Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Þórir Garðarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að „stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þessar aðgerðir þurfa undirbúning og taka tíma. Þær snúast um að innviðir, náttúran og fólkið í landinu séu í stakk búin til að taka við gestunum og stuðla að ánægjulegri upplifun þeirra.Fjárfesting skynsamleg Í Vegvísi í ferðaþjónustu liggur fyrir hvað þarf að gera og hvað það kostar. Ný ríkisstjórn þarf einfaldlega að ganga í málið. Ef ekkert verður gert, þá heldur álagið á vegakerfið áfram að vaxa með tilheyrandi skemmdum og aukinni slysahættu. Vinsælir ferðamannastaðir halda áfram að troðast niður og ferðamenn fara heim ósáttir við skort á þjónustu og aðstöðu. Þjóðarbúið hefur gríðarlega miklar tekjur af ferðamönnum og því er fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar skynsamleg. Reiknað hefur verið út að ríkið þurfi aðeins að verja um 7% af tekjum sínum af ferðamönnum næstu árin í úrbætur á ferðamannastöðum og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Ferðamenn á Íslandi eru síst of margir. Á fjölda minni staða og landsvæða um allan heim eru margfalt fleiri ferðamenn án teljandi vandræða, einfaldlega vegna þess að innviðirnir ráða við fjöldann.Sérstakt ráðuneyti ferðamála Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé orðin stærsta atvinnugrein landsins, þá sætir hún algjörum afgangi í stjórnsýslunni. Nauðsynlegt er að fá sérstakt ráðuneyti ferðamála í nýrri ríkisstjórn til að koma málunum áfram. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa staðið sig frábærlega við að mæta aukinni ásókn ferðamanna hingað til lands. Ef ríkisvaldið ræðst ekki aðgerðir sem til þess heyra, þá er mikil hætta á afturför í atvinnugreininni - algjörlega að óþörfu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar