Cord bílamerkið endurvakið Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 10:07 Cord L-29. Bílaframleiðandinn Cord smíðaði svo vandaða bíla á árunum 1929 til 1937 að talið var að smíði þess táknaði framtíð bíla á sínum tíma. Sögulegir bílar Cord eins og L-29, 810 og 812 voru eftirsóttir og fagrir bílar. Því miður fór svo að Cord varð gjaldþrota og ef til voru bílar Cord of vandaðir og ekki nógu dýrir til að tryggja framtíð fyrirtækisins. En nú, 80 árum síðar hyggst eigandi þess, Craig Corbell, sem starfar sem ráðgjafi í iðnaðarframleiðslu, endurvekja framleiðslu þess. Craig Corbell keypti réttinn á framleiðslu Cord árið 2014 og hyggst hefja framleiðslu Cord bíla snemma á næsta ári. Hafa breytt lög í Bandaríkjunum gert það að verkum að hægt er að endurvekja gömul bílamerki. Eldri lög komu í veg fyrir að hægt væri að smíða bíla undir merkjum eldri bílafyrirtækja í hagnaðarskyni. Það merkilega við fyrirhugaða smíði Cord bíla er að til stendur að smíða bílana eins og þeir voru smíðaðir í fyrndinni án þess að þeir þurfi að standast öryggiskröfur nýsmíðaðra nútímabíla. Þessi nýju lög hafa einnig gert það að verkum að hægt er að smíða um 300 bíla af gerðinni DeLorean úr íhlutum sem nú eru enn til frá þeim tíma sem hann var í framleiðslu. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent
Bílaframleiðandinn Cord smíðaði svo vandaða bíla á árunum 1929 til 1937 að talið var að smíði þess táknaði framtíð bíla á sínum tíma. Sögulegir bílar Cord eins og L-29, 810 og 812 voru eftirsóttir og fagrir bílar. Því miður fór svo að Cord varð gjaldþrota og ef til voru bílar Cord of vandaðir og ekki nógu dýrir til að tryggja framtíð fyrirtækisins. En nú, 80 árum síðar hyggst eigandi þess, Craig Corbell, sem starfar sem ráðgjafi í iðnaðarframleiðslu, endurvekja framleiðslu þess. Craig Corbell keypti réttinn á framleiðslu Cord árið 2014 og hyggst hefja framleiðslu Cord bíla snemma á næsta ári. Hafa breytt lög í Bandaríkjunum gert það að verkum að hægt er að endurvekja gömul bílamerki. Eldri lög komu í veg fyrir að hægt væri að smíða bíla undir merkjum eldri bílafyrirtækja í hagnaðarskyni. Það merkilega við fyrirhugaða smíði Cord bíla er að til stendur að smíða bílana eins og þeir voru smíðaðir í fyrndinni án þess að þeir þurfi að standast öryggiskröfur nýsmíðaðra nútímabíla. Þessi nýju lög hafa einnig gert það að verkum að hægt er að smíða um 300 bíla af gerðinni DeLorean úr íhlutum sem nú eru enn til frá þeim tíma sem hann var í framleiðslu.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent