Leikjavísir

Watch Dogs 2: Skemmtigarður hipstersins

Samúel Karl Ólason skrifar
Marcus Holloway er ofurhetja hipsteranna.
Marcus Holloway er ofurhetja hipsteranna. Mynd/Ubisoft
Watch Dogs 2 bætir við forvera sinn á nánast öllum sviðum. Hann lítur mjög vel út og er skemmtilegur og fyndinn. Í raun er ekki margt sem hægt er að setja út á, en auðvitað eru þó nokkur atriði. Þar má fyrst og fremst ræða sögu leiksins og persónurnar sem draga leikinn verulega niður.

Marcus Holloway er nokkuð merkilegur ungur maður. Hann á síma sem gerir honum kleift að brjótast inn í og leika sér að nánast öllu sem er tengt netinu og leikið sér að því. Hann er í raun mikill hipster og býr í höfuðborg hipsterannaSan Francisco.

Marcus lenti í klóm fyrirtækisins Blume, sem safnar gögnum um borgara, og þarf hann ásamt vinum sínum í hakkaragenginu DedSec að safna fylgjendum á samfélagsmiðlum. Fylgjendur sækja app og þannig öðlast DedSec aukna reiknigetu og verða færari um að berjast af meiri krafti.

Til þess að safna fylgjendum er hægt að leysa ýmis verkefni af hólmi sem eru á víð og dreif um San Francisco. Þar á meðal er að taka sjálfu af Marcus við fræg kennileiti og birta á samfélagsmiðlum. Marcus fer einnig í stríð við „vonda“ aðila og fyrirtæki til að byggja upp nafn DedSec.

Marcus og vinir hans í DedSec.Mynd/Ubisoft
Í leiknum má finna verkefni sem ganga út á að lækka rostann í ríkum ungum manni sem sem varð hataður við að hækka verðið á nauðsynlegum lyfjum. (Hljómar kunnuglega). Í leiknum er hann að reyna að kaupa plötu af frægum rappara, svo hann geti einn hlustað á hana og Marcus platar hann til að gefa peningana frekar til góðgerðarmála.

Annað stórt verkefni felur í sér að koma gamalli hasarmyndahetju til bjargar frá sértrúarsöfnuði sem heilaþvær fólk og rænir af því aleigunni. Enn eitt verkefni gengur út á að brjótast inn í tölvukerfi Ubisoft í San Francisco og stela stiklu fyrir tölvuleik.

Til að leysa þessi verkefni býr ofurhetjan Marcus yfir töfrasíma sem getur brotist inn í allt mögulegt, tveimur drónum, einum fljúgandi og einum akandi og hoppandi, byssum og hæfileikum sínum í parkour.

Í WD2 er San Francisco í raun bara skemmtigarður spilara þar sem leikföngin og eru nánast endalaus.

Það sem hefur vakið furðu mína í leiknum eru persónur hans. Ungt fólk með skýra sýn á betri heimi sem vilja berjast gegn óréttlæti. Aðalpersónan og vinir hans í DedSec vilja bjarga almennum borgurum frá því að stórt og vont fyrirtæki safni gögnum um þau.

Til þess eru þau sátt við að beita öllum brögðum, sama þó þessir almennu borgarar sem þau berjast fyrir séu í skotlínunni.

Hei! Þessir eru vondir. Stelum gögnum af þeim og birtum á netinu til að safna áskrifendum,“ segir einhver í hópnum.

„Já. Geðveik hugmynd,“ segir Marcus.

Til þess að stela áðurnefndum gögnum þarf þó oftar en ekki að brjótast inn í eitthvað hús og stela þeim í eigin persónu. Það felur yfirleitt í sér að maður þarf að salla niður heilu hópana af saklausum öryggisvörðum og jafnvel lögregluþjónum. (Ég veit að það er hægt að laumast um og sleppa því að skjóta fólk, hönnuðir leiksins hafa sagt að það eigi helst að spila hann þannig, en ég er þarna og ég er vel vopnaður)

Maður upplifir sig í raun sem nokkurs konar blöndu af Lisbeth SalanderEzio Auditore og Trevor Philips. Skemmtileg blanda, en mjög furðuleg.

Lifandi og fersk borg

San Francisco lítur mjög vel út í WD2. Hún er lifandi og það er nóg að gera í borginni. Leikurinn gerir mikið grín að staðaltýpum, samtökum, fólki og mörgu öðru og það er vel hægt að hlæja yfir leiknum.

Þar sem þetta er nú San Francisco getur fólk á götum borgarinnar verið mjög skrautlegt. Eitt sinn þegar ég var á flótta undan vopnuðum glæpamönnum og á hlaupum út húsasund snarstöðvaði ég þegar ég sá allsberan mann (hann var reyndar með húfu) pissa á bíl.

Ég elti þennan mann um þó nokkra stund og með því að hakka síma mannsins, sem ég geri ráð fyrir að hafi verið í húfunni, komst ég að því að hann hafði misst aleiguna í hruninu og var greinilega ekki í toppstandi. Ég gafst upp á að fylgjast með honum þegar hann kom sér fyrir í strætóskýli og var að bíða eftir strætó.

Svona atriði eru frábær og það er mjög auðvelt að gleyma því að maður var á leiðinni að stela vörubíl frá hugbúnaðarfyrirtæki þegar maður ferðast um San Francisco. Það að finna nýjar og skemmtilegar leiðir til að klekja á óvinum sínum er með því skemmtilegasta í leiknum.

WD2 býður upp á fjölspilun þar sem maður á að geta farið inn í leiki hjá öðrum og meðal annars aðstoðað lögregluna við að handsama þá. Ubisoft slökkti þó á fjölspiluninni á fyrsta degi vegna tæknilegra örðugleika og hefur ekki verið kveikt á henni aftur. Það mun þó vera í vinnslu.

Samanburður á grafík

Tengdar fréttir

Call of Duty: Fastir í gömlum förum

IW er skemmtilegur leikur sem virkar eins og um sjö klukkutíma löng hasarmynd en gallinn er sá að þrátt fyrir að leikurinn líti lengra til framtíðarinnar en áður er lítið sem ekkert um framþróun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.