Brask og blekkingar? Sigurður Einarsson skrifar 9. desember 2016 14:45 Vinirnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstarréttardómari og fyrrverandi formaður nefndar um dómarastörf hafa blandað sér í þjóðmálaumræðuna að undanförnu i tilefni af uppljóstrunum fjölmiðla um hlutabréfaeign Markúsar í Glitni. Einvern vegin finnst mér að skýringar þeirra félaga á reglum um hlutabréfaeign dómara í félögum lúti öðrum lögmálum en verið hefur í dómum þessara sömu manna í tengslum við mál starfsmanna föllnu viðskiptabankanna. Þar hefur ekki nægt að sýna fram á að þeir sem skipuðu lánanefnd hefðu talað saman milli funda og afgreitt mál með þeim hætti og staðfest síðar á formlegum fundi. Slíkir menn hafa verið sekir fundnir og settir í fangelsi fyrir brot á reglum. Í 7. grein reglna um eignarhlut dómara í félögum segir: Skylt er dómara að tilkynna nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í félagi sem hefur skráð gengi í verðbréfaviðskiptum, sé hann að verðmæti allt að 3.000.000 króna. Sama á við um önnur félög sem dómari á allt að 5% hlut í. Leita skal heimildar nefndarinnar sé eignarhlutur dómara í félagi umfram þau mörk sem greinir að framan. Ég skil reglurnar þannig að eigi dómari hlut í skráðu félagi að verðmæti allt að 3 milljónir króna nægi að tilkynna nefndinni um eignarhlutinn en sé eignarhluturinn umfram þau mörk þurfi nefndin að veita leyfi. Þessi nefnd er skipuð þremur mönnum og starfar samkvæmt dómstólalögum. Þar með hljóta venjulegar stjórnsýslureglur að gilda um störf nefndarinnar. Markús Sigurbjörnsson sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem hann segir: Með bréfi 18 febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Í Fréttablaðinu í morgun er grein eftir Gunnlaug Claessen þar sem segir: Ef engin sérstök viðbrögð urðu af hálfu nefndarinnar við slíkum tilkynningum mátti dómari ganga út frá því með réttu að ekki væru gerðar athugasemdir. Hvergi í grein Gunnlaugs er stafkrókur um að nefndin hafi veitt formlegt leyfi. Ég skil orð hans svo að dómari hafi mátt ganga út frá því að þeir hefðu leyfi fyrir hlutafjáreign umfram 3 milljónir króna að því gefnu að þeir hefðu um það tilkynnt og nefndin ekki gert neina athugasemd. Þetta eru merkileg tíðindi. Ég hefði haldið að fjölskipuð nefnd þyrfti að taka ákvarðanir á fundum. Fengi þessi nefnd erindi frá dómara um hlutafjáreign yfir þremur milljónum króna þyrfti nefndin að koma saman, taka erindið fyrir og ákveða hvort leyfi skuli veitt eða því synjað. Ákvörðun þyrfti að bóka og tilkynna. Mér finnst merkilegt ef leyfi getur fengist með þeim hætti að sá sem hefur heimildina til þess að veita leyfið sinni ekki erindinu og taki enga ákvörðun. Slíkt hefur a.m.k. ekki dugað stjórnendum bankanna sem hlotið hafa dóma þessara sömu manna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Vegna nefndar um dómarastörf Vegna fyrirspurnar fréttastofu 365 um störf nefndar um dómarastörf, NUD. Nefnd um dómarastörf setti reglur í kjölfar gildistöku laga um dómstóla 1998 sem varða hlutafjáreign dómara og aukastörf þeirra. 9. desember 2016 07:00 Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Vinirnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstarréttardómari og fyrrverandi formaður nefndar um dómarastörf hafa blandað sér í þjóðmálaumræðuna að undanförnu i tilefni af uppljóstrunum fjölmiðla um hlutabréfaeign Markúsar í Glitni. Einvern vegin finnst mér að skýringar þeirra félaga á reglum um hlutabréfaeign dómara í félögum lúti öðrum lögmálum en verið hefur í dómum þessara sömu manna í tengslum við mál starfsmanna föllnu viðskiptabankanna. Þar hefur ekki nægt að sýna fram á að þeir sem skipuðu lánanefnd hefðu talað saman milli funda og afgreitt mál með þeim hætti og staðfest síðar á formlegum fundi. Slíkir menn hafa verið sekir fundnir og settir í fangelsi fyrir brot á reglum. Í 7. grein reglna um eignarhlut dómara í félögum segir: Skylt er dómara að tilkynna nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í félagi sem hefur skráð gengi í verðbréfaviðskiptum, sé hann að verðmæti allt að 3.000.000 króna. Sama á við um önnur félög sem dómari á allt að 5% hlut í. Leita skal heimildar nefndarinnar sé eignarhlutur dómara í félagi umfram þau mörk sem greinir að framan. Ég skil reglurnar þannig að eigi dómari hlut í skráðu félagi að verðmæti allt að 3 milljónir króna nægi að tilkynna nefndinni um eignarhlutinn en sé eignarhluturinn umfram þau mörk þurfi nefndin að veita leyfi. Þessi nefnd er skipuð þremur mönnum og starfar samkvæmt dómstólalögum. Þar með hljóta venjulegar stjórnsýslureglur að gilda um störf nefndarinnar. Markús Sigurbjörnsson sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem hann segir: Með bréfi 18 febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Í Fréttablaðinu í morgun er grein eftir Gunnlaug Claessen þar sem segir: Ef engin sérstök viðbrögð urðu af hálfu nefndarinnar við slíkum tilkynningum mátti dómari ganga út frá því með réttu að ekki væru gerðar athugasemdir. Hvergi í grein Gunnlaugs er stafkrókur um að nefndin hafi veitt formlegt leyfi. Ég skil orð hans svo að dómari hafi mátt ganga út frá því að þeir hefðu leyfi fyrir hlutafjáreign umfram 3 milljónir króna að því gefnu að þeir hefðu um það tilkynnt og nefndin ekki gert neina athugasemd. Þetta eru merkileg tíðindi. Ég hefði haldið að fjölskipuð nefnd þyrfti að taka ákvarðanir á fundum. Fengi þessi nefnd erindi frá dómara um hlutafjáreign yfir þremur milljónum króna þyrfti nefndin að koma saman, taka erindið fyrir og ákveða hvort leyfi skuli veitt eða því synjað. Ákvörðun þyrfti að bóka og tilkynna. Mér finnst merkilegt ef leyfi getur fengist með þeim hætti að sá sem hefur heimildina til þess að veita leyfið sinni ekki erindinu og taki enga ákvörðun. Slíkt hefur a.m.k. ekki dugað stjórnendum bankanna sem hlotið hafa dóma þessara sömu manna.
Vegna nefndar um dómarastörf Vegna fyrirspurnar fréttastofu 365 um störf nefndar um dómarastörf, NUD. Nefnd um dómarastörf setti reglur í kjölfar gildistöku laga um dómstóla 1998 sem varða hlutafjáreign dómara og aukastörf þeirra. 9. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun