Forðumst sleifarlag Bjarnfreður Ólafsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Undanfarið hafa birst fréttir um eignir og meint vanhæfi nokkurra Hæstaréttardómara. Deila má um starfsaðferðir nefndar um dómarastörf, meint vanhæfi dómaranna, heimild þeirra til fjárfestinga í stórum félögum á markaði og tímasetningar á sölum. Hvað sem því líður þá ættu menn að vera sammála um að verklagið er ótækt. Það grefur enn frekar undan trausti almennings á dómstólum.Nokkur dæmi úr framkvæmdÞað hjálpar ekki umræðunni nú að ýmislegt einkennilegt hefur komið upp í réttarframkvæmd svokallaðra hrunmála á undanförnum árum. Nokkur dæmi af handahófi: Saksóknarar ákæra menn þó þeir hafi gögn undir höndum sem fara gegn fullyrðingum þeirra í ákæru – jafnvel sanna sakleysi sakborninga. Þegar ríkissaksóknari fer yfir kærur vegna slíkra starfshátta rannsóknaraðila þá vísar hún þeim frá en tekur undir að svona „sleifarlag“ sé óheppilegt. Tilteknir eftirlitsaðilar virðast hafa sent inn kærur án lagaheimildar og jafnvel með rökstuðningi sem fer gegn gögnum sem þeir sjálfir hafa undir höndum. Meint brot þessara aðila geta fyrnst fljótt, eða á einu ári, og því yfirleitt ekkert við þeim að gera. Héraðsdómarar hafa veitt sérstökum saksóknara heimildir til húsleitar og símhlerana sem standast svo ekki skoðun þegar inngrip rannsakenda er yfirstaðið. Bankamenn eru dæmdir til fangelsisvistar fyrir umboðssvik þó þeir hafi ekki brotið gegn settum reglum. Búin er til ný regla um „brot gegn óskráðum reglum“. Stjórnarformaður banka er dæmdur sekur þó engin gögn finnist í málinu sem tengja hann við sakarefnið samkvæmt ákæru. Hæstaréttardómarar túlka lög um meinta refsiverða markaðsmisnotkun með gagnályktun frá ákvæðum laga og er krafan um skýrleika refsiheimilda þá orðin ansi teygð. Rökstutt hefur verið að menn séu sakfelldir fyrir annað en þeir eru ákærður fyrir, þ.m.t. í tengslum við innherjasvik. Hæstiréttur sakfellir bankamenn með túlkun á gögnum sem aldrei voru rædd undir rekstri máls. Þrátt fyrir orðalag stjórnarskrár og áður óumdeilda grundvallarreglu sakamálaréttarfars um að refsing geti eingöngu byggst á lögum þar sem allur vafi um túlkun skuli skýrður sakborningi í hag þá lýsir dómari því opinberlega yfir að túlkun refsiheimilda geti stuðst við tíðaranda og vilja samfélagsins á þeim tíma er dómur er upp kveðinn.Ófullkomnir bankamennUmræddir ákærendur og dómarar hafa ekki haft skilning á „sleifarlagi“ bankamanna í aðdraganda hrunsins. Skiptir þá litlu máli þó þeir hafi unnið undir miklum þrýstingi í langan tíma en að lokum þurft að játa sig sigraða þegar bankarnir hrundu í október 2008 – og í flestum tilvikum ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi. Augljóslega var pottur brotinn fyrir hrun, hvort heldur það varðar grundvöll rekstrar bankanna, einstaka ákvarðanir stjórnenda þeirra, eftirlit með bönkunum, stjórnun peningamála, forsendur matsfyrirtækja, andvaraleysi stjórnmálamanna og aukna skulda- og áhættusækni almennings. En hvað bankamennina (og alla aðra) varðar þá er stór munur á því að hafa rangt fyrir sér eða fremja vísvitandi refsiverð brot.Grundvöllur réttarríkisinsSú grundvallarhugsun réttarríkisins að betra sé að sekur maður gangi laus en að saklaus sitji í fangelsi virðist því miður að einhverju leyti hafa gleymst eða verið ýtt til hliðar við meðhöndlun hrunmála. Sama á við um meginregluna um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma.Grunaður í áratug?Af þessum málum hef ég persónulega reynslu og þá ekki bara sem lögmaður. Ég var stjórnarmaður í Kaupþingi banka frá árinu 2003 og til falls bankans í október 2008. Af þeim sökum hef ég verið yfirheyrður í mörg ár um allt og ekki neitt en aldrei verið ákærður fyrir stjórnarstörf mín hjá Kaupþingi. Ég hef þó verið með stöðu grunaðs manns frá árinu 2009. Ég er því í hópi fjölmargra sem hefur verið haldið í svona stöðu svo árum skiptir. Í mínu tilfelli nær þetta tímabil bráðum áratug. Þá var ég ákærður vegna starfa minna sem lögmaður í svokölluðu Exista-máli. Um það kostulega mál geta áhugasamir nálgast allar upplýsingar á vefsíðunni www.einsaer.is.Endurheimt traust á dómstólumÞótt margt gott starf sé unnið hjá dómstólum landsins þá er ástand réttarkerfisins nú óboðlegt. Það verður að búa sómasamlega að dómstólum. Það þarf að tryggja sjálfstæði dómara en umfram allt að virkt eftirlit sé með störfum þeirra – eins og viðgengst í nágrannalöndum. Dómarar ættu að fagna tillögum um aukið eftirlit og gagnsæi um störf þeirra og eignir. Hlutleysi þeirra verður að vera hafið yfir allan vafa. Öðruvísi munu dómstólar ekki öðlast nauðsynlega virðingu og traust í samfélaginu. Dómurum ber jafnframt að hafa virkt eftirlit með saksóknurum, sér í lagi þegar lögmenn sakborninga hafa ekki aðkomu að ákvörðunum dómara. Ef út af bregður þarf ábyrgð bæði dómara og saksóknara að vera raunveruleg. Nú ber enginn þessara aðila ábyrgð á nokkrum hlut og allt reddast einhvern veginn á sleifarlaginu – nema fjölmiðlar komist að einhverju óþægilegu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst fréttir um eignir og meint vanhæfi nokkurra Hæstaréttardómara. Deila má um starfsaðferðir nefndar um dómarastörf, meint vanhæfi dómaranna, heimild þeirra til fjárfestinga í stórum félögum á markaði og tímasetningar á sölum. Hvað sem því líður þá ættu menn að vera sammála um að verklagið er ótækt. Það grefur enn frekar undan trausti almennings á dómstólum.Nokkur dæmi úr framkvæmdÞað hjálpar ekki umræðunni nú að ýmislegt einkennilegt hefur komið upp í réttarframkvæmd svokallaðra hrunmála á undanförnum árum. Nokkur dæmi af handahófi: Saksóknarar ákæra menn þó þeir hafi gögn undir höndum sem fara gegn fullyrðingum þeirra í ákæru – jafnvel sanna sakleysi sakborninga. Þegar ríkissaksóknari fer yfir kærur vegna slíkra starfshátta rannsóknaraðila þá vísar hún þeim frá en tekur undir að svona „sleifarlag“ sé óheppilegt. Tilteknir eftirlitsaðilar virðast hafa sent inn kærur án lagaheimildar og jafnvel með rökstuðningi sem fer gegn gögnum sem þeir sjálfir hafa undir höndum. Meint brot þessara aðila geta fyrnst fljótt, eða á einu ári, og því yfirleitt ekkert við þeim að gera. Héraðsdómarar hafa veitt sérstökum saksóknara heimildir til húsleitar og símhlerana sem standast svo ekki skoðun þegar inngrip rannsakenda er yfirstaðið. Bankamenn eru dæmdir til fangelsisvistar fyrir umboðssvik þó þeir hafi ekki brotið gegn settum reglum. Búin er til ný regla um „brot gegn óskráðum reglum“. Stjórnarformaður banka er dæmdur sekur þó engin gögn finnist í málinu sem tengja hann við sakarefnið samkvæmt ákæru. Hæstaréttardómarar túlka lög um meinta refsiverða markaðsmisnotkun með gagnályktun frá ákvæðum laga og er krafan um skýrleika refsiheimilda þá orðin ansi teygð. Rökstutt hefur verið að menn séu sakfelldir fyrir annað en þeir eru ákærður fyrir, þ.m.t. í tengslum við innherjasvik. Hæstiréttur sakfellir bankamenn með túlkun á gögnum sem aldrei voru rædd undir rekstri máls. Þrátt fyrir orðalag stjórnarskrár og áður óumdeilda grundvallarreglu sakamálaréttarfars um að refsing geti eingöngu byggst á lögum þar sem allur vafi um túlkun skuli skýrður sakborningi í hag þá lýsir dómari því opinberlega yfir að túlkun refsiheimilda geti stuðst við tíðaranda og vilja samfélagsins á þeim tíma er dómur er upp kveðinn.Ófullkomnir bankamennUmræddir ákærendur og dómarar hafa ekki haft skilning á „sleifarlagi“ bankamanna í aðdraganda hrunsins. Skiptir þá litlu máli þó þeir hafi unnið undir miklum þrýstingi í langan tíma en að lokum þurft að játa sig sigraða þegar bankarnir hrundu í október 2008 – og í flestum tilvikum ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af ákvörðunum sínum eða ákvarðanaleysi. Augljóslega var pottur brotinn fyrir hrun, hvort heldur það varðar grundvöll rekstrar bankanna, einstaka ákvarðanir stjórnenda þeirra, eftirlit með bönkunum, stjórnun peningamála, forsendur matsfyrirtækja, andvaraleysi stjórnmálamanna og aukna skulda- og áhættusækni almennings. En hvað bankamennina (og alla aðra) varðar þá er stór munur á því að hafa rangt fyrir sér eða fremja vísvitandi refsiverð brot.Grundvöllur réttarríkisinsSú grundvallarhugsun réttarríkisins að betra sé að sekur maður gangi laus en að saklaus sitji í fangelsi virðist því miður að einhverju leyti hafa gleymst eða verið ýtt til hliðar við meðhöndlun hrunmála. Sama á við um meginregluna um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma.Grunaður í áratug?Af þessum málum hef ég persónulega reynslu og þá ekki bara sem lögmaður. Ég var stjórnarmaður í Kaupþingi banka frá árinu 2003 og til falls bankans í október 2008. Af þeim sökum hef ég verið yfirheyrður í mörg ár um allt og ekki neitt en aldrei verið ákærður fyrir stjórnarstörf mín hjá Kaupþingi. Ég hef þó verið með stöðu grunaðs manns frá árinu 2009. Ég er því í hópi fjölmargra sem hefur verið haldið í svona stöðu svo árum skiptir. Í mínu tilfelli nær þetta tímabil bráðum áratug. Þá var ég ákærður vegna starfa minna sem lögmaður í svokölluðu Exista-máli. Um það kostulega mál geta áhugasamir nálgast allar upplýsingar á vefsíðunni www.einsaer.is.Endurheimt traust á dómstólumÞótt margt gott starf sé unnið hjá dómstólum landsins þá er ástand réttarkerfisins nú óboðlegt. Það verður að búa sómasamlega að dómstólum. Það þarf að tryggja sjálfstæði dómara en umfram allt að virkt eftirlit sé með störfum þeirra – eins og viðgengst í nágrannalöndum. Dómarar ættu að fagna tillögum um aukið eftirlit og gagnsæi um störf þeirra og eignir. Hlutleysi þeirra verður að vera hafið yfir allan vafa. Öðruvísi munu dómstólar ekki öðlast nauðsynlega virðingu og traust í samfélaginu. Dómurum ber jafnframt að hafa virkt eftirlit með saksóknurum, sér í lagi þegar lögmenn sakborninga hafa ekki aðkomu að ákvörðunum dómara. Ef út af bregður þarf ábyrgð bæði dómara og saksóknara að vera raunveruleg. Nú ber enginn þessara aðila ábyrgð á nokkrum hlut og allt reddast einhvern veginn á sleifarlaginu – nema fjölmiðlar komist að einhverju óþægilegu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar