Ljósnet Símans Sæmundur E. Þorsteinsson skrifar 29. nóvember 2016 07:00 Ingólfur Bruun ritaði grein í Fréttablaðið þ. 25. nóv. sl. Þar eru rangfærslur af ýmsu tagi sem krefjast svara og verður hér brugðist við nokkrum þeirra. Fyrst skal taka til fullyrðingar um Ljósnet sem Ingólfur kallar orðskrípi. Hér er játað að undirritaður er höfundur þessa orðs og hefur fram að þessu greint frá þeirri staðreynd með nokkru stolti.Um ljósleiðaranet Síminn byrjaði þegar árið 1995 að leggja ljósleiðara í aðgangsnetinu og var þar í hópi fyrstu símafélaga í heiminum. Þessi framkvæmd var nefnd „Breiðbandið“ og einkenndist af mikilli framsýni og ráðdeild. Vegna kostnaðar var Breiðbandið eingöngu lagt í ný hverfi eða þegar færi gafst í eldri hverfum að nýta jarðframkvæmdir af öðrum orsökum. Nærri 80% kostnaðar við ljósleiðaralagnir í þéttbýli er vegna jarðvinnu. Með þessari aðferð hafði Breiðbandið árið 2006 náð til um 60% íbúða á Reykjavíkursvæðinu en samt var nærri engu fé varið í jarðframkvæmdir sérstaklega vegna þess. Árið 2002 hófst lagning blástursröra fyrir ljósleiðara ásamt breiðbandslögnum. Árið 2006 var ákveðið að leggja ekki koparlagnir í nýjum hverfum, eingöngu ljósleiðara. Hægt er að leggja ljósleiðaranet með margs konar högun. Á ensku fagmáli heitir þetta „Fibre To The Home“ (FTTH), „Fibre To The Curb“ (FTTC), „Fibre To The Exchange“ (FTTEx). Í öllum þessum gerðum eru ljósleiðarar nýttir megnið af leiðinni en kopar er nýttur seinasta spölinn til tölvu eða myndlykils. Net Gagnaveitu Reykjavíkur er FTTH en net Mílu er blanda af FTTH og FTTC. Í FTTC er lagður ljósleiðari í götuskápa og þaðan er fyrirliggjandi koparlína nýtt til að bera merkið til viðskiptavina. Í FTTH er ljósleiðari lagður heim til fólks og hann endar í aðgangstæki eða beini sem tengist við tölvur og myndlykla með kopartengingu sem getur verið tugir metra að lengd. Í FTTC er algengt að koparlínan sé 100 - 200 m löng. Ef hugsað er um vegalengd milli þjónustupunkts Símans í Múlastöð og heimilis á Seltjarnarnesi er línulengdin um 6 km. Merkið fer því um 6 km í ljósleiðara en um 200 m eftir koparlínu. Því eru um 97% leiðarinnar í ljósleiðara. Að fullyrða að þetta hafi ekkert með ljósleiðara að gera er rangt og notkun á orðinu „Ljósnet“ getur því ekki talist blekking. Enda staðfesti Neytendastofa þetta með úrskurði sínum um notkun þessa orðs.„Vanræksla Símans“ Ingólfur fullyrðir að Síminn hafi vanrækt árum saman að hefja ljósleiðaralagnir til heimila. Síminn byrjaði að veita ADSL þjónustu árið 1999 og var þá í fararbroddi símafélaga. ADSL þjónustan markaði byltingu því þá fékkst sítenging við Internetið. Þessi þjónusta þróaðist og dafnaði í takt við þarfir neytenda. Að því kom að færa þurfti tengipunkt ljósleiðara nær heimilum viðskiptavina til að hækka fjarskiptahraða. Þá kom uppbygging Breiðbandsins sér vel og með VDSL tækninni var unnt að veita hraðvirkar og áreiðanlegar tengingar. Þróun kopartækninnar er hvergi lokið og enn er hægt að færa tengipunkt ljósleiðara nær heimilum viðskiptavina. Sú tækni er nefnd G.fast en með henni er mögulegur tengihraði yfir 1 Gb/s. Ef til vill kemur að því að ljósleiðara þurfi alla leið inn í tölvur og myndlykla viðskiptavina en sá tímapunktur er enn í langri framtíð. Engin ástæða er til þess að nýta ekki kopartengingar ef þær leiða til góðrar þjónustu sem uppfyllir þarfir fólks. Þjónustan skiptir hér meginmáli, ekki miðillinn sem ber upplýsingarnar fram og til baka. Fjarskiptafélög sem gæta þurfa ráðdeildar í rekstri sínum og hafa ekki aðgang að ríkisstyrkjum hafa farið sömu leið og Síminn. Reyndar hefur þjónusta Símans á þessu sviði staðist fyllilega samanburð við þau símafélög sem fremst standa. Um þetta bera margar úttektir vitni þar sem þjónusta Símans hefur iðulega skarað fram úr. Staða Íslands er varðar aðgengi og notkun almennings að upplýsinga- og fjarskiptatækni er ein sú besta í heiminum. Þetta er t.d. hægt að sjá í skýrslu Alþjóða fjarskiptasambandsins (ITU) sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna [1]. Þar er vísitala um stöðu þróunar í upplýsinga- og fjarskiptatækni, (IDI, ICT Development Index). Ísland er þar í 2. sæti á eftir S-Kóreu. Önnur staða væri uppi á teningnum ef Síminn hefði „vanrækt skyldur sínar“ við almenning en vísitölur ITU byggja mjög lítið á starfsemi GR.Þekking Undirritaður var um árabil forstöðumaður rannsókna hjá Símanum. Síminn lagði í umtalsverðan kostnað við þá þekkingaröflun sem fólst í rannsóknarstarfseminni, við að senda starfsmenn sína á ráðstefnur og námskeið og við að kaupa skýrslur með upplýsingum um fjarskipti. Þetta viðhorf til þekkingar hefur skilað Símanum góðum árangri. Hann hefur getað byggt upp framúrskarandi fjarskiptanet fyrir litla þjóð í stóru landi. Verð þjónustunnar hefur almennt verið neytendum hagstætt og staðist allan samanburð við verðlagningu hjá samanburðarþjóðum. Starfsfólk Símans í 110 ár á því fremur heiður skilinn en umfjöllun á borð við þá sem birtist í ofannefndri grein. [1] http://www.itu.int/en/ITU-D/Statistics/Pages/publications/mis2016.aspx Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ingólfur Bruun ritaði grein í Fréttablaðið þ. 25. nóv. sl. Þar eru rangfærslur af ýmsu tagi sem krefjast svara og verður hér brugðist við nokkrum þeirra. Fyrst skal taka til fullyrðingar um Ljósnet sem Ingólfur kallar orðskrípi. Hér er játað að undirritaður er höfundur þessa orðs og hefur fram að þessu greint frá þeirri staðreynd með nokkru stolti.Um ljósleiðaranet Síminn byrjaði þegar árið 1995 að leggja ljósleiðara í aðgangsnetinu og var þar í hópi fyrstu símafélaga í heiminum. Þessi framkvæmd var nefnd „Breiðbandið“ og einkenndist af mikilli framsýni og ráðdeild. Vegna kostnaðar var Breiðbandið eingöngu lagt í ný hverfi eða þegar færi gafst í eldri hverfum að nýta jarðframkvæmdir af öðrum orsökum. Nærri 80% kostnaðar við ljósleiðaralagnir í þéttbýli er vegna jarðvinnu. Með þessari aðferð hafði Breiðbandið árið 2006 náð til um 60% íbúða á Reykjavíkursvæðinu en samt var nærri engu fé varið í jarðframkvæmdir sérstaklega vegna þess. Árið 2002 hófst lagning blástursröra fyrir ljósleiðara ásamt breiðbandslögnum. Árið 2006 var ákveðið að leggja ekki koparlagnir í nýjum hverfum, eingöngu ljósleiðara. Hægt er að leggja ljósleiðaranet með margs konar högun. Á ensku fagmáli heitir þetta „Fibre To The Home“ (FTTH), „Fibre To The Curb“ (FTTC), „Fibre To The Exchange“ (FTTEx). Í öllum þessum gerðum eru ljósleiðarar nýttir megnið af leiðinni en kopar er nýttur seinasta spölinn til tölvu eða myndlykils. Net Gagnaveitu Reykjavíkur er FTTH en net Mílu er blanda af FTTH og FTTC. Í FTTC er lagður ljósleiðari í götuskápa og þaðan er fyrirliggjandi koparlína nýtt til að bera merkið til viðskiptavina. Í FTTH er ljósleiðari lagður heim til fólks og hann endar í aðgangstæki eða beini sem tengist við tölvur og myndlykla með kopartengingu sem getur verið tugir metra að lengd. Í FTTC er algengt að koparlínan sé 100 - 200 m löng. Ef hugsað er um vegalengd milli þjónustupunkts Símans í Múlastöð og heimilis á Seltjarnarnesi er línulengdin um 6 km. Merkið fer því um 6 km í ljósleiðara en um 200 m eftir koparlínu. Því eru um 97% leiðarinnar í ljósleiðara. Að fullyrða að þetta hafi ekkert með ljósleiðara að gera er rangt og notkun á orðinu „Ljósnet“ getur því ekki talist blekking. Enda staðfesti Neytendastofa þetta með úrskurði sínum um notkun þessa orðs.„Vanræksla Símans“ Ingólfur fullyrðir að Síminn hafi vanrækt árum saman að hefja ljósleiðaralagnir til heimila. Síminn byrjaði að veita ADSL þjónustu árið 1999 og var þá í fararbroddi símafélaga. ADSL þjónustan markaði byltingu því þá fékkst sítenging við Internetið. Þessi þjónusta þróaðist og dafnaði í takt við þarfir neytenda. Að því kom að færa þurfti tengipunkt ljósleiðara nær heimilum viðskiptavina til að hækka fjarskiptahraða. Þá kom uppbygging Breiðbandsins sér vel og með VDSL tækninni var unnt að veita hraðvirkar og áreiðanlegar tengingar. Þróun kopartækninnar er hvergi lokið og enn er hægt að færa tengipunkt ljósleiðara nær heimilum viðskiptavina. Sú tækni er nefnd G.fast en með henni er mögulegur tengihraði yfir 1 Gb/s. Ef til vill kemur að því að ljósleiðara þurfi alla leið inn í tölvur og myndlykla viðskiptavina en sá tímapunktur er enn í langri framtíð. Engin ástæða er til þess að nýta ekki kopartengingar ef þær leiða til góðrar þjónustu sem uppfyllir þarfir fólks. Þjónustan skiptir hér meginmáli, ekki miðillinn sem ber upplýsingarnar fram og til baka. Fjarskiptafélög sem gæta þurfa ráðdeildar í rekstri sínum og hafa ekki aðgang að ríkisstyrkjum hafa farið sömu leið og Síminn. Reyndar hefur þjónusta Símans á þessu sviði staðist fyllilega samanburð við þau símafélög sem fremst standa. Um þetta bera margar úttektir vitni þar sem þjónusta Símans hefur iðulega skarað fram úr. Staða Íslands er varðar aðgengi og notkun almennings að upplýsinga- og fjarskiptatækni er ein sú besta í heiminum. Þetta er t.d. hægt að sjá í skýrslu Alþjóða fjarskiptasambandsins (ITU) sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna [1]. Þar er vísitala um stöðu þróunar í upplýsinga- og fjarskiptatækni, (IDI, ICT Development Index). Ísland er þar í 2. sæti á eftir S-Kóreu. Önnur staða væri uppi á teningnum ef Síminn hefði „vanrækt skyldur sínar“ við almenning en vísitölur ITU byggja mjög lítið á starfsemi GR.Þekking Undirritaður var um árabil forstöðumaður rannsókna hjá Símanum. Síminn lagði í umtalsverðan kostnað við þá þekkingaröflun sem fólst í rannsóknarstarfseminni, við að senda starfsmenn sína á ráðstefnur og námskeið og við að kaupa skýrslur með upplýsingum um fjarskipti. Þetta viðhorf til þekkingar hefur skilað Símanum góðum árangri. Hann hefur getað byggt upp framúrskarandi fjarskiptanet fyrir litla þjóð í stóru landi. Verð þjónustunnar hefur almennt verið neytendum hagstætt og staðist allan samanburð við verðlagningu hjá samanburðarþjóðum. Starfsfólk Símans í 110 ár á því fremur heiður skilinn en umfjöllun á borð við þá sem birtist í ofannefndri grein. [1] http://www.itu.int/en/ITU-D/Statistics/Pages/publications/mis2016.aspx Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar