Kolefnisspor og ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum Gunnar Sverrisson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Undanfarin ár hefur orðið mikilvæg vakning varðandi ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Það á ekki síst við um framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur viðskiptavina um rekjanleika allra þátta framleiðslunnar hafa stóraukist á stuttum tíma. Áhersla kaupenda á upplýsingar um áhrif framleiðslunnar á loftslag og umhverfi hefur stóraukist með aukinni alþjóðlegri umræðu og vitundarvakningu um loftslagsmál, t.d. með Parísarsamkomulaginu sem undirritað var fyrir tæpu ári. Þessi áhersla er að sjálfsögðu mjög jákvæð því hún leggur þá ábyrgð á herðar framleiðslufyrirtækjum að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og mögulegt er og á sama tíma að sjá til þess að hægt sé að sýna fram á áhrifin til samanburðar fyrir viðskiptavini. Oddi er framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Við framleiðum prentvörur og umbúðir fyrir um 3.500 innlenda og erlenda viðskiptavini. Meðal stærstu samstarfsaðila okkar eru fyrirtæki í matvælaframleiðslu og útflutningi sem þarfnast hágæða umbúða sem skila afurðum ferskum alla leið á áfangastað. Þó að mikilvægi umhverfismála hafi ætíð leikið stórt hlutverk varðandi framleiðslu á umbúðum urðu ákveðin vatnaskil í upphafi ársins þar sem kaupendur fóru í auknum mæli að krefjast þess að sölufyrirtæki gætu sýnt fram á útreikninga um kolefnisspor bæði vörunnar og umbúðanna. Við hjá Odda vorum þá búin að láta reikna út fyrir okkur kolefnisspor framleiðslu á helstu vöruflokkum okkar, t.d. pappaumbúðum, öskjum og plastpokum, með samanburði við helstu samkeppnisaðila erlendis.Kolefnissporið skiptir máli Niðurstöðurnar eru skýrar. Í öllum flokkum er framleiðslan hjá Odda umtalsvert betri að þessu leyti en hjá helstu samkeppnisaðilum, þar sem umbúðir sem framleiddar eru hjá Odda hafa allt að 93% minna kolefnisspor en sambærilegar vörur framleiddar erlendis. Niðurstaðan sýnir að sú stefna Odda að leggja áherslu á að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt hefur skilað ótvíræðum árangri. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að framleiðslan raski umhverfinu eins lítið og mögulegt er. Oddi hefur í um 20 ár verið leiðandi í umhverfisábyrgð meðal íslenskra fyrirtækja og hefur tekið skýr skref til að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, og Svansvottun í byrjun árs 2010. Það er mikilvægt að fyrirtæki nálgist ekki nýjar áherslur um ábyrgð í umhverfismálum sem kvöð heldur sem tækifæri til að gera betur. Alþjóðleg áhersla á að fyrirtæki geti sýnt fram á kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif framleiðslunnar veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika á mikilvægu samkeppnisforskoti t.d. hvað varðar nýtingu á umhverfisvænni orku til framleiðslu á útflutningsvörum.Við getum gert betur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hrósaði Íslandi í heimsókn sinni fyrir skömmu fyrir að vera skínandi fyrirmynd í loftslagsmálum á heimsvísu. En hann sagði einnig að við gætum gert enn betur. Og það er alveg rétt. Við getum gert miklu betur og við eigum að gera miklu betur. Umhverfismál og loftslagsmál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkisvaldsins. Við þurfum hvert og eitt að sýna ábyrgð og frumkvæði, bæði sem einstaklingar og sem stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Hjá Odda vinnum við eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst mjög vel með kolefnisspori framleiðslunnar því að við viljum gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu í heild. Við hjá Odda gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar er með því besta sem gerist í heiminum. En við látum ekki þar við sitja og munum leggja okkur fram við að gera enn betur í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið mikilvæg vakning varðandi ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Það á ekki síst við um framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur viðskiptavina um rekjanleika allra þátta framleiðslunnar hafa stóraukist á stuttum tíma. Áhersla kaupenda á upplýsingar um áhrif framleiðslunnar á loftslag og umhverfi hefur stóraukist með aukinni alþjóðlegri umræðu og vitundarvakningu um loftslagsmál, t.d. með Parísarsamkomulaginu sem undirritað var fyrir tæpu ári. Þessi áhersla er að sjálfsögðu mjög jákvæð því hún leggur þá ábyrgð á herðar framleiðslufyrirtækjum að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og mögulegt er og á sama tíma að sjá til þess að hægt sé að sýna fram á áhrifin til samanburðar fyrir viðskiptavini. Oddi er framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Við framleiðum prentvörur og umbúðir fyrir um 3.500 innlenda og erlenda viðskiptavini. Meðal stærstu samstarfsaðila okkar eru fyrirtæki í matvælaframleiðslu og útflutningi sem þarfnast hágæða umbúða sem skila afurðum ferskum alla leið á áfangastað. Þó að mikilvægi umhverfismála hafi ætíð leikið stórt hlutverk varðandi framleiðslu á umbúðum urðu ákveðin vatnaskil í upphafi ársins þar sem kaupendur fóru í auknum mæli að krefjast þess að sölufyrirtæki gætu sýnt fram á útreikninga um kolefnisspor bæði vörunnar og umbúðanna. Við hjá Odda vorum þá búin að láta reikna út fyrir okkur kolefnisspor framleiðslu á helstu vöruflokkum okkar, t.d. pappaumbúðum, öskjum og plastpokum, með samanburði við helstu samkeppnisaðila erlendis.Kolefnissporið skiptir máli Niðurstöðurnar eru skýrar. Í öllum flokkum er framleiðslan hjá Odda umtalsvert betri að þessu leyti en hjá helstu samkeppnisaðilum, þar sem umbúðir sem framleiddar eru hjá Odda hafa allt að 93% minna kolefnisspor en sambærilegar vörur framleiddar erlendis. Niðurstaðan sýnir að sú stefna Odda að leggja áherslu á að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt hefur skilað ótvíræðum árangri. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að framleiðslan raski umhverfinu eins lítið og mögulegt er. Oddi hefur í um 20 ár verið leiðandi í umhverfisábyrgð meðal íslenskra fyrirtækja og hefur tekið skýr skref til að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, og Svansvottun í byrjun árs 2010. Það er mikilvægt að fyrirtæki nálgist ekki nýjar áherslur um ábyrgð í umhverfismálum sem kvöð heldur sem tækifæri til að gera betur. Alþjóðleg áhersla á að fyrirtæki geti sýnt fram á kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif framleiðslunnar veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika á mikilvægu samkeppnisforskoti t.d. hvað varðar nýtingu á umhverfisvænni orku til framleiðslu á útflutningsvörum.Við getum gert betur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hrósaði Íslandi í heimsókn sinni fyrir skömmu fyrir að vera skínandi fyrirmynd í loftslagsmálum á heimsvísu. En hann sagði einnig að við gætum gert enn betur. Og það er alveg rétt. Við getum gert miklu betur og við eigum að gera miklu betur. Umhverfismál og loftslagsmál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkisvaldsins. Við þurfum hvert og eitt að sýna ábyrgð og frumkvæði, bæði sem einstaklingar og sem stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Hjá Odda vinnum við eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst mjög vel með kolefnisspori framleiðslunnar því að við viljum gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu í heild. Við hjá Odda gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar er með því besta sem gerist í heiminum. En við látum ekki þar við sitja og munum leggja okkur fram við að gera enn betur í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar