Kolefnisspor og ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum Gunnar Sverrisson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Undanfarin ár hefur orðið mikilvæg vakning varðandi ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Það á ekki síst við um framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur viðskiptavina um rekjanleika allra þátta framleiðslunnar hafa stóraukist á stuttum tíma. Áhersla kaupenda á upplýsingar um áhrif framleiðslunnar á loftslag og umhverfi hefur stóraukist með aukinni alþjóðlegri umræðu og vitundarvakningu um loftslagsmál, t.d. með Parísarsamkomulaginu sem undirritað var fyrir tæpu ári. Þessi áhersla er að sjálfsögðu mjög jákvæð því hún leggur þá ábyrgð á herðar framleiðslufyrirtækjum að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og mögulegt er og á sama tíma að sjá til þess að hægt sé að sýna fram á áhrifin til samanburðar fyrir viðskiptavini. Oddi er framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Við framleiðum prentvörur og umbúðir fyrir um 3.500 innlenda og erlenda viðskiptavini. Meðal stærstu samstarfsaðila okkar eru fyrirtæki í matvælaframleiðslu og útflutningi sem þarfnast hágæða umbúða sem skila afurðum ferskum alla leið á áfangastað. Þó að mikilvægi umhverfismála hafi ætíð leikið stórt hlutverk varðandi framleiðslu á umbúðum urðu ákveðin vatnaskil í upphafi ársins þar sem kaupendur fóru í auknum mæli að krefjast þess að sölufyrirtæki gætu sýnt fram á útreikninga um kolefnisspor bæði vörunnar og umbúðanna. Við hjá Odda vorum þá búin að láta reikna út fyrir okkur kolefnisspor framleiðslu á helstu vöruflokkum okkar, t.d. pappaumbúðum, öskjum og plastpokum, með samanburði við helstu samkeppnisaðila erlendis.Kolefnissporið skiptir máli Niðurstöðurnar eru skýrar. Í öllum flokkum er framleiðslan hjá Odda umtalsvert betri að þessu leyti en hjá helstu samkeppnisaðilum, þar sem umbúðir sem framleiddar eru hjá Odda hafa allt að 93% minna kolefnisspor en sambærilegar vörur framleiddar erlendis. Niðurstaðan sýnir að sú stefna Odda að leggja áherslu á að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt hefur skilað ótvíræðum árangri. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að framleiðslan raski umhverfinu eins lítið og mögulegt er. Oddi hefur í um 20 ár verið leiðandi í umhverfisábyrgð meðal íslenskra fyrirtækja og hefur tekið skýr skref til að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, og Svansvottun í byrjun árs 2010. Það er mikilvægt að fyrirtæki nálgist ekki nýjar áherslur um ábyrgð í umhverfismálum sem kvöð heldur sem tækifæri til að gera betur. Alþjóðleg áhersla á að fyrirtæki geti sýnt fram á kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif framleiðslunnar veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika á mikilvægu samkeppnisforskoti t.d. hvað varðar nýtingu á umhverfisvænni orku til framleiðslu á útflutningsvörum.Við getum gert betur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hrósaði Íslandi í heimsókn sinni fyrir skömmu fyrir að vera skínandi fyrirmynd í loftslagsmálum á heimsvísu. En hann sagði einnig að við gætum gert enn betur. Og það er alveg rétt. Við getum gert miklu betur og við eigum að gera miklu betur. Umhverfismál og loftslagsmál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkisvaldsins. Við þurfum hvert og eitt að sýna ábyrgð og frumkvæði, bæði sem einstaklingar og sem stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Hjá Odda vinnum við eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst mjög vel með kolefnisspori framleiðslunnar því að við viljum gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu í heild. Við hjá Odda gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar er með því besta sem gerist í heiminum. En við látum ekki þar við sitja og munum leggja okkur fram við að gera enn betur í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið mikilvæg vakning varðandi ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfis- og loftslagsmálum. Það á ekki síst við um framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur viðskiptavina um rekjanleika allra þátta framleiðslunnar hafa stóraukist á stuttum tíma. Áhersla kaupenda á upplýsingar um áhrif framleiðslunnar á loftslag og umhverfi hefur stóraukist með aukinni alþjóðlegri umræðu og vitundarvakningu um loftslagsmál, t.d. með Parísarsamkomulaginu sem undirritað var fyrir tæpu ári. Þessi áhersla er að sjálfsögðu mjög jákvæð því hún leggur þá ábyrgð á herðar framleiðslufyrirtækjum að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar eins og mögulegt er og á sama tíma að sjá til þess að hægt sé að sýna fram á áhrifin til samanburðar fyrir viðskiptavini. Oddi er framleiðslufyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Við framleiðum prentvörur og umbúðir fyrir um 3.500 innlenda og erlenda viðskiptavini. Meðal stærstu samstarfsaðila okkar eru fyrirtæki í matvælaframleiðslu og útflutningi sem þarfnast hágæða umbúða sem skila afurðum ferskum alla leið á áfangastað. Þó að mikilvægi umhverfismála hafi ætíð leikið stórt hlutverk varðandi framleiðslu á umbúðum urðu ákveðin vatnaskil í upphafi ársins þar sem kaupendur fóru í auknum mæli að krefjast þess að sölufyrirtæki gætu sýnt fram á útreikninga um kolefnisspor bæði vörunnar og umbúðanna. Við hjá Odda vorum þá búin að láta reikna út fyrir okkur kolefnisspor framleiðslu á helstu vöruflokkum okkar, t.d. pappaumbúðum, öskjum og plastpokum, með samanburði við helstu samkeppnisaðila erlendis.Kolefnissporið skiptir máli Niðurstöðurnar eru skýrar. Í öllum flokkum er framleiðslan hjá Odda umtalsvert betri að þessu leyti en hjá helstu samkeppnisaðilum, þar sem umbúðir sem framleiddar eru hjá Odda hafa allt að 93% minna kolefnisspor en sambærilegar vörur framleiddar erlendis. Niðurstaðan sýnir að sú stefna Odda að leggja áherslu á að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt hefur skilað ótvíræðum árangri. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að framleiðslan raski umhverfinu eins lítið og mögulegt er. Oddi hefur í um 20 ár verið leiðandi í umhverfisábyrgð meðal íslenskra fyrirtækja og hefur tekið skýr skref til að minnka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, og Svansvottun í byrjun árs 2010. Það er mikilvægt að fyrirtæki nálgist ekki nýjar áherslur um ábyrgð í umhverfismálum sem kvöð heldur sem tækifæri til að gera betur. Alþjóðleg áhersla á að fyrirtæki geti sýnt fram á kolefnisspor og önnur umhverfisáhrif framleiðslunnar veitir íslenskum fyrirtækjum möguleika á mikilvægu samkeppnisforskoti t.d. hvað varðar nýtingu á umhverfisvænni orku til framleiðslu á útflutningsvörum.Við getum gert betur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hrósaði Íslandi í heimsókn sinni fyrir skömmu fyrir að vera skínandi fyrirmynd í loftslagsmálum á heimsvísu. En hann sagði einnig að við gætum gert enn betur. Og það er alveg rétt. Við getum gert miklu betur og við eigum að gera miklu betur. Umhverfismál og loftslagsmál koma okkur öllum við, þau eru ekki einkamál ríkisvaldsins. Við þurfum hvert og eitt að sýna ábyrgð og frumkvæði, bæði sem einstaklingar og sem stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Hjá Odda vinnum við eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst mjög vel með kolefnisspori framleiðslunnar því að við viljum gera eins vel og mögulegt er í loftslagsmálum og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu í heild. Við hjá Odda gleðjumst að sjálfsögðu yfir því að kolefnisspor vörunnar okkar er með því besta sem gerist í heiminum. En við látum ekki þar við sitja og munum leggja okkur fram við að gera enn betur í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar