Réttlætir stefnan um skóla án aðgreiningar hærri laun kennara? Háskólakennarar skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Kennarar hafa dregist verulega aftur úr öðrum starfshópum í launum, og jafnframt er samfélagið orðið margslungnara og flóknara en fyrir nokkrum áratugum og barnahópurinn margbreytilegri. Kennarar eru að vonum ýmist vígreifir í erfiðri baráttu eða þeir hugsa hryggir til þess að hætta störfum með börnum og snúa sér að öðru. Í umræðum síðustu daga um óánægju kennara með laun sín, vinnuaðstæður og þá vanvirðingu sem þeim er sýnd hafa þeir tilgreint framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar sem eina ástæðu þess að þeir telji starfsskilyrði sín réttlæta hærri laun. Þessi menntastefna, sem tekin var upp 1995 og nú er lögfest á Íslandi, gerir ráð fyrir því að öll börn, óháð uppruna, trú, litarhætti, kynhneigð, fötlun eða öðrum sérkennum, eigi rétt á því að ganga í eigin heimaskóla. Stefnan er byggð á mannréttindahugmyndum og helst í hendur við stefnu um samfélag sem einkennist af fjölbreytni fremur en einsleitni, lýðræði og félagslegu réttlæti þar sem leitast er við að veita öllum þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Stefnan kallar á samvinnu kennara og annars starfsfólks skóla og fagfólks innan og utan skólanna, og á nokkuð breytt vinnubrögð.Ekki nóg að gert Þegar stefnan var tekin upp fylgdi því viðurkenning á því að kennarar þyrftu að fá stuðning til að breyta kennsluháttum sínum svo hægt væri að koma betur til móts við ólíkar námsþarfir nemenda í almennum bekkjum. Þess vegna hefur nemendum meðal annars verið fækkað í bekkjardeildum (eru nú að meðaltali um 20 í bekk í Reykjavík og færri úti á landi). Víða hafa uppeldisfulltrúar, sérkennarar og þroskaþjálfar verið ráðnir til að vinna með almennum kennurum við það að sinna einstaklingum. Enn fremur er sérfræðiþjónusta skóla kennurum til ráðgjafar og stuðnings. Grunnmenntun kennara hefur líka breyst og starfandi kennarar hafa í auknum mæli tileinkað sér nýja kennsluhætti sem auðvelda vinnu með mjög fjölbreyttum hópum. Þó er ekki nóg að gert. Fram hefur komið í fjölmörgum rannsóknum að kennarar eru almennt fylgjandi stefnunni um skóla án aðgreiningar en telja þó að aukið fjármagn þurfi að fylgja til að gera hana framkvæmanlega. Sama viðhorf kemur fram hjá foreldrum barna með fötlun eða sérþarfir. Við erum sama sinnis. Raunar erum við þeirrar skoðunar að upptaka stefnunnar, sem er ein mesta breyting sem gerð hefur verið á skólastarfi frá upphafi, hafi hvorki verið nægilega vel undirbúin, né henni fylgt eftir með þeirri kynningu, þjálfun, ráðgjöf og eftirliti sem hefði auðveldað framkvæmd svo umfangsmikillar kerfisbreytingar. Ef menntamálayfirvöld, ráðuneyti og sveitarfélög, sem gert hafa þessa stefnu að sinni, vilja að hún þróist á jákvæðan hátt ættu þessir aðilar að taka umkvartanir kennara alvarlega og styðja þá við þetta þróunarstarf í þágu allra nemenda. Sá stuðningur þarf að felast í viðurkenningu á því að þetta sé krefjandi og mikilvægt verkefni sem þarfnist umtalsverðra og raunhæfra úrbóta. Gretar L. Marinósson Dóra S. Bjarnason Ólafur Páll Jónsson Anna Kristín Sigurðardóttir Berglind Rós Magnúsdóttir Brynja Elísabet Halldórsdóttir Hanna Ragnarsdóttir Kristín Björnsdóttir kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Hermína Gunnþórsdóttir kennari við Háskólann á Akureyri Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Kennarar hafa dregist verulega aftur úr öðrum starfshópum í launum, og jafnframt er samfélagið orðið margslungnara og flóknara en fyrir nokkrum áratugum og barnahópurinn margbreytilegri. Kennarar eru að vonum ýmist vígreifir í erfiðri baráttu eða þeir hugsa hryggir til þess að hætta störfum með börnum og snúa sér að öðru. Í umræðum síðustu daga um óánægju kennara með laun sín, vinnuaðstæður og þá vanvirðingu sem þeim er sýnd hafa þeir tilgreint framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar sem eina ástæðu þess að þeir telji starfsskilyrði sín réttlæta hærri laun. Þessi menntastefna, sem tekin var upp 1995 og nú er lögfest á Íslandi, gerir ráð fyrir því að öll börn, óháð uppruna, trú, litarhætti, kynhneigð, fötlun eða öðrum sérkennum, eigi rétt á því að ganga í eigin heimaskóla. Stefnan er byggð á mannréttindahugmyndum og helst í hendur við stefnu um samfélag sem einkennist af fjölbreytni fremur en einsleitni, lýðræði og félagslegu réttlæti þar sem leitast er við að veita öllum þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Stefnan kallar á samvinnu kennara og annars starfsfólks skóla og fagfólks innan og utan skólanna, og á nokkuð breytt vinnubrögð.Ekki nóg að gert Þegar stefnan var tekin upp fylgdi því viðurkenning á því að kennarar þyrftu að fá stuðning til að breyta kennsluháttum sínum svo hægt væri að koma betur til móts við ólíkar námsþarfir nemenda í almennum bekkjum. Þess vegna hefur nemendum meðal annars verið fækkað í bekkjardeildum (eru nú að meðaltali um 20 í bekk í Reykjavík og færri úti á landi). Víða hafa uppeldisfulltrúar, sérkennarar og þroskaþjálfar verið ráðnir til að vinna með almennum kennurum við það að sinna einstaklingum. Enn fremur er sérfræðiþjónusta skóla kennurum til ráðgjafar og stuðnings. Grunnmenntun kennara hefur líka breyst og starfandi kennarar hafa í auknum mæli tileinkað sér nýja kennsluhætti sem auðvelda vinnu með mjög fjölbreyttum hópum. Þó er ekki nóg að gert. Fram hefur komið í fjölmörgum rannsóknum að kennarar eru almennt fylgjandi stefnunni um skóla án aðgreiningar en telja þó að aukið fjármagn þurfi að fylgja til að gera hana framkvæmanlega. Sama viðhorf kemur fram hjá foreldrum barna með fötlun eða sérþarfir. Við erum sama sinnis. Raunar erum við þeirrar skoðunar að upptaka stefnunnar, sem er ein mesta breyting sem gerð hefur verið á skólastarfi frá upphafi, hafi hvorki verið nægilega vel undirbúin, né henni fylgt eftir með þeirri kynningu, þjálfun, ráðgjöf og eftirliti sem hefði auðveldað framkvæmd svo umfangsmikillar kerfisbreytingar. Ef menntamálayfirvöld, ráðuneyti og sveitarfélög, sem gert hafa þessa stefnu að sinni, vilja að hún þróist á jákvæðan hátt ættu þessir aðilar að taka umkvartanir kennara alvarlega og styðja þá við þetta þróunarstarf í þágu allra nemenda. Sá stuðningur þarf að felast í viðurkenningu á því að þetta sé krefjandi og mikilvægt verkefni sem þarfnist umtalsverðra og raunhæfra úrbóta. Gretar L. Marinósson Dóra S. Bjarnason Ólafur Páll Jónsson Anna Kristín Sigurðardóttir Berglind Rós Magnúsdóttir Brynja Elísabet Halldórsdóttir Hanna Ragnarsdóttir Kristín Björnsdóttir kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Hermína Gunnþórsdóttir kennari við Háskólann á Akureyri Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar