Gjaldtakan byrjar á bílastæðinu Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Það er eitt að greinast með krabbamein með allri þeirri angist sem því fylgir fyrir þann greinda og ástvini hans. Það er því varla ábætandi að þurfa einnig að kljást við fjárhagsáhyggjur sem því miður margir krabbameinsveikir þurfa að gera. Varla þarf að fara mörgum orðum um óhóflega greiðsluþátttöku þeirra í heilbrigðiskerfinu; kostnað sem oft og tíðum hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir krabbameinssjúklingar sem mæta reglulega í lyfjameðferð á Landspítalann þurfa, ofan á allan annan kostnað, að greiða stöðugjald á bílastæðum við spítalann. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt og enginn kvartar yfir því. Vandinn er aftur á móti sá að fæstir vita hvað þeir dvelja lengi á spítalanum og þurfa því að gera sér ferð út af spítalanum til að endurnýja stöðugjaldið, ef þeir vilja ekki fá sekt sem er 2.500 krónur. Allir sem þurfa að gangast undir lyfjameðferð við krabbameini, þurfa að mæta oft og því geta stöðugjöld verið umtalsverð. Það sjá allir að veikt fólk á erfitt með að hlaupa frá í miðri meðferð til þess að endurnýja stöðugjaldið. Flestir sem mæta í lyfjameðferð eru það veikir að þeir eiga erfitt með að nýta sér almenningssamgöngur og þurfa því að mæta á einkabíl. Við sem vinnum að hagsmunamálum krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra og heilbrigðisstarfsfólk, höfum margoft orðið vitni að óánægju þessa fólks. Í ljósi þess hefur verið haft samband við borgaryfirvöld og beðið um úrlausn þessara mála. Það sem hefur verið rætt á LSH er t.d. það að þeir sem mæta reglulega í lyfjameðferð á spítalann, greiði einungis tveggja klukkustunda stöðugjald og þeir einir njóti þess sem hafi sérstaka merkingu í bílnum sínum um að þeir séu í krabbameinsmeðferð. Til að fá þennan passa þyrfti vottorð sem er undirritað af lækni viðkomandi sjúklings. Þetta er í raun svipað og gert er varðandi p-merki fyrir hreyfihamlaða. Sá passi myndi einungis gilda á meðan á meðferðinni stendur. Hugmyndir af þessum toga hafa verið bornar undir þá sem málum stýra hjá Reykjavíkurborg – en án árangurs. Því skal reyndar haldið til haga að fólk í sömu stöðu og krabbameinsgreindir geta sótt um niðurfellingu sektar en við teljum það niðurlægjandi fyrir krabbameinsveika. Þetta mál er hægt að leysa með einföldum hætti ef viljinn er fyrir hendi. Nógar eru áhyggjur þeirra sem berjast við lífsógnandi sjúkdóm svo ekki bætist við streita vegna bílastæða og kostnaðurinn sem kann af þeim að hljótast. Honum er ekki á bætandi við þann kostnað sem þeir þurfa þegar að bera vegna sjúkdóms síns. Við skorum því á borgaryfirvöld að koma til móts við krabbameinsgreinda hvað þetta varðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt að greinast með krabbamein með allri þeirri angist sem því fylgir fyrir þann greinda og ástvini hans. Það er því varla ábætandi að þurfa einnig að kljást við fjárhagsáhyggjur sem því miður margir krabbameinsveikir þurfa að gera. Varla þarf að fara mörgum orðum um óhóflega greiðsluþátttöku þeirra í heilbrigðiskerfinu; kostnað sem oft og tíðum hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir krabbameinssjúklingar sem mæta reglulega í lyfjameðferð á Landspítalann þurfa, ofan á allan annan kostnað, að greiða stöðugjald á bílastæðum við spítalann. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt og enginn kvartar yfir því. Vandinn er aftur á móti sá að fæstir vita hvað þeir dvelja lengi á spítalanum og þurfa því að gera sér ferð út af spítalanum til að endurnýja stöðugjaldið, ef þeir vilja ekki fá sekt sem er 2.500 krónur. Allir sem þurfa að gangast undir lyfjameðferð við krabbameini, þurfa að mæta oft og því geta stöðugjöld verið umtalsverð. Það sjá allir að veikt fólk á erfitt með að hlaupa frá í miðri meðferð til þess að endurnýja stöðugjaldið. Flestir sem mæta í lyfjameðferð eru það veikir að þeir eiga erfitt með að nýta sér almenningssamgöngur og þurfa því að mæta á einkabíl. Við sem vinnum að hagsmunamálum krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra og heilbrigðisstarfsfólk, höfum margoft orðið vitni að óánægju þessa fólks. Í ljósi þess hefur verið haft samband við borgaryfirvöld og beðið um úrlausn þessara mála. Það sem hefur verið rætt á LSH er t.d. það að þeir sem mæta reglulega í lyfjameðferð á spítalann, greiði einungis tveggja klukkustunda stöðugjald og þeir einir njóti þess sem hafi sérstaka merkingu í bílnum sínum um að þeir séu í krabbameinsmeðferð. Til að fá þennan passa þyrfti vottorð sem er undirritað af lækni viðkomandi sjúklings. Þetta er í raun svipað og gert er varðandi p-merki fyrir hreyfihamlaða. Sá passi myndi einungis gilda á meðan á meðferðinni stendur. Hugmyndir af þessum toga hafa verið bornar undir þá sem málum stýra hjá Reykjavíkurborg – en án árangurs. Því skal reyndar haldið til haga að fólk í sömu stöðu og krabbameinsgreindir geta sótt um niðurfellingu sektar en við teljum það niðurlægjandi fyrir krabbameinsveika. Þetta mál er hægt að leysa með einföldum hætti ef viljinn er fyrir hendi. Nógar eru áhyggjur þeirra sem berjast við lífsógnandi sjúkdóm svo ekki bætist við streita vegna bílastæða og kostnaðurinn sem kann af þeim að hljótast. Honum er ekki á bætandi við þann kostnað sem þeir þurfa þegar að bera vegna sjúkdóms síns. Við skorum því á borgaryfirvöld að koma til móts við krabbameinsgreinda hvað þetta varðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar