Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi Anna Bentína Hermansen skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Þann 25. nóvember sl. hófst 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi þar sem sjónum er beint sérstaklega að ofbeldi gegn konum. Það er döpur staðreynd að konur verði fyrir ofbeldi vegna kyns síns og alvarlegasta birtingarmynd þess er kynferðislegt ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Erlend tölfræði sýnir að kynferðislegt ofbeldi er algengt og að konur eru mun oftar þolendur þess en karlmenn. Þannig sýna bandarískar rannsóknir að um 18% kvenna verða fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á lífsleiðinni á móti 3% karla. Einnig er talað um að 6. hver drengur verði fyrir kynferðisofbeldi og 3. hver stúlka. Rannsóknir sýna líka að oftast verður brotaþoli fyrir kynferðisofbeldinu á heimili sínu af hendi einhvers sem hann þekkir. Af þeim sem leituðu til Stígamóta 2015 voru aðeins 17,1 % ofbeldismannanna ókunnugir.Styttum svartnættið Stígamót hafa safnað tölfræðilegum upplýsingum í 26 ár til að lýsa þeim hliðum íslensks samfélags sem birtast í starfsemi þeirra. Á þeim 26 árum sem liðin eru frá stofnun Stígamóta hafa um 7.600 einstaklingar leitað til samtakanna vegna kynferðisofbeldis, mikill meirihluti þess eru konur. Gerendur ofbeldis eru yfir 10 þúsund, mestmegnis karlar. Við teljum að hér birtist aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir brotaþolar leita sér aldrei aðstoðar. Mikilvægt er að horfast í augu við að þrátt fyrir að karlar verði líka fyrir ofbeldi og að gerendur geta líka verið konur, þá er kynferðisofbeldi kynbundið. Kynblinda í umræðunni er varasöm og gerir lítið úr þessum veruleika. Við vitum að skuggatölur um tíðni ofbeldis eru miklar en það á við um bæði kynin þegar kynferðisofbeldi er annars vegar. Markmið okkar ætti að stytta svartnætti brotaþola kynferðisofbeldis af hvaða kyni sem er og leita allra leiða til þess, án þess að missa sjónar á kynjabreytunni sem einkennir þessi mál. Stígamót stóðu fyrir herferð gegn kynferðisofbeldi dagana 8.-18. nóvember. Herferðin bar yfirskriftina Styttum svartnættið sem vísar til þess að stytta þann tíma sem líður frá ofbeldinu þar til brotaþoli leitar sér hjálpar. Í herferðinni steig fjöldi Stígamótafólks fram og sagði frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Stígamótafólkið í herferðinni sýndi tölur frá 2-42 en hver tala stóð fyrir þann árafjölda sem leið frá því að ofbeldið átti sér stað þar til þau fengu hjálp. Meginástæða þess að fólk á erfitt með að leita hjálpar er skömm. Þau óttuðust viðbrögð samfélagsins eða að þeim yrði ekki trúað. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Flestir brotaþolar lýsa hins vegar mikilli togstreitu frá umhverfinu þegar þeir stíga fram með reynslu sína. Oft er þeim mætt með þögn eða jafnvel vantrú. Sextán daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er liður í að hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu jafnframt því að vera leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið. Herferðin Styttum svartnættið sem Stígamót stóð fyrir var af sama toga. Kynferðisofbeldi er samfélagsvandamál sem varðar alla. Það er ekki einkamál þeirra sem verða fyrir því. Það er okkar ábyrgð sem samfélags að skapa vettvang fyrir ábyrga og opna umræðu og stytta svartnætti þeirra fjölmörgu brotaþola sem hafa enn ekki leitað sér hjálpar. Draumamarkmið Stígamóta er að geta lokað starfseminni, að okkar verði ekki þörf og að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur til. Þangað til þurfum við öll sem eitt að gera allt til að uppræta það samfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Þann 25. nóvember sl. hófst 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi þar sem sjónum er beint sérstaklega að ofbeldi gegn konum. Það er döpur staðreynd að konur verði fyrir ofbeldi vegna kyns síns og alvarlegasta birtingarmynd þess er kynferðislegt ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Erlend tölfræði sýnir að kynferðislegt ofbeldi er algengt og að konur eru mun oftar þolendur þess en karlmenn. Þannig sýna bandarískar rannsóknir að um 18% kvenna verða fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á lífsleiðinni á móti 3% karla. Einnig er talað um að 6. hver drengur verði fyrir kynferðisofbeldi og 3. hver stúlka. Rannsóknir sýna líka að oftast verður brotaþoli fyrir kynferðisofbeldinu á heimili sínu af hendi einhvers sem hann þekkir. Af þeim sem leituðu til Stígamóta 2015 voru aðeins 17,1 % ofbeldismannanna ókunnugir.Styttum svartnættið Stígamót hafa safnað tölfræðilegum upplýsingum í 26 ár til að lýsa þeim hliðum íslensks samfélags sem birtast í starfsemi þeirra. Á þeim 26 árum sem liðin eru frá stofnun Stígamóta hafa um 7.600 einstaklingar leitað til samtakanna vegna kynferðisofbeldis, mikill meirihluti þess eru konur. Gerendur ofbeldis eru yfir 10 þúsund, mestmegnis karlar. Við teljum að hér birtist aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir brotaþolar leita sér aldrei aðstoðar. Mikilvægt er að horfast í augu við að þrátt fyrir að karlar verði líka fyrir ofbeldi og að gerendur geta líka verið konur, þá er kynferðisofbeldi kynbundið. Kynblinda í umræðunni er varasöm og gerir lítið úr þessum veruleika. Við vitum að skuggatölur um tíðni ofbeldis eru miklar en það á við um bæði kynin þegar kynferðisofbeldi er annars vegar. Markmið okkar ætti að stytta svartnætti brotaþola kynferðisofbeldis af hvaða kyni sem er og leita allra leiða til þess, án þess að missa sjónar á kynjabreytunni sem einkennir þessi mál. Stígamót stóðu fyrir herferð gegn kynferðisofbeldi dagana 8.-18. nóvember. Herferðin bar yfirskriftina Styttum svartnættið sem vísar til þess að stytta þann tíma sem líður frá ofbeldinu þar til brotaþoli leitar sér hjálpar. Í herferðinni steig fjöldi Stígamótafólks fram og sagði frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi. Stígamótafólkið í herferðinni sýndi tölur frá 2-42 en hver tala stóð fyrir þann árafjölda sem leið frá því að ofbeldið átti sér stað þar til þau fengu hjálp. Meginástæða þess að fólk á erfitt með að leita hjálpar er skömm. Þau óttuðust viðbrögð samfélagsins eða að þeim yrði ekki trúað. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Flestir brotaþolar lýsa hins vegar mikilli togstreitu frá umhverfinu þegar þeir stíga fram með reynslu sína. Oft er þeim mætt með þögn eða jafnvel vantrú. Sextán daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er liður í að hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu jafnframt því að vera leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið. Herferðin Styttum svartnættið sem Stígamót stóð fyrir var af sama toga. Kynferðisofbeldi er samfélagsvandamál sem varðar alla. Það er ekki einkamál þeirra sem verða fyrir því. Það er okkar ábyrgð sem samfélags að skapa vettvang fyrir ábyrga og opna umræðu og stytta svartnætti þeirra fjölmörgu brotaþola sem hafa enn ekki leitað sér hjálpar. Draumamarkmið Stígamóta er að geta lokað starfseminni, að okkar verði ekki þörf og að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur til. Þangað til þurfum við öll sem eitt að gera allt til að uppræta það samfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar