Fjarmenntaskólinn eflir framhaldsskólanám á landsbyggðinni Eyjólfur Guðmundsson og Lára Stefánsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Fjarmenntaskólinn er samstarfshattur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Samstarfið byggist á þremur meginþáttum. Í fyrsta lagi sameiginlegu námsframboði í starfsnámi svo sem sjúkraliðanámi, skrifstofubraut og húsasmíði. Í öðru lagi miðlun náms og kennslu á milli skólanna og í þriðja lagi faglegu samstarfi stjórnenda skólanna. Framhaldsskólar í fámennu dreifbýli þurfa um margt að leysa önnur verkefni en stórir skólar í þéttbýli. Hver þeirra er með sína sérhæfingu sem síðan er hægt að miðla milli þeirra allra. Sérhæfingin getur falist í námsleiðum, sérmenntuðum starfsmönnum og annarri sérþekkingu. Með samstarfinu styrkjast því allir skólarnir. Með nútímatækni starfa skólarnir þétt saman, miðla fjarnámi frá sér og taka á móti því til sín. Námsframboð nemenda eykst, kennarar geta miðlað sérþekkingu sinni víðar og faglegt starf stjórnenda eflist. Þannig verður rekstur hvers skóla hagkvæmari og víðtækari sérþekking fyrir hendi. Fjarmenntaskólinn varð til árið 2012 og eru nú þrettán skólar í samstarfi. Í starfs- og verknámi taka einn eða fleiri skólar að sér að halda utan um nám á tilteknum brautum. Námsframboðið er skipulagt nokkrar annir fram í tímann og kynnt sameiginlega undir merkjum Fjarmenntaskólans. Hver áfangi er svo skipulagður annars vegar sem fjarnámsáfangi eða hins vegar sem lotubundið staðnám, þar sem hver lota er í nokkra daga. Þannig komast nemendur til náms án þess að flytja úr heimabyggð. Einnig er algengt að um sé að ræða blöndu af þessum tveimur aðferðum. Skólarnir bjóða upp á nám á mörgum brautum svo sem sjúkraliðanám, félagsliðanám, skrifstofubraut og húsasmíði. Boðið er upp á listnám ásamt námi í listgreinum, útivist og fjallamennsku. Fjarmenntaskólinn hefur einnig boðið nám í samstarfi við Tækniskóla Íslands svo sem tækniteiknun og pípulögn og nú stendur til að bjóða upp á nám í heilbrigðisgreinum í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla.Lára Stefánsdóttir skólameistari MTRSkólar Fjarmenntaskólans bjóða einnig hver um sig upp á fjarnám í kennslugreinum sínum sem hver skóli skipuleggur á sinn hátt en upplýsingar um það er hægt að nálgast í gegnum vef Fjarmenntaskólans. Í fámennum áföngum hafa skólarnir einnig miðlað á milli sín nemendum og einnig ef kennara vantar í einhverjar greinar í einhverjum skóla þá getur hann leitað eftir að fá fjarkennslu fyrir þá í einhverjum hinna skólanna innan Fjarmenntaskólans með stuðningi í heimaskóla. Skólameistarar skólanna þrettán eru með símafundi hálfsmánaðarlega þar sem samstarfið er rætt og einnig önnur sameiginleg mál sem tengjast rekstri framhaldsskóla í dreifbýli. Þessi vettvangur er afar mikilvægur að mati stjórnenda skólanna og þar hafa menn getað rætt og viðrað hugmyndir við kollega um viðfangsefni sem þeir standa frammi fyrir dags daglega. Í vetur hafa svo einnig verið haldnir reglulegir símafundir áfangastjóra skólanna en þeir stýra miðlun námsáfanga og skipulagi.Mikilvægt hlutverkFjarmenntaskólinn hefur sótt um og fengið fjóra styrki úr Sprotasjóði. Sá fyrsti um fjarkennslu til stúdentsprófs með áherslu á umhverfis- og auðlindafræði. Starfsárið 2014-2015 fengust styrkir til að vinna að skipulagningu sameiginlegs starfsnáms og annar til að skipuleggja miðlun náms og kennslu á milli skólanna. Á yfirstandandi skólaári fékkst styrkur til að vinna að svo kölluðum Fardögum. Þar er ætlunin að nemendur fari á milli skóla á þemadögum vorannar 2017 og séu þá í nokkra daga í verk- og listnámi eða öðru þemabundnu námi í öðrum skóla en sínum heimaskóla. Meðal annars er gert ráð fyrir að nýtt verði FabLab-aðstaða í þeim skólum þar sem hún er til staðar. Það er sameiginlegur skilningur stjórnenda þeirra þrettán skóla sem standa að Fjarmenntaskólanum að hann sé mjög góður vettvangur til að sinna þeim verkefnum sem samstarf innan hans gengur út á. Til lengri tíma litið er líklegt að samstarfið eigi eftir að festast í sessi og formgerast í föstu skipulagi. Fámennari framhaldsskólar á landsbyggðinni þurfa á því að að halda að vera í góðu samstarfi innan stærri heildar til að vega upp ókosti lítilla stofnana. Jafnframt er mikilvægt að hver skóli um sig hafi mikið sjálfstæði svo hann geti verið í nánu samstarfi í sinni heimabyggð og brugðist við þeim þörfum sem þar spretta upp. Með því móti geta skólarnir gegnt mikilvægu hlutverki í eflingu samfélagsins á landsbyggðinni á Íslandi og jafnvel orðið fyrirmynd samstarfs á öðrum sviðum samfélagsins, á öðrum svæðum í Evrópu og í dreifbýli víðsvegar um heiminn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjarmenntaskólinn er samstarfshattur þrettán framhaldsskóla á landsbyggðinni. Samstarfið byggist á þremur meginþáttum. Í fyrsta lagi sameiginlegu námsframboði í starfsnámi svo sem sjúkraliðanámi, skrifstofubraut og húsasmíði. Í öðru lagi miðlun náms og kennslu á milli skólanna og í þriðja lagi faglegu samstarfi stjórnenda skólanna. Framhaldsskólar í fámennu dreifbýli þurfa um margt að leysa önnur verkefni en stórir skólar í þéttbýli. Hver þeirra er með sína sérhæfingu sem síðan er hægt að miðla milli þeirra allra. Sérhæfingin getur falist í námsleiðum, sérmenntuðum starfsmönnum og annarri sérþekkingu. Með samstarfinu styrkjast því allir skólarnir. Með nútímatækni starfa skólarnir þétt saman, miðla fjarnámi frá sér og taka á móti því til sín. Námsframboð nemenda eykst, kennarar geta miðlað sérþekkingu sinni víðar og faglegt starf stjórnenda eflist. Þannig verður rekstur hvers skóla hagkvæmari og víðtækari sérþekking fyrir hendi. Fjarmenntaskólinn varð til árið 2012 og eru nú þrettán skólar í samstarfi. Í starfs- og verknámi taka einn eða fleiri skólar að sér að halda utan um nám á tilteknum brautum. Námsframboðið er skipulagt nokkrar annir fram í tímann og kynnt sameiginlega undir merkjum Fjarmenntaskólans. Hver áfangi er svo skipulagður annars vegar sem fjarnámsáfangi eða hins vegar sem lotubundið staðnám, þar sem hver lota er í nokkra daga. Þannig komast nemendur til náms án þess að flytja úr heimabyggð. Einnig er algengt að um sé að ræða blöndu af þessum tveimur aðferðum. Skólarnir bjóða upp á nám á mörgum brautum svo sem sjúkraliðanám, félagsliðanám, skrifstofubraut og húsasmíði. Boðið er upp á listnám ásamt námi í listgreinum, útivist og fjallamennsku. Fjarmenntaskólinn hefur einnig boðið nám í samstarfi við Tækniskóla Íslands svo sem tækniteiknun og pípulögn og nú stendur til að bjóða upp á nám í heilbrigðisgreinum í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla.Lára Stefánsdóttir skólameistari MTRSkólar Fjarmenntaskólans bjóða einnig hver um sig upp á fjarnám í kennslugreinum sínum sem hver skóli skipuleggur á sinn hátt en upplýsingar um það er hægt að nálgast í gegnum vef Fjarmenntaskólans. Í fámennum áföngum hafa skólarnir einnig miðlað á milli sín nemendum og einnig ef kennara vantar í einhverjar greinar í einhverjum skóla þá getur hann leitað eftir að fá fjarkennslu fyrir þá í einhverjum hinna skólanna innan Fjarmenntaskólans með stuðningi í heimaskóla. Skólameistarar skólanna þrettán eru með símafundi hálfsmánaðarlega þar sem samstarfið er rætt og einnig önnur sameiginleg mál sem tengjast rekstri framhaldsskóla í dreifbýli. Þessi vettvangur er afar mikilvægur að mati stjórnenda skólanna og þar hafa menn getað rætt og viðrað hugmyndir við kollega um viðfangsefni sem þeir standa frammi fyrir dags daglega. Í vetur hafa svo einnig verið haldnir reglulegir símafundir áfangastjóra skólanna en þeir stýra miðlun námsáfanga og skipulagi.Mikilvægt hlutverkFjarmenntaskólinn hefur sótt um og fengið fjóra styrki úr Sprotasjóði. Sá fyrsti um fjarkennslu til stúdentsprófs með áherslu á umhverfis- og auðlindafræði. Starfsárið 2014-2015 fengust styrkir til að vinna að skipulagningu sameiginlegs starfsnáms og annar til að skipuleggja miðlun náms og kennslu á milli skólanna. Á yfirstandandi skólaári fékkst styrkur til að vinna að svo kölluðum Fardögum. Þar er ætlunin að nemendur fari á milli skóla á þemadögum vorannar 2017 og séu þá í nokkra daga í verk- og listnámi eða öðru þemabundnu námi í öðrum skóla en sínum heimaskóla. Meðal annars er gert ráð fyrir að nýtt verði FabLab-aðstaða í þeim skólum þar sem hún er til staðar. Það er sameiginlegur skilningur stjórnenda þeirra þrettán skóla sem standa að Fjarmenntaskólanum að hann sé mjög góður vettvangur til að sinna þeim verkefnum sem samstarf innan hans gengur út á. Til lengri tíma litið er líklegt að samstarfið eigi eftir að festast í sessi og formgerast í föstu skipulagi. Fámennari framhaldsskólar á landsbyggðinni þurfa á því að að halda að vera í góðu samstarfi innan stærri heildar til að vega upp ókosti lítilla stofnana. Jafnframt er mikilvægt að hver skóli um sig hafi mikið sjálfstæði svo hann geti verið í nánu samstarfi í sinni heimabyggð og brugðist við þeim þörfum sem þar spretta upp. Með því móti geta skólarnir gegnt mikilvægu hlutverki í eflingu samfélagsins á landsbyggðinni á Íslandi og jafnvel orðið fyrirmynd samstarfs á öðrum sviðum samfélagsins, á öðrum svæðum í Evrópu og í dreifbýli víðsvegar um heiminn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar