Grunnlífeyrir almannatrygginga lagður af Halldór Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýsamþykkt lög án mótatkvæða á Alþingi um breytingar á almannatryggingum, að leggja af grunnlífeyri og láta lífeyrissjóðina taka yfir skyldur almannatrygginga, er ekkert annað en eignaupptaka ríkisins á lögþvinguðum skyldusparnaði þeirra einstaklinga, sem ættu að njóta óskerts grunnlífeyris og lífeyrissjóðsgreiðslna til viðbótar, til að geta lifað efri ár með sæmd.Aðför þingsins að eignarrétti Aðför að eignarrétti einstaklinga, hlýtur að kalla á dómsmál einstaklings, sem brotið er á, gegn þessum lögum, sem verkalýðsforystan og stjórnendur lífeyrissjóða ættu með réttu að fjármagna, en ekki standa gegn. Stjórnunarkostnaður um 30 lífeyrissjóða upp á að minnsta kosti 10 milljarða á ári, ætti að geta borið þann viðbótarkostnað við lögsókn, um svo sjálfsagðan rétt einstaklinga, sem hafa greitt eftir lagaboði í lífeyrissjóði, sem ætti að jafngilda lögmætri inneign en ekki lögum um eignaupptöku. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, sem eiga að njóta almannatrygginga, eru skertar krónu á móti krónu á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum, þannig að þessi eignarréttur einstaklinga á eigin lífeyri frá lífeyrissjóðum er hirtur af ríkisjóði. Að auki lætur ríkissjóður lífeyrissjóðina vera með skatt ríkissjóðs til ávöxtunar eða taps frá réttmætri inngreiðslu til einstaklings. Auðvitað hefði hver einstaklingur átt að fá til sín hlut atvinnurekanda, sem hann hefði við þá greiðslu, átt að viðbættri eigin greiðslu að greiða skatt af til ríkisins, en viðkomandi lífeyrissjóður átt að fá mismuninn, sem viðkomandi lífeyrissjóður greiddi síðan út til hans, sem eldri borgara, skattlaust og án nokkurrar skerðingar. Þetta fyrirkomulag um að lífeyrissjóðir geymi skattfé ríkissjóðs þekkist hvergi annars staðar í heiminum og hefur komið fram að ríkisjóður hefur tapað háum fjárhæðum á þessu fyrirkomulagi. Eldri borgarar sem fá lífeyrissjóðsgreiðslur erlendis frá, sem þeir hafa greitt skatt af, verða skertir um þessar greiðslur eftir nýju lögunum um 45% umfram kr. 25.000,- á mánuði. Hugsið ykkur, hvílíkt óréttlæti, samþykkt samhljóða með lögum.Greiða kostnaðinn sjálfir Sagt er að lagabreytingin muni kosta ríkissjóð 11 milljarða. Hið rétta er, að eldri borgarar með hærri lífeyrissjóðsgreiðslur, greiða þennan kostnað sjálfir með afnámi grunnlífeyris almannatrygginga og lækkun frítekjumarks úr kr. 109.000,- á mánuði í kr. 25.000,- á mánuði. Þessi lækkun þýðir að þeir eldri borgarar sem unnu sér til bjargar fyrir um 100 þús. á mánuði og greiddu skatt af þeim launum fá 45% skerðingu á 75 þús. krónurnar og halda því eftir af þeim kr. 13.500. Hver lætur bjóða sér upp á að vinna fyrir þennan afrakstur af vinnu? Hver er raunverulegur tilgangur þessara laga, þar sem stendur skrifað í 1. grein þeirra: „…skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífsbjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt lög án mótatkvæða á Alþingi um breytingar á almannatryggingum, að leggja af grunnlífeyri og láta lífeyrissjóðina taka yfir skyldur almannatrygginga, er ekkert annað en eignaupptaka ríkisins á lögþvinguðum skyldusparnaði þeirra einstaklinga, sem ættu að njóta óskerts grunnlífeyris og lífeyrissjóðsgreiðslna til viðbótar, til að geta lifað efri ár með sæmd.Aðför þingsins að eignarrétti Aðför að eignarrétti einstaklinga, hlýtur að kalla á dómsmál einstaklings, sem brotið er á, gegn þessum lögum, sem verkalýðsforystan og stjórnendur lífeyrissjóða ættu með réttu að fjármagna, en ekki standa gegn. Stjórnunarkostnaður um 30 lífeyrissjóða upp á að minnsta kosti 10 milljarða á ári, ætti að geta borið þann viðbótarkostnað við lögsókn, um svo sjálfsagðan rétt einstaklinga, sem hafa greitt eftir lagaboði í lífeyrissjóði, sem ætti að jafngilda lögmætri inneign en ekki lögum um eignaupptöku. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, sem eiga að njóta almannatrygginga, eru skertar krónu á móti krónu á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum, þannig að þessi eignarréttur einstaklinga á eigin lífeyri frá lífeyrissjóðum er hirtur af ríkisjóði. Að auki lætur ríkissjóður lífeyrissjóðina vera með skatt ríkissjóðs til ávöxtunar eða taps frá réttmætri inngreiðslu til einstaklings. Auðvitað hefði hver einstaklingur átt að fá til sín hlut atvinnurekanda, sem hann hefði við þá greiðslu, átt að viðbættri eigin greiðslu að greiða skatt af til ríkisins, en viðkomandi lífeyrissjóður átt að fá mismuninn, sem viðkomandi lífeyrissjóður greiddi síðan út til hans, sem eldri borgara, skattlaust og án nokkurrar skerðingar. Þetta fyrirkomulag um að lífeyrissjóðir geymi skattfé ríkissjóðs þekkist hvergi annars staðar í heiminum og hefur komið fram að ríkisjóður hefur tapað háum fjárhæðum á þessu fyrirkomulagi. Eldri borgarar sem fá lífeyrissjóðsgreiðslur erlendis frá, sem þeir hafa greitt skatt af, verða skertir um þessar greiðslur eftir nýju lögunum um 45% umfram kr. 25.000,- á mánuði. Hugsið ykkur, hvílíkt óréttlæti, samþykkt samhljóða með lögum.Greiða kostnaðinn sjálfir Sagt er að lagabreytingin muni kosta ríkissjóð 11 milljarða. Hið rétta er, að eldri borgarar með hærri lífeyrissjóðsgreiðslur, greiða þennan kostnað sjálfir með afnámi grunnlífeyris almannatrygginga og lækkun frítekjumarks úr kr. 109.000,- á mánuði í kr. 25.000,- á mánuði. Þessi lækkun þýðir að þeir eldri borgarar sem unnu sér til bjargar fyrir um 100 þús. á mánuði og greiddu skatt af þeim launum fá 45% skerðingu á 75 þús. krónurnar og halda því eftir af þeim kr. 13.500. Hver lætur bjóða sér upp á að vinna fyrir þennan afrakstur af vinnu? Hver er raunverulegur tilgangur þessara laga, þar sem stendur skrifað í 1. grein þeirra: „…skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífsbjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar