Ísland hið góða Herdís Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Lífið fer í hringi. Enn og aftur er svartasta skammdegið skollið á með öllum þeim stóru og smáu verkefnum sem bíða okkar, stjórnarmyndun, hugsanlegum kennaraverkföllum, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og fleiri stórum málum sem fylgja okkur inn í veturinn, að viðbættum litlum verkefnum eins og að velja jólagjöf handa Fríðu frænku, setja vetrardekk undir bílinn og fleira. Við Íslendingar höfum það alla jafna gott, búum við tjáningarfrelsi sem skilar sér aldrei betur en núna þar sem samfélagsmiðlar, sem eru tiltölulega nýir af nálinni, hafa rutt sér til rúms. Á spítalinn að fara eða vera, flugvöllinn burt eða ekki, laga vegi og þá hvaða vegi, skattleggja meira eða minna, hvernig skal vinna með fjölgun ferðamanna og svona mætti lengi telja upp. Við lestur allra þessara nútímamiðla, hættir okkur til að draga upp frekar gráleita mynd, og sumir reyndar mjög dökka mynd af ástandinu á Íslandinu góða. En kannski er ekki allt sem sýnist. Glöggt er gests augað segja sumir, og kannski er eitthvað til í því. Heimsóknir útlendinga til Íslands hafa aldrei verið fleiri frá upphafi byggðar, og ekki koma þeir hingað að ástæðulausu. Fæðingarárið mitt 1965 voru Íslendingar um 193.000, en í dag um 330.000, sem er um 70% aukning á hálfri öld. Árið 1965 komu 28.879 ferðamenn til landsins og árið 2015 voru þeir 1.289.140 eða um 4.350 % aukning og ekkert lát á skv. spám. Skv. Alþjóðaferðamálastofnun var Evrópa vinsælasti heimshlutinn hjá ferðalöngum árið 2015, um 610 milljónir manna heimsóttu álfuna eða um 52% af heildarfjölda ferðalanga. Og hvers vegna streyma ferðalangar til Íslands spyrja margir. Ég held að margt tínist til. Gott markaðsstarf ferðaþjónustunnar, stórkostleg náttúra, samfélagsmiðlarnir sem ferðamenn nota, öruggt land að heimsækja, menning, hreint loft, græn orka, og fleira. Að þessu sögðu sjáum við kannski að þrátt fyrir öll litlu og stóru verkefnin sem bíða okkar, og grámann á samfélagsmiðlunum þá ættum við kannski að líta í eigin barm og vera þakklát fyrir það að búa í jafn gjöfulu landi sem Ísland er, landinu sem er í fyrsta sæti ár eftir ár skv. friðarvísitölunni (GPI), og horfa bjartsýn fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. 30. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lífið fer í hringi. Enn og aftur er svartasta skammdegið skollið á með öllum þeim stóru og smáu verkefnum sem bíða okkar, stjórnarmyndun, hugsanlegum kennaraverkföllum, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og fleiri stórum málum sem fylgja okkur inn í veturinn, að viðbættum litlum verkefnum eins og að velja jólagjöf handa Fríðu frænku, setja vetrardekk undir bílinn og fleira. Við Íslendingar höfum það alla jafna gott, búum við tjáningarfrelsi sem skilar sér aldrei betur en núna þar sem samfélagsmiðlar, sem eru tiltölulega nýir af nálinni, hafa rutt sér til rúms. Á spítalinn að fara eða vera, flugvöllinn burt eða ekki, laga vegi og þá hvaða vegi, skattleggja meira eða minna, hvernig skal vinna með fjölgun ferðamanna og svona mætti lengi telja upp. Við lestur allra þessara nútímamiðla, hættir okkur til að draga upp frekar gráleita mynd, og sumir reyndar mjög dökka mynd af ástandinu á Íslandinu góða. En kannski er ekki allt sem sýnist. Glöggt er gests augað segja sumir, og kannski er eitthvað til í því. Heimsóknir útlendinga til Íslands hafa aldrei verið fleiri frá upphafi byggðar, og ekki koma þeir hingað að ástæðulausu. Fæðingarárið mitt 1965 voru Íslendingar um 193.000, en í dag um 330.000, sem er um 70% aukning á hálfri öld. Árið 1965 komu 28.879 ferðamenn til landsins og árið 2015 voru þeir 1.289.140 eða um 4.350 % aukning og ekkert lát á skv. spám. Skv. Alþjóðaferðamálastofnun var Evrópa vinsælasti heimshlutinn hjá ferðalöngum árið 2015, um 610 milljónir manna heimsóttu álfuna eða um 52% af heildarfjölda ferðalanga. Og hvers vegna streyma ferðalangar til Íslands spyrja margir. Ég held að margt tínist til. Gott markaðsstarf ferðaþjónustunnar, stórkostleg náttúra, samfélagsmiðlarnir sem ferðamenn nota, öruggt land að heimsækja, menning, hreint loft, græn orka, og fleira. Að þessu sögðu sjáum við kannski að þrátt fyrir öll litlu og stóru verkefnin sem bíða okkar, og grámann á samfélagsmiðlunum þá ættum við kannski að líta í eigin barm og vera þakklát fyrir það að búa í jafn gjöfulu landi sem Ísland er, landinu sem er í fyrsta sæti ár eftir ár skv. friðarvísitölunni (GPI), og horfa bjartsýn fram á veginn.
Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. 30. nóvember 2016 09:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar