Réttlætir stefnan um skóla án aðgreiningar hærri laun kennara? Háskólakennarar skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Kennarar hafa dregist verulega aftur úr öðrum starfshópum í launum, og jafnframt er samfélagið orðið margslungnara og flóknara en fyrir nokkrum áratugum og barnahópurinn margbreytilegri. Kennarar eru að vonum ýmist vígreifir í erfiðri baráttu eða þeir hugsa hryggir til þess að hætta störfum með börnum og snúa sér að öðru. Í umræðum síðustu daga um óánægju kennara með laun sín, vinnuaðstæður og þá vanvirðingu sem þeim er sýnd hafa þeir tilgreint framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar sem eina ástæðu þess að þeir telji starfsskilyrði sín réttlæta hærri laun. Þessi menntastefna, sem tekin var upp 1995 og nú er lögfest á Íslandi, gerir ráð fyrir því að öll börn, óháð uppruna, trú, litarhætti, kynhneigð, fötlun eða öðrum sérkennum, eigi rétt á því að ganga í eigin heimaskóla. Stefnan er byggð á mannréttindahugmyndum og helst í hendur við stefnu um samfélag sem einkennist af fjölbreytni fremur en einsleitni, lýðræði og félagslegu réttlæti þar sem leitast er við að veita öllum þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Stefnan kallar á samvinnu kennara og annars starfsfólks skóla og fagfólks innan og utan skólanna, og á nokkuð breytt vinnubrögð.Ekki nóg að gert Þegar stefnan var tekin upp fylgdi því viðurkenning á því að kennarar þyrftu að fá stuðning til að breyta kennsluháttum sínum svo hægt væri að koma betur til móts við ólíkar námsþarfir nemenda í almennum bekkjum. Þess vegna hefur nemendum meðal annars verið fækkað í bekkjardeildum (eru nú að meðaltali um 20 í bekk í Reykjavík og færri úti á landi). Víða hafa uppeldisfulltrúar, sérkennarar og þroskaþjálfar verið ráðnir til að vinna með almennum kennurum við það að sinna einstaklingum. Enn fremur er sérfræðiþjónusta skóla kennurum til ráðgjafar og stuðnings. Grunnmenntun kennara hefur líka breyst og starfandi kennarar hafa í auknum mæli tileinkað sér nýja kennsluhætti sem auðvelda vinnu með mjög fjölbreyttum hópum. Þó er ekki nóg að gert. Fram hefur komið í fjölmörgum rannsóknum að kennarar eru almennt fylgjandi stefnunni um skóla án aðgreiningar en telja þó að aukið fjármagn þurfi að fylgja til að gera hana framkvæmanlega. Sama viðhorf kemur fram hjá foreldrum barna með fötlun eða sérþarfir. Við erum sama sinnis. Raunar erum við þeirrar skoðunar að upptaka stefnunnar, sem er ein mesta breyting sem gerð hefur verið á skólastarfi frá upphafi, hafi hvorki verið nægilega vel undirbúin, né henni fylgt eftir með þeirri kynningu, þjálfun, ráðgjöf og eftirliti sem hefði auðveldað framkvæmd svo umfangsmikillar kerfisbreytingar. Ef menntamálayfirvöld, ráðuneyti og sveitarfélög, sem gert hafa þessa stefnu að sinni, vilja að hún þróist á jákvæðan hátt ættu þessir aðilar að taka umkvartanir kennara alvarlega og styðja þá við þetta þróunarstarf í þágu allra nemenda. Sá stuðningur þarf að felast í viðurkenningu á því að þetta sé krefjandi og mikilvægt verkefni sem þarfnist umtalsverðra og raunhæfra úrbóta. Gretar L. Marinósson Dóra S. Bjarnason Ólafur Páll Jónsson Anna Kristín Sigurðardóttir Berglind Rós Magnúsdóttir Brynja Elísabet Halldórsdóttir Hanna Ragnarsdóttir Kristín Björnsdóttir kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Hermína Gunnþórsdóttir kennari við Háskólann á Akureyri Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Kennarar hafa dregist verulega aftur úr öðrum starfshópum í launum, og jafnframt er samfélagið orðið margslungnara og flóknara en fyrir nokkrum áratugum og barnahópurinn margbreytilegri. Kennarar eru að vonum ýmist vígreifir í erfiðri baráttu eða þeir hugsa hryggir til þess að hætta störfum með börnum og snúa sér að öðru. Í umræðum síðustu daga um óánægju kennara með laun sín, vinnuaðstæður og þá vanvirðingu sem þeim er sýnd hafa þeir tilgreint framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar sem eina ástæðu þess að þeir telji starfsskilyrði sín réttlæta hærri laun. Þessi menntastefna, sem tekin var upp 1995 og nú er lögfest á Íslandi, gerir ráð fyrir því að öll börn, óháð uppruna, trú, litarhætti, kynhneigð, fötlun eða öðrum sérkennum, eigi rétt á því að ganga í eigin heimaskóla. Stefnan er byggð á mannréttindahugmyndum og helst í hendur við stefnu um samfélag sem einkennist af fjölbreytni fremur en einsleitni, lýðræði og félagslegu réttlæti þar sem leitast er við að veita öllum þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Stefnan kallar á samvinnu kennara og annars starfsfólks skóla og fagfólks innan og utan skólanna, og á nokkuð breytt vinnubrögð.Ekki nóg að gert Þegar stefnan var tekin upp fylgdi því viðurkenning á því að kennarar þyrftu að fá stuðning til að breyta kennsluháttum sínum svo hægt væri að koma betur til móts við ólíkar námsþarfir nemenda í almennum bekkjum. Þess vegna hefur nemendum meðal annars verið fækkað í bekkjardeildum (eru nú að meðaltali um 20 í bekk í Reykjavík og færri úti á landi). Víða hafa uppeldisfulltrúar, sérkennarar og þroskaþjálfar verið ráðnir til að vinna með almennum kennurum við það að sinna einstaklingum. Enn fremur er sérfræðiþjónusta skóla kennurum til ráðgjafar og stuðnings. Grunnmenntun kennara hefur líka breyst og starfandi kennarar hafa í auknum mæli tileinkað sér nýja kennsluhætti sem auðvelda vinnu með mjög fjölbreyttum hópum. Þó er ekki nóg að gert. Fram hefur komið í fjölmörgum rannsóknum að kennarar eru almennt fylgjandi stefnunni um skóla án aðgreiningar en telja þó að aukið fjármagn þurfi að fylgja til að gera hana framkvæmanlega. Sama viðhorf kemur fram hjá foreldrum barna með fötlun eða sérþarfir. Við erum sama sinnis. Raunar erum við þeirrar skoðunar að upptaka stefnunnar, sem er ein mesta breyting sem gerð hefur verið á skólastarfi frá upphafi, hafi hvorki verið nægilega vel undirbúin, né henni fylgt eftir með þeirri kynningu, þjálfun, ráðgjöf og eftirliti sem hefði auðveldað framkvæmd svo umfangsmikillar kerfisbreytingar. Ef menntamálayfirvöld, ráðuneyti og sveitarfélög, sem gert hafa þessa stefnu að sinni, vilja að hún þróist á jákvæðan hátt ættu þessir aðilar að taka umkvartanir kennara alvarlega og styðja þá við þetta þróunarstarf í þágu allra nemenda. Sá stuðningur þarf að felast í viðurkenningu á því að þetta sé krefjandi og mikilvægt verkefni sem þarfnist umtalsverðra og raunhæfra úrbóta. Gretar L. Marinósson Dóra S. Bjarnason Ólafur Páll Jónsson Anna Kristín Sigurðardóttir Berglind Rós Magnúsdóttir Brynja Elísabet Halldórsdóttir Hanna Ragnarsdóttir Kristín Björnsdóttir kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Hermína Gunnþórsdóttir kennari við Háskólann á Akureyri Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar