Taka „Gylfann“ á þetta? Guðríður Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:56 Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun