Um Símann og Gagnaveitu Reykjavíkur Ingólfur Bruun skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fróðlegt var að fylgjast með skrifum framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erlings Freys Guðmundssonar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Fréttablaðinu í liðinni viku.Blekkingar Símans/Mílu Erling reið á vaðið og Orri svaraði um hæl. Eftir að hafa lesið svargrein Orra þá varð mér að orði: „Margur heldur mig sig.“ Í upphafi greinar sinnar sakar Orri Erling um ótta við aukna samkeppni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vinsældir ljósleiðaratenginga GR voru orðnar svo miklar að Síminn bjó til orðskrípið „Ljósnet“ þegar arftaki ADSL-koparlínutenginga var kynntur af hálfu Símans/Mílu. Þessi tækni heitir VDSL og er tækni sem byggir á gagnaflutningum yfir koparlínur og hefur ekkert með ljósleiðara að gera. Síminn/Míla átti einfaldlega ekki svar við ljósleiðaratengingum GR og þess vegna var búið til þetta orð, „Ljósnet“. Fyrirtækin leyfðu sér að beita blekkingum gagnvart viðskiptavinum sem margir hverjir töldu að þeir væru komnir með ljósleiðara og ég hef hitt margt fólk sem taldi raunverulega að það væri komið með ljósleiðara heim í hús, það var jú komið með „Ljósnet“. Það sætir furðu að fyrirtækin hafi komist upp með það árum saman að blekkja fólk að því er virðist vísvitandi. Hvernig er hægt að taka mark á fyrirtækjum sem beita viðskiptavini sína blekkingum? Orri nefnir að Síminn hafi byrjað að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Það sem Orri gleymir að nefna er að þeir ljósleiðarar sem fyrirtækið hefur lagt um landið hafa verið svokallaðir stofnar, ekki heimtaugar heim til fólks. Síminn/Míla lagði fyrstu ljósleiðaraheimtaugarnar í nýbyggingasvæði sunnan við Selfoss fyrir fáeinum árum síðan og svo í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Síminn/Míla vanrækti árum saman að hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga nema í nýbyggðum hverfum. Í dreifbýli hafa íbúar ítrekað óskað eftir því að fá að tengjast með eigin ljósleiðurum við ljósleiðarakerfi Símans/Mílu en ekki fengið.Gagnaveita Reykjavíkur stórt framfaraskref Það voru framsýnir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internetsins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veruleika. Það er nefnilega svo að það er Síminn/Míla sem óttast samkeppnina og þess vegna svíður sárt þegar GR tók fyrir mörgum árum forystu á sviði ljósleiðaraheimtauga á höfuðborgarsvæðinu og raunar utan þess einnig. Þannig rauf GR einokun Símans/Mílu á gagnaflutningum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar.Einokunarfyrirtækið Síminn/Míla Í millifyrirsögn í grein Orra segir svo: „Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang“. Með þessum orðum á forstjóri Símans/Mílu væntanlega við GR. Sjaldan hef ég séð betra dæmi um að steini sé kastað úr glerhúsi þegar forstjóri Símans kallar GR einokunarfyrirtæki. Staðreyndin er sú að Síminn/Míla hefur haft einokunaraðstöðu og kverkatak á fjarskiptum í landinu síðan Landsíminn var einkavæddur. Sá er þessar línur ritar hefur komið að byggingu tveggja ljósleiðarakerfa í dreifbýli þar sem íbúar höfðu frumkvæði að því að bæta fjarskipti sín, í Öræfum og í Mýrdal. Í báðum tilvikum var reynt að hafa samband við bæði Símann og Mílu og óskað eftir þjónustu og/eða samstarfi en undirtektir voru litlar sem engar. Sem betur fór fyrir íbúa þessara tveggja svæða tók Vodafone ljósleiðarakerfin í Öræfum og í Mýrdal undir sinn verndarvæng og þjónustar bæði kerfin með sóma. Það er rétt að halda því til haga að Síminn/Míla börðust með kjafti og klóm gegn því að Vodafone fengi leigðan ljósleiðara í svokölluðum NATO-ljósleiðara sem lagður var hringinn í kringum landið. Ef svo hefði ekki verið væru ljósleiðarakerfin í Öræfum og Mýrdal ekki til vegna einokunar Símans/Mílu. Tilfellið er að samkeppni er eitur í beinum Símans/Mílu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að fylgjast með skrifum framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erlings Freys Guðmundssonar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Fréttablaðinu í liðinni viku.Blekkingar Símans/Mílu Erling reið á vaðið og Orri svaraði um hæl. Eftir að hafa lesið svargrein Orra þá varð mér að orði: „Margur heldur mig sig.“ Í upphafi greinar sinnar sakar Orri Erling um ótta við aukna samkeppni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vinsældir ljósleiðaratenginga GR voru orðnar svo miklar að Síminn bjó til orðskrípið „Ljósnet“ þegar arftaki ADSL-koparlínutenginga var kynntur af hálfu Símans/Mílu. Þessi tækni heitir VDSL og er tækni sem byggir á gagnaflutningum yfir koparlínur og hefur ekkert með ljósleiðara að gera. Síminn/Míla átti einfaldlega ekki svar við ljósleiðaratengingum GR og þess vegna var búið til þetta orð, „Ljósnet“. Fyrirtækin leyfðu sér að beita blekkingum gagnvart viðskiptavinum sem margir hverjir töldu að þeir væru komnir með ljósleiðara og ég hef hitt margt fólk sem taldi raunverulega að það væri komið með ljósleiðara heim í hús, það var jú komið með „Ljósnet“. Það sætir furðu að fyrirtækin hafi komist upp með það árum saman að blekkja fólk að því er virðist vísvitandi. Hvernig er hægt að taka mark á fyrirtækjum sem beita viðskiptavini sína blekkingum? Orri nefnir að Síminn hafi byrjað að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Það sem Orri gleymir að nefna er að þeir ljósleiðarar sem fyrirtækið hefur lagt um landið hafa verið svokallaðir stofnar, ekki heimtaugar heim til fólks. Síminn/Míla lagði fyrstu ljósleiðaraheimtaugarnar í nýbyggingasvæði sunnan við Selfoss fyrir fáeinum árum síðan og svo í Leirvogstunguhverfinu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Síminn/Míla vanrækti árum saman að hefja lagningu ljósleiðaraheimtauga nema í nýbyggðum hverfum. Í dreifbýli hafa íbúar ítrekað óskað eftir því að fá að tengjast með eigin ljósleiðurum við ljósleiðarakerfi Símans/Mílu en ekki fengið.Gagnaveita Reykjavíkur stórt framfaraskref Það voru framsýnir stjórnmálamenn hjá Reykjavíkurborg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internetsins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veruleika. Það er nefnilega svo að það er Síminn/Míla sem óttast samkeppnina og þess vegna svíður sárt þegar GR tók fyrir mörgum árum forystu á sviði ljósleiðaraheimtauga á höfuðborgarsvæðinu og raunar utan þess einnig. Þannig rauf GR einokun Símans/Mílu á gagnaflutningum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar.Einokunarfyrirtækið Síminn/Míla Í millifyrirsögn í grein Orra segir svo: „Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang“. Með þessum orðum á forstjóri Símans/Mílu væntanlega við GR. Sjaldan hef ég séð betra dæmi um að steini sé kastað úr glerhúsi þegar forstjóri Símans kallar GR einokunarfyrirtæki. Staðreyndin er sú að Síminn/Míla hefur haft einokunaraðstöðu og kverkatak á fjarskiptum í landinu síðan Landsíminn var einkavæddur. Sá er þessar línur ritar hefur komið að byggingu tveggja ljósleiðarakerfa í dreifbýli þar sem íbúar höfðu frumkvæði að því að bæta fjarskipti sín, í Öræfum og í Mýrdal. Í báðum tilvikum var reynt að hafa samband við bæði Símann og Mílu og óskað eftir þjónustu og/eða samstarfi en undirtektir voru litlar sem engar. Sem betur fór fyrir íbúa þessara tveggja svæða tók Vodafone ljósleiðarakerfin í Öræfum og í Mýrdal undir sinn verndarvæng og þjónustar bæði kerfin með sóma. Það er rétt að halda því til haga að Síminn/Míla börðust með kjafti og klóm gegn því að Vodafone fengi leigðan ljósleiðara í svokölluðum NATO-ljósleiðara sem lagður var hringinn í kringum landið. Ef svo hefði ekki verið væru ljósleiðarakerfin í Öræfum og Mýrdal ekki til vegna einokunar Símans/Mílu. Tilfellið er að samkeppni er eitur í beinum Símans/Mílu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar