Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Þórir Garðarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar