Um Símann og Gagnaveitu Reykjavíkur Ingólfur Bruun skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fróðlegt var að fylgjast með skrifum framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erlings Freys Guðmundssonar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Fréttablaðinu í liðinni viku.Blekkingar Símans/Mílu Erling reið á vaðið og Orri svaraði um hæl. Eftir að hafa lesið svargrein Orra þá varð mér að orði: „Margur heldur mig sig.“ Í upphafi greinar sinnar sakar Orri Erling um ótta við aukna samkeppni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vinsældir ljósleiðaratenginga GR voru orðnar svo miklar að Síminn bjó til orðskrípið „Ljósnet“ þegar arftaki ADSL-koparlínutenginga var kynntur af hálfu Símans/Mílu. Þessi tækni heitir VDSL og er tækni sem byggir á gagnaflutningum yfir koparlínur og hefur ekkert með ljósleiðara að gera. Síminn/Míla átti einfaldlega ekki svar við ljósleiðaratengingum GR og þess vegna var búið til þetta orð, „Ljósnet“. Fyrirtækin leyfðu sér að beita blekkingum gagnvart viðskiptavinum sem margir hverjir töldu að þeir væru komnir með ljósleiðara og ég hef hitt margt fólk sem taldi raunverulega að það væri komið með ljósleiðara heim í hús, það var jú komið með „Ljósnet“. Það sætir furðu að fyrirtækin hafi komist upp með það árum saman að blekkja fólk að því er virðist vísvitandi. Hvernig er hægt að taka mark á fyrirtækjum sem beita viðskiptavini sína blekkingum? Orri nefnir að Síminn hafi byrjað að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Það sem Orri gleymir að nefna er að þeir ljósleiðarar sem fyrirtækið hefur lagt um landið hafa verið svokallaðir stofnar, ekki heimtaugar heim til fólks. Síminn/Míla lagði fyrstu ljósleiðaraheimtaugarnar í nýbyggingasvæði sunnan við Selfoss fyrir fáeinum árum síðan og svo í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Síminn/Míla vanrækti árum saman að hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga nema í nýbyggðum hverfum. Í dreifbýli hafa íbúar ítrekað óskað eftir því að fá að tengjast með eigin ljósleiðurum við ljósleiðarakerfi Símans/Mílu en ekki fengið.Gagnaveita Reykjavíkur stórt framfaraskref Það voru framsýnir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internetsins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veruleika. Það er nefnilega svo að það er Síminn/Míla sem óttast samkeppnina og þess vegna svíður sárt þegar GR tók fyrir mörgum árum forystu á sviði ljósleiðaraheimtauga á höfuðborgarsvæðinu og raunar utan þess einnig. Þannig rauf GR einokun Símans/Mílu á gagnaflutningum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar.Einokunarfyrirtækið Síminn/Míla Í millifyrirsögn í grein Orra segir svo: „Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang“. Með þessum orðum á forstjóri Símans/Mílu væntanlega við GR. Sjaldan hef ég séð betra dæmi um að steini sé kastað úr glerhúsi þegar forstjóri Símans kallar GR einokunarfyrirtæki. Staðreyndin er sú að Síminn/Míla hefur haft einokunaraðstöðu og kverkatak á fjarskiptum í landinu síðan Landsíminn var einkavæddur. Sá er þessar línur ritar hefur komið að byggingu tveggja ljósleiðarakerfa í dreifbýli þar sem íbúar höfðu frumkvæði að því að bæta fjarskipti sín, í Öræfum og í Mýrdal. Í báðum tilvikum var reynt að hafa samband við bæði Símann og Mílu og óskað eftir þjónustu og/eða samstarfi en undirtektir voru litlar sem engar. Sem betur fór fyrir íbúa þessara tveggja svæða tók Vodafone ljósleiðarakerfin í Öræfum og í Mýrdal undir sinn verndarvæng og þjónustar bæði kerfin með sóma. Það er rétt að halda því til haga að Síminn/Míla börðust með kjafti og klóm gegn því að Vodafone fengi leigðan ljósleiðara í svokölluðum NATO-ljósleiðara sem lagður var hringinn í kringum landið. Ef svo hefði ekki verið væru ljósleiðarakerfin í Öræfum og Mýrdal ekki til vegna einokunar Símans/Mílu. Tilfellið er að samkeppni er eitur í beinum Símans/Mílu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að fylgjast með skrifum framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erlings Freys Guðmundssonar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Fréttablaðinu í liðinni viku.Blekkingar Símans/Mílu Erling reið á vaðið og Orri svaraði um hæl. Eftir að hafa lesið svargrein Orra þá varð mér að orði: „Margur heldur mig sig.“ Í upphafi greinar sinnar sakar Orri Erling um ótta við aukna samkeppni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vinsældir ljósleiðaratenginga GR voru orðnar svo miklar að Síminn bjó til orðskrípið „Ljósnet“ þegar arftaki ADSL-koparlínutenginga var kynntur af hálfu Símans/Mílu. Þessi tækni heitir VDSL og er tækni sem byggir á gagnaflutningum yfir koparlínur og hefur ekkert með ljósleiðara að gera. Síminn/Míla átti einfaldlega ekki svar við ljósleiðaratengingum GR og þess vegna var búið til þetta orð, „Ljósnet“. Fyrirtækin leyfðu sér að beita blekkingum gagnvart viðskiptavinum sem margir hverjir töldu að þeir væru komnir með ljósleiðara og ég hef hitt margt fólk sem taldi raunverulega að það væri komið með ljósleiðara heim í hús, það var jú komið með „Ljósnet“. Það sætir furðu að fyrirtækin hafi komist upp með það árum saman að blekkja fólk að því er virðist vísvitandi. Hvernig er hægt að taka mark á fyrirtækjum sem beita viðskiptavini sína blekkingum? Orri nefnir að Síminn hafi byrjað að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Það sem Orri gleymir að nefna er að þeir ljósleiðarar sem fyrirtækið hefur lagt um landið hafa verið svokallaðir stofnar, ekki heimtaugar heim til fólks. Síminn/Míla lagði fyrstu ljósleiðaraheimtaugarnar í nýbyggingasvæði sunnan við Selfoss fyrir fáeinum árum síðan og svo í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Síminn/Míla vanrækti árum saman að hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga nema í nýbyggðum hverfum. Í dreifbýli hafa íbúar ítrekað óskað eftir því að fá að tengjast með eigin ljósleiðurum við ljósleiðarakerfi Símans/Mílu en ekki fengið.Gagnaveita Reykjavíkur stórt framfaraskref Það voru framsýnir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internetsins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veruleika. Það er nefnilega svo að það er Síminn/Míla sem óttast samkeppnina og þess vegna svíður sárt þegar GR tók fyrir mörgum árum forystu á sviði ljósleiðaraheimtauga á höfuðborgarsvæðinu og raunar utan þess einnig. Þannig rauf GR einokun Símans/Mílu á gagnaflutningum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar.Einokunarfyrirtækið Síminn/Míla Í millifyrirsögn í grein Orra segir svo: „Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang“. Með þessum orðum á forstjóri Símans/Mílu væntanlega við GR. Sjaldan hef ég séð betra dæmi um að steini sé kastað úr glerhúsi þegar forstjóri Símans kallar GR einokunarfyrirtæki. Staðreyndin er sú að Síminn/Míla hefur haft einokunaraðstöðu og kverkatak á fjarskiptum í landinu síðan Landsíminn var einkavæddur. Sá er þessar línur ritar hefur komið að byggingu tveggja ljósleiðarakerfa í dreifbýli þar sem íbúar höfðu frumkvæði að því að bæta fjarskipti sín, í Öræfum og í Mýrdal. Í báðum tilvikum var reynt að hafa samband við bæði Símann og Mílu og óskað eftir þjónustu og/eða samstarfi en undirtektir voru litlar sem engar. Sem betur fór fyrir íbúa þessara tveggja svæða tók Vodafone ljósleiðarakerfin í Öræfum og í Mýrdal undir sinn verndarvæng og þjónustar bæði kerfin með sóma. Það er rétt að halda því til haga að Síminn/Míla börðust með kjafti og klóm gegn því að Vodafone fengi leigðan ljósleiðara í svokölluðum NATO-ljósleiðara sem lagður var hringinn í kringum landið. Ef svo hefði ekki verið væru ljósleiðarakerfin í Öræfum og Mýrdal ekki til vegna einokunar Símans/Mílu. Tilfellið er að samkeppni er eitur í beinum Símans/Mílu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar