Grunnlífeyrir almannatrygginga lagður af Halldór Gunnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýsamþykkt lög án mótatkvæða á Alþingi um breytingar á almannatryggingum, að leggja af grunnlífeyri og láta lífeyrissjóðina taka yfir skyldur almannatrygginga, er ekkert annað en eignaupptaka ríkisins á lögþvinguðum skyldusparnaði þeirra einstaklinga, sem ættu að njóta óskerts grunnlífeyris og lífeyrissjóðsgreiðslna til viðbótar, til að geta lifað efri ár með sæmd.Aðför þingsins að eignarrétti Aðför að eignarrétti einstaklinga, hlýtur að kalla á dómsmál einstaklings, sem brotið er á, gegn þessum lögum, sem verkalýðsforystan og stjórnendur lífeyrissjóða ættu með réttu að fjármagna, en ekki standa gegn. Stjórnunarkostnaður um 30 lífeyrissjóða upp á að minnsta kosti 10 milljarða á ári, ætti að geta borið þann viðbótarkostnað við lögsókn, um svo sjálfsagðan rétt einstaklinga, sem hafa greitt eftir lagaboði í lífeyrissjóði, sem ætti að jafngilda lögmætri inneign en ekki lögum um eignaupptöku. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, sem eiga að njóta almannatrygginga, eru skertar krónu á móti krónu á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum, þannig að þessi eignarréttur einstaklinga á eigin lífeyri frá lífeyrissjóðum er hirtur af ríkisjóði. Að auki lætur ríkissjóður lífeyrissjóðina vera með skatt ríkissjóðs til ávöxtunar eða taps frá réttmætri inngreiðslu til einstaklings. Auðvitað hefði hver einstaklingur átt að fá til sín hlut atvinnurekanda, sem hann hefði við þá greiðslu, átt að viðbættri eigin greiðslu að greiða skatt af til ríkisins, en viðkomandi lífeyrissjóður átt að fá mismuninn, sem viðkomandi lífeyrissjóður greiddi síðan út til hans, sem eldri borgara, skattlaust og án nokkurrar skerðingar. Þetta fyrirkomulag um að lífeyrissjóðir geymi skattfé ríkissjóðs þekkist hvergi annars staðar í heiminum og hefur komið fram að ríkisjóður hefur tapað háum fjárhæðum á þessu fyrirkomulagi. Eldri borgarar sem fá lífeyrissjóðsgreiðslur erlendis frá, sem þeir hafa greitt skatt af, verða skertir um þessar greiðslur eftir nýju lögunum um 45% umfram kr. 25.000,- á mánuði. Hugsið ykkur, hvílíkt óréttlæti, samþykkt samhljóða með lögum.Greiða kostnaðinn sjálfir Sagt er að lagabreytingin muni kosta ríkissjóð 11 milljarða. Hið rétta er, að eldri borgarar með hærri lífeyrissjóðsgreiðslur, greiða þennan kostnað sjálfir með afnámi grunnlífeyris almannatrygginga og lækkun frítekjumarks úr kr. 109.000,- á mánuði í kr. 25.000,- á mánuði. Þessi lækkun þýðir að þeir eldri borgarar sem unnu sér til bjargar fyrir um 100 þús. á mánuði og greiddu skatt af þeim launum fá 45% skerðingu á 75 þús. krónurnar og halda því eftir af þeim kr. 13.500. Hver lætur bjóða sér upp á að vinna fyrir þennan afrakstur af vinnu? Hver er raunverulegur tilgangur þessara laga, þar sem stendur skrifað í 1. grein þeirra: „…skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífsbjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt lög án mótatkvæða á Alþingi um breytingar á almannatryggingum, að leggja af grunnlífeyri og láta lífeyrissjóðina taka yfir skyldur almannatrygginga, er ekkert annað en eignaupptaka ríkisins á lögþvinguðum skyldusparnaði þeirra einstaklinga, sem ættu að njóta óskerts grunnlífeyris og lífeyrissjóðsgreiðslna til viðbótar, til að geta lifað efri ár með sæmd.Aðför þingsins að eignarrétti Aðför að eignarrétti einstaklinga, hlýtur að kalla á dómsmál einstaklings, sem brotið er á, gegn þessum lögum, sem verkalýðsforystan og stjórnendur lífeyrissjóða ættu með réttu að fjármagna, en ekki standa gegn. Stjórnunarkostnaður um 30 lífeyrissjóða upp á að minnsta kosti 10 milljarða á ári, ætti að geta borið þann viðbótarkostnað við lögsókn, um svo sjálfsagðan rétt einstaklinga, sem hafa greitt eftir lagaboði í lífeyrissjóði, sem ætti að jafngilda lögmætri inneign en ekki lögum um eignaupptöku. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara, sem eiga að njóta almannatrygginga, eru skertar krónu á móti krónu á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum, þannig að þessi eignarréttur einstaklinga á eigin lífeyri frá lífeyrissjóðum er hirtur af ríkisjóði. Að auki lætur ríkissjóður lífeyrissjóðina vera með skatt ríkissjóðs til ávöxtunar eða taps frá réttmætri inngreiðslu til einstaklings. Auðvitað hefði hver einstaklingur átt að fá til sín hlut atvinnurekanda, sem hann hefði við þá greiðslu, átt að viðbættri eigin greiðslu að greiða skatt af til ríkisins, en viðkomandi lífeyrissjóður átt að fá mismuninn, sem viðkomandi lífeyrissjóður greiddi síðan út til hans, sem eldri borgara, skattlaust og án nokkurrar skerðingar. Þetta fyrirkomulag um að lífeyrissjóðir geymi skattfé ríkissjóðs þekkist hvergi annars staðar í heiminum og hefur komið fram að ríkisjóður hefur tapað háum fjárhæðum á þessu fyrirkomulagi. Eldri borgarar sem fá lífeyrissjóðsgreiðslur erlendis frá, sem þeir hafa greitt skatt af, verða skertir um þessar greiðslur eftir nýju lögunum um 45% umfram kr. 25.000,- á mánuði. Hugsið ykkur, hvílíkt óréttlæti, samþykkt samhljóða með lögum.Greiða kostnaðinn sjálfir Sagt er að lagabreytingin muni kosta ríkissjóð 11 milljarða. Hið rétta er, að eldri borgarar með hærri lífeyrissjóðsgreiðslur, greiða þennan kostnað sjálfir með afnámi grunnlífeyris almannatrygginga og lækkun frítekjumarks úr kr. 109.000,- á mánuði í kr. 25.000,- á mánuði. Þessi lækkun þýðir að þeir eldri borgarar sem unnu sér til bjargar fyrir um 100 þús. á mánuði og greiddu skatt af þeim launum fá 45% skerðingu á 75 þús. krónurnar og halda því eftir af þeim kr. 13.500. Hver lætur bjóða sér upp á að vinna fyrir þennan afrakstur af vinnu? Hver er raunverulegur tilgangur þessara laga, þar sem stendur skrifað í 1. grein þeirra: „…skal stuðlað að því, að þeir sem lögin taka til, geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi“? Er tilgangurinn að loka þennan hluta eldri borgara, um 5 til 6 þúsund einstaklinga, inni án lífsbjargar, til að deyja? Þessari spurningu verða nýkjörnir alþingismenn að svara og verðandi ríkisstjórn að takast á við. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar