Kvennalandsliðið í handbolta kom illa út úr þrekmælingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2016 18:49 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta komu illa út úr þrekmælingum sem þeir voru settir í lok sumars og voru framkvæmdar af Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöðurnar ollu vonbrigðum og þóttu óviðundandi. Líkamlegt atgervi íslenska landsliðsins var talsvert í umræðunni eftir 14 marka tap Íslands, 16-30, fyrir Frökkum á heimavelli snemma í sumar. Eftir leikinn talaði landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir hreint út og sagði líkamlega burði íslenska liðsins einfaldlega ekki nógu mikla. Guðjón Guðmundsson ræddi við Axel Stefánsson, sem tók við kvennalandsliðinu í sumar, um þessi mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og ég sagði við leikmennina er mikilvægt að við mælum þá til að sjá hvar þeir eru staddir. Nýjar mælingar verða framkvæmdar eftir þetta verkefni í Færeyjum. Það verður spennandi að sjá hvernig leikmenn hafa brugðist við. Það er alltaf mikilvægt að sjá hvar við stöndum og fyrir okkur þjálfarana að sjá hvað við þurfum að leggja áherslu á,“ sagði Axel sem hefur starfað við þjálfun í Noregi undanfarin ár. En voru niðurstöðurnar úr þrekmælingunum verri en hann bjóst við? „Ég hafði í raun ekki gert mér grein fyrir því hvar við stóðum. Ég kom frá Noregi og gerði mér grein fyrir að við stóðum þeim að baki,“ sagði Axel sem er ánægður hvernig leikmenn hafa brugðist við. „Leikmenn eru vinna vel í sínum málum í gegnum félögin. Þetta hefur verið góð vitundarvakning fyrir leikmenn og það eru allir að vilja gerðir. Ég hef átt samtöl við þjálfara sem hafa líka tekið vel í það sem við ætlum að gera,“ sagði Axel sem undirbýr íslenska liðið nú fyrir undankeppni HM 2017. Ísland er í riðli með Austurríki, Færeyjum og Makedóníu en riðilinn fer fram í Færeyjum um næstu helgi. Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti á HM og það er markmið íslenska liðsins að sögn Axels.Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira