaréttardómara. Deila má um starfsaðferðir nefndar um dómarastörf, meint vanhæfi dómaranna, heimild þeirra til fjárfestinga í stórum félögum á markaði og tímasetningar á sölum. Hvað sem því líður þá ættu menn að vera sammála um að verklagið er ótækt. Það grefur enn frekar undan trausti almennings á dómstólum.Nokkur dæmi úr framkvæmdÞað hjálpar ekki umræðunni nú að ýmislegt einkennilegt hefur komið upp í réttarframkvæmd svokallaðra hrunmála á undanförnum árum. Nokkur dæmi af handahófi: Saksóknarar ákæra menn þó þeir hafi gögn undir höndum sem fara gegn fullyrðingum þeirra í ákæru – jafnvel sanna sakleysi sakborninga. Þegar ríkissaksóknari fer yfir kærur vegna slíkra starfshátta rannsóknaraðila þá vísar hún þeim frá en tekur undir að svona „sleifarlag“ sé óheppilegt. Tilteknir eftirlitsaðilar virðast hafa sent inn kærur án lagaheimildar og jafnvel með rökstuðningi sem fer gegn gögnum sem þeir sjálfir hafa undir höndum. Meint brot þessara aðila geta fyrnst fljótt, eða á einu ári, og því yfirleitt ekkert við þeim að gera. Héraðsdómarar hafa veitt sérstökum saksóknara heimildir til húsleitar og símhlerana sem standast svo ekki skoðun þegar inngrip rannsakenda er yfirstaðið. Bankamenn eru dæmdir til fangelsisvistar fyrir umboðssvik þó þeir hafi ekki brotið gegn settum reglum. Búin er til ný regla um „brot gegn óskráðum reglum“. Stjórnarformaður banka er dæmdur sekur þó engin gögn finnist í málinu sem tengja hann við sakarefnið samkvæmt ákæru. Hæstaréttardómarar túlka lög um meinta refsiverða markaðsmisnotkun með gagnályktun frá ákvæðum laga og er krafan um skýrleika refsiheimilda þá orðin ansi teygð. Rökstutt hefur verið að menn séu sakfelldir fyrir annað en þeir eru ákærður fyrir, þ.m.t. í tengslum við innherjasvik. Hæstiréttur sakfellir bankamenn með túlkun á gögnum sem aldrei voru rædd undir rekstri máls. Þrátt fyrir orðalag stjórnarskrár og áður óumdeilda grundvallarreglu sakamálaréttarfars um að refsing geti eingöngu byggst á lögum þar sem allur vafi um túlkun skuli skýrður sakborningi í hag þá lýsir dómari því opinberlega yfir að túlkun refsiheimilda geti stuðst við tíðaranda og vilja samfélagsins á þeim tíma er dómur er upp kveðinn.Ófullkomnir bankamennUmræddir ákærendur og dómarar hafa ekki haft skilning á „sleifarlagi“ bankamanna í aðdraganda hrunsins. Skiptir þá litlu máli þó þeir hafi unnið undir miklum þrýstingi í langan tíma en að lokum þurft að játa sig sigraða þegar bankarnir hrundu í október 2008 – og í flestum tilvikum ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi. Augljóslega var pottur brotinn fyrir hrun, hvort heldur það varðar grundvöll rekstrar bankanna, einstaka ákvarðanir stjórnenda þeirra, eftirlit með bönkunum, stjórnun peningamála, forsendur matsfyrirtækja, andvaraleysi stjórnmálamanna og aukna skulda- og áhættusækni almennings. En hvað bankamennina (og alla aðra) varðar þá er stór munur á því að hafa rangt fyrir sér eða fremja vísvitandi refsiverð brot.Grundvöllur réttarríkisinsSú grundvallarhugsun réttarríkisins að betra sé að sekur maður gangi laus en að saklaus sitji í fangelsi virðist því miður að einhverju leyti hafa gleymst eða verið ýtt til hliðar við meðhöndlun hrunmála. Sama á við um meginregluna um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma.Grunaður í áratug?Af þessum málum hef ég persónulega reynslu og þá ekki bara sem lögmaður. Ég var stjórnarmaður í Kaupþingi banka frá árinu 2003 og til falls bankans í október 2008. Af þeim sökum hef ég verið yfirheyrður í mörg ár um allt og ekki neitt en aldrei verið ákærður fyrir stjórnarstörf mín hjá Kaupþingi. Ég hef þó verið með stöðu grunaðs manns frá árinu 2009. Ég er því í hópi fjölmargra sem hefur verið haldið í svona stöðu svo árum skiptir. Í mínu tilfelli nær þetta tímabil bráðum áratug. Þá var ég ákærður vegna starfa minna sem lögmaður í svokölluðu Exista-máli. Um það kostulega mál geta áhugasamir nálgast allar upplýsingar á vefsíðunni www.einsaer.is.Endurheimt traust á dómstólumÞótt margt gott starf sé unnið hjá dómstólum landsins þá er ástand réttarkerfisins nú óboðlegt. Það verður að búa sómasamlega að dómstólum. Það þarf að tryggja sjálfstæði dómara en umfram allt að virkt eftirlit sé með störfum þeirra – eins og viðgengst í nágrannalöndum. Dómarar ættu að fagna tillögum um aukið eftirlit og gagnsæi um störf þeirra og eignir. Hlutleysi þeirra verður að vera hafið yfir allan vafa. Öðruvísi munu dómstólar ekki öðlast nauðsynlega virðingu og traust í samfélaginu. Dómurum ber jafnframt að hafa virkt eftirlit með saksóknurum, sér í lagi þegar lögmenn sakborninga hafa ekki aðkomu að ákvörðunum dómara. Ef út af bregður þarf ábyrgð bæði dómara og saksóknara að vera raunveruleg. Nú ber enginn þessara aðila ábyrgð á nokkrum hlut og allt reddast einhvern veginn á sleifarlaginu – nema fjölmiðlar komist að einhverju óþægilegu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst fréttir um eignir og meint vanhæfi nokkurra Hæstaréttardómara. Deila má um starfsaðferðir nefndar um dómarastörf, meint vanhæfi dómaranna, heimild þeirra til fjárfestinga í stórum félögum á markaði og tímasetningar á sölum. Hvað sem því líður þá ættu menn að vera sammála um að verklagið er ótækt. Það grefur enn frekar undan trausti almennings á dómstólum.Nokkur dæmi úr framkvæmdÞað hjálpar ekki umræðunni nú að ýmislegt einkennilegt hefur komið upp í réttarframkvæmd svokallaðra hrunmála á undanförnum árum. Nokkur dæmi af handahófi: Saksóknarar ákæra menn þó þeir hafi gögn undir höndum sem fara gegn fullyrðingum þeirra í ákæru – jafnvel sanna sakleysi sakborninga. Þegar ríkissaksóknari fer yfir kærur vegna slíkra starfshátta rannsóknaraðila þá vísar hún þeim frá en tekur undir að svona „sleifarlag“ sé óheppilegt. Tilteknir eftirlitsaðilar virðast hafa sent inn kærur án lagaheimildar og jafnvel með rökstuðningi sem fer gegn gögnum sem þeir sjálfir hafa undir höndum. Meint brot þessara aðila geta fyrnst fljótt, eða á einu ári, og því yfirleitt ekkert við þeim að gera. Héraðsdómarar hafa veitt sérstökum saksóknara heimildir til húsleitar og símhlerana sem standast svo ekki skoðun þegar inngrip rannsakenda er yfirstaðið. Bankamenn eru dæmdir til fangelsisvistar fyrir umboðssvik þó þeir hafi ekki brotið gegn settum reglum. Búin er til ný regla um „brot gegn óskráðum reglum“. Stjórnarformaður banka er dæmdur sekur þó engin gögn finnist í málinu sem tengja hann við sakarefnið samkvæmt ákæru. Hæstaréttardómarar túlka lög um meinta refsiverða markaðsmisnotkun með gagnályktun frá ákvæðum laga og er krafan um skýrleika refsiheimilda þá orðin ansi teygð. Rökstutt hefur verið að menn séu sakfelldir fyrir annað en þeir eru ákærður fyrir, þ.m.t. í tengslum við innherjasvik. Hæstiréttur sakfellir bankamenn með túlkun á gögnum sem aldrei voru rædd undir rekstri máls. Þrátt fyrir orðalag stjórnarskrár og áður óumdeilda grundvallarreglu sakamálaréttarfars um að refsing geti eingöngu byggst á lögum þar sem allur vafi um túlkun skuli skýrður sakborningi í hag þá lýsir dómari því opinberlega yfir að túlkun refsiheimilda geti stuðst við tíðaranda og vilja samfélagsins á þeim tíma er dómur er upp kveðinn.Ófullkomnir bankamennUmræddir ákærendur og dómarar hafa ekki haft skilning á „sleifarlagi“ bankamanna í aðdraganda hrunsins. Skiptir þá litlu máli þó þeir hafi unnið undir miklum þrýstingi í langan tíma en að lokum þurft að játa sig sigraða þegar bankarnir hrundu í október 2008 – og í flestum tilvikum ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi. Augljóslega var pottur brotinn fyrir hrun, hvort heldur það varðar grundvöll rekstrar bankanna, einstaka ákvarðanir stjórnenda þeirra, eftirlit með bönkunum, stjórnun peningamála, forsendur matsfyrirtækja, andvaraleysi stjórnmálamanna og aukna skulda- og áhættusækni almennings. En hvað bankamennina (og alla aðra) varðar þá er stór munur á því að hafa rangt fyrir sér eða fremja vísvitandi refsiverð brot.Grundvöllur réttarríkisinsSú grundvallarhugsun réttarríkisins að betra sé að sekur maður gangi laus en að saklaus sitji í fangelsi virðist því miður að einhverju leyti hafa gleymst eða verið ýtt til hliðar við meðhöndlun hrunmála. Sama á við um meginregluna um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma.Grunaður í áratug?Af þessum málum hef ég persónulega reynslu og þá ekki bara sem lögmaður. Ég var stjórnarmaður í Kaupþingi banka frá árinu 2003 og til falls bankans í október 2008. Af þeim sökum hef ég verið yfirheyrður í mörg ár um allt og ekki neitt en aldrei verið ákærður fyrir stjórnarstörf mín hjá Kaupþingi. Ég hef þó verið með stöðu grunaðs manns frá árinu 2009. Ég er því í hópi fjölmargra sem hefur verið haldið í svona stöðu svo árum skiptir. Í mínu tilfelli nær þetta tímabil bráðum áratug. Þá var ég ákærður vegna starfa minna sem lögmaður í svokölluðu Exista-máli. Um það kostulega mál geta áhugasamir nálgast allar upplýsingar á vefsíðunni www.einsaer.is.Endurheimt traust á dómstólumÞótt margt gott starf sé unnið hjá dómstólum landsins þá er ástand réttarkerfisins nú óboðlegt. Það verður að búa sómasamlega að dómstólum. Það þarf að tryggja sjálfstæði dómara en umfram allt að virkt eftirlit sé með störfum þeirra – eins og viðgengst í nágrannalöndum. Dómarar ættu að fagna tillögum um aukið eftirlit og gagnsæi um störf þeirra og eignir. Hlutleysi þeirra verður að vera hafið yfir allan vafa. Öðruvísi munu dómstólar ekki öðlast nauðsynlega virðingu og traust í samfélaginu. Dómurum ber jafnframt að hafa virkt eftirlit með saksóknurum, sér í lagi þegar lögmenn sakborninga hafa ekki aðkomu að ákvörðunum dómara. Ef út af bregður þarf ábyrgð bæði dómara og saksóknara að vera raunveruleg. Nú ber enginn þessara aðila ábyrgð á nokkrum hlut og allt reddast einhvern veginn á sleifarlaginu – nema fjölmiðlar komist að einhverju óþægilegu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun