Brask og blekkingar? Sigurður Einarsson skrifar 9. desember 2016 14:45 Vinirnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstarréttardómari og fyrrverandi formaður nefndar um dómarastörf hafa blandað sér í þjóðmálaumræðuna að undanförnu i tilefni af uppljóstrunum fjölmiðla um hlutabréfaeign Markúsar í Glitni. Einvern vegin finnst mér að skýringar þeirra félaga á reglum um hlutabréfaeign dómara í félögum lúti öðrum lögmálum en verið hefur í dómum þessara sömu manna í tengslum við mál starfsmanna föllnu viðskiptabankanna. Þar hefur ekki nægt að sýna fram á að þeir sem skipuðu lánanefnd hefðu talað saman milli funda og afgreitt mál með þeim hætti og staðfest síðar á formlegum fundi. Slíkir menn hafa verið sekir fundnir og settir í fangelsi fyrir brot á reglum. Í 7. grein reglna um eignarhlut dómara í félögum segir: Skylt er dómara að tilkynna nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í félagi sem hefur skráð gengi í verðbréfaviðskiptum, sé hann að verðmæti allt að 3.000.000 króna. Sama á við um önnur félög sem dómari á allt að 5% hlut í. Leita skal heimildar nefndarinnar sé eignarhlutur dómara í félagi umfram þau mörk sem greinir að framan. Ég skil reglurnar þannig að eigi dómari hlut í skráðu félagi að verðmæti allt að 3 milljónir króna nægi að tilkynna nefndinni um eignarhlutinn en sé eignarhluturinn umfram þau mörk þurfi nefndin að veita leyfi. Þessi nefnd er skipuð þremur mönnum og starfar samkvæmt dómstólalögum. Þar með hljóta venjulegar stjórnsýslureglur að gilda um störf nefndarinnar. Markús Sigurbjörnsson sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem hann segir: Með bréfi 18 febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Í Fréttablaðinu í morgun er grein eftir Gunnlaug Claessen þar sem segir: Ef engin sérstök viðbrögð urðu af hálfu nefndarinnar við slíkum tilkynningum mátti dómari ganga út frá því með réttu að ekki væru gerðar athugasemdir. Hvergi í grein Gunnlaugs er stafkrókur um að nefndin hafi veitt formlegt leyfi. Ég skil orð hans svo að dómari hafi mátt ganga út frá því að þeir hefðu leyfi fyrir hlutafjáreign umfram 3 milljónir króna að því gefnu að þeir hefðu um það tilkynnt og nefndin ekki gert neina athugasemd. Þetta eru merkileg tíðindi. Ég hefði haldið að fjölskipuð nefnd þyrfti að taka ákvarðanir á fundum. Fengi þessi nefnd erindi frá dómara um hlutafjáreign yfir þremur milljónum króna þyrfti nefndin að koma saman, taka erindið fyrir og ákveða hvort leyfi skuli veitt eða því synjað. Ákvörðun þyrfti að bóka og tilkynna. Mér finnst merkilegt ef leyfi getur fengist með þeim hætti að sá sem hefur heimildina til þess að veita leyfið sinni ekki erindinu og taki enga ákvörðun. Slíkt hefur a.m.k. ekki dugað stjórnendum bankanna sem hlotið hafa dóma þessara sömu manna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Vegna nefndar um dómarastörf Vegna fyrirspurnar fréttastofu 365 um störf nefndar um dómarastörf, NUD. Nefnd um dómarastörf setti reglur í kjölfar gildistöku laga um dómstóla 1998 sem varða hlutafjáreign dómara og aukastörf þeirra. 9. desember 2016 07:00 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinirnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstarréttardómari og fyrrverandi formaður nefndar um dómarastörf hafa blandað sér í þjóðmálaumræðuna að undanförnu i tilefni af uppljóstrunum fjölmiðla um hlutabréfaeign Markúsar í Glitni. Einvern vegin finnst mér að skýringar þeirra félaga á reglum um hlutabréfaeign dómara í félögum lúti öðrum lögmálum en verið hefur í dómum þessara sömu manna í tengslum við mál starfsmanna föllnu viðskiptabankanna. Þar hefur ekki nægt að sýna fram á að þeir sem skipuðu lánanefnd hefðu talað saman milli funda og afgreitt mál með þeim hætti og staðfest síðar á formlegum fundi. Slíkir menn hafa verið sekir fundnir og settir í fangelsi fyrir brot á reglum. Í 7. grein reglna um eignarhlut dómara í félögum segir: Skylt er dómara að tilkynna nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í félagi sem hefur skráð gengi í verðbréfaviðskiptum, sé hann að verðmæti allt að 3.000.000 króna. Sama á við um önnur félög sem dómari á allt að 5% hlut í. Leita skal heimildar nefndarinnar sé eignarhlutur dómara í félagi umfram þau mörk sem greinir að framan. Ég skil reglurnar þannig að eigi dómari hlut í skráðu félagi að verðmæti allt að 3 milljónir króna nægi að tilkynna nefndinni um eignarhlutinn en sé eignarhluturinn umfram þau mörk þurfi nefndin að veita leyfi. Þessi nefnd er skipuð þremur mönnum og starfar samkvæmt dómstólalögum. Þar með hljóta venjulegar stjórnsýslureglur að gilda um störf nefndarinnar. Markús Sigurbjörnsson sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem hann segir: Með bréfi 18 febrúar 2002 leitaði ég leyfi nefndarinnar til að mega eiga hlut að einkaskiptum á dánarbúi móður minnar, sem ætti þessi hlutabréf, og til að eignast við þau skipti hlutdeild í þeim og var leyfið veitt tveimur dögum síðar. Í Fréttablaðinu í morgun er grein eftir Gunnlaug Claessen þar sem segir: Ef engin sérstök viðbrögð urðu af hálfu nefndarinnar við slíkum tilkynningum mátti dómari ganga út frá því með réttu að ekki væru gerðar athugasemdir. Hvergi í grein Gunnlaugs er stafkrókur um að nefndin hafi veitt formlegt leyfi. Ég skil orð hans svo að dómari hafi mátt ganga út frá því að þeir hefðu leyfi fyrir hlutafjáreign umfram 3 milljónir króna að því gefnu að þeir hefðu um það tilkynnt og nefndin ekki gert neina athugasemd. Þetta eru merkileg tíðindi. Ég hefði haldið að fjölskipuð nefnd þyrfti að taka ákvarðanir á fundum. Fengi þessi nefnd erindi frá dómara um hlutafjáreign yfir þremur milljónum króna þyrfti nefndin að koma saman, taka erindið fyrir og ákveða hvort leyfi skuli veitt eða því synjað. Ákvörðun þyrfti að bóka og tilkynna. Mér finnst merkilegt ef leyfi getur fengist með þeim hætti að sá sem hefur heimildina til þess að veita leyfið sinni ekki erindinu og taki enga ákvörðun. Slíkt hefur a.m.k. ekki dugað stjórnendum bankanna sem hlotið hafa dóma þessara sömu manna.
Vegna nefndar um dómarastörf Vegna fyrirspurnar fréttastofu 365 um störf nefndar um dómarastörf, NUD. Nefnd um dómarastörf setti reglur í kjölfar gildistöku laga um dómstóla 1998 sem varða hlutafjáreign dómara og aukastörf þeirra. 9. desember 2016 07:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar