Föðurlaus börn, sársauki í boði stjórnvalda Júlíana Elín Kjartansdóttir skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Ég starfa með Félagi um foreldrajafnrétti, mannréttindafélagi sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Stór hluti af okkar félagsmönnum eru foreldrar sem hafa orðið fyrir umgengnistálmunum af hendi forsjárforeldra barna þeirra.Nýlega bárust okkur þessi skilaboð á Facebook: „Ég fékk þær fréttir frá sýslumanni að ég fengi ekki að hitta dóttur mína því ég þyrfti fyrst að taka mig á í lífinu (þetta kom frá barnsmóður minni og mömmu hennar). Ég er ekki glæpamaður, ég er ekki að berja fólk, ég er ekki vondur maður heldur er ég maður sem elskar barnið sitt meira en allt en ég get ekki meira. Ég mun fara með pappíra til sýslumanns þar sem ég segist gefast upp því þetta er að rífa hjartað úr mér. Gangi ykkur vel í baráttunni en ég ætla að unlæka síðuna því ég brotna niður í hvert sinn sem ég les sögurnar ykkar.“ Þarna á sér greinilega stað harmleikur og við sem störfum fyrir félagið vitum að margir foreldrar, langoftast feður, eru í nákvæmlega sömu stöðu. Þeir eru oftar en ekki góðir menn og góðir feður sem rekast endalaust á hindranir og vantraust og hreinlega gefast upp! Stundum er auðveldara fyrir þá að gera ekki neitt og reyna að gleyma því að þeir eigi barn. Það að fjarlægja foreldri, jafnt föður sem móður, úr lífi barns er afdrifarík ákvörðun sem þarf að vera tekin að vel ígrunduðu máli af viðeigandi stofnunum; lögreglu, barnavernd, sýslumanni, dómstólum. En við í félaginu vitum af eigin reynslu að ástríkir og góðir feður geta þurft að berjast fyrir því að fá að sinna sínum foreldraskyldum og að eiga eðlilegt samband við börn sín. Þeir hafa ekkert til saka unnið en þurfa endalaust að sýna fram á hæfni sína sem foreldri.Allir tapa Foreldrar geta verið mishæfir, bæði mæður og feður. Og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef barn býr við aðstæður sem ekki er því til hagsbóta svo sem ofbeldi eða vanrækslu. En varla eru svona miklu fleiri feður en mæður vondir við börnin sín. Þess vegna er ekki síður afar mikilvægt að grípa inn í fljótt og vel þegar barn fær ekki að umgangast annað foreldri sitt og fjölskyldu þess að ástæðulausu, því það eru sannarlega aðstæður sem eru barni ekki til hagsbóta. Eins og er er meðferðartími hjá yfirvöldum allt of langur, úrræði við umgengnistálmunum virka ekki sem skyldi og feður upplifa þrýsting til að gefast upp; það sé hugsanlega best fyrir börnin af því að móðirin sé svo mikið á móti umgengni. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa stigið fram og sagt sögu sína. Eigum við ekki að sammælast um að hætta að tipla á tánum í kringum hið andlega ofbeldi sem umgengnistálmanir og foreldraútskúfun er, fá það upp á yfirborðið og senda skýr skilaboð um að það sé ekki í lagi? Allir tapa við slíkar aðstæður og börnin mest!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég starfa með Félagi um foreldrajafnrétti, mannréttindafélagi sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Stór hluti af okkar félagsmönnum eru foreldrar sem hafa orðið fyrir umgengnistálmunum af hendi forsjárforeldra barna þeirra.Nýlega bárust okkur þessi skilaboð á Facebook: „Ég fékk þær fréttir frá sýslumanni að ég fengi ekki að hitta dóttur mína því ég þyrfti fyrst að taka mig á í lífinu (þetta kom frá barnsmóður minni og mömmu hennar). Ég er ekki glæpamaður, ég er ekki að berja fólk, ég er ekki vondur maður heldur er ég maður sem elskar barnið sitt meira en allt en ég get ekki meira. Ég mun fara með pappíra til sýslumanns þar sem ég segist gefast upp því þetta er að rífa hjartað úr mér. Gangi ykkur vel í baráttunni en ég ætla að unlæka síðuna því ég brotna niður í hvert sinn sem ég les sögurnar ykkar.“ Þarna á sér greinilega stað harmleikur og við sem störfum fyrir félagið vitum að margir foreldrar, langoftast feður, eru í nákvæmlega sömu stöðu. Þeir eru oftar en ekki góðir menn og góðir feður sem rekast endalaust á hindranir og vantraust og hreinlega gefast upp! Stundum er auðveldara fyrir þá að gera ekki neitt og reyna að gleyma því að þeir eigi barn. Það að fjarlægja foreldri, jafnt föður sem móður, úr lífi barns er afdrifarík ákvörðun sem þarf að vera tekin að vel ígrunduðu máli af viðeigandi stofnunum; lögreglu, barnavernd, sýslumanni, dómstólum. En við í félaginu vitum af eigin reynslu að ástríkir og góðir feður geta þurft að berjast fyrir því að fá að sinna sínum foreldraskyldum og að eiga eðlilegt samband við börn sín. Þeir hafa ekkert til saka unnið en þurfa endalaust að sýna fram á hæfni sína sem foreldri.Allir tapa Foreldrar geta verið mishæfir, bæði mæður og feður. Og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef barn býr við aðstæður sem ekki er því til hagsbóta svo sem ofbeldi eða vanrækslu. En varla eru svona miklu fleiri feður en mæður vondir við börnin sín. Þess vegna er ekki síður afar mikilvægt að grípa inn í fljótt og vel þegar barn fær ekki að umgangast annað foreldri sitt og fjölskyldu þess að ástæðulausu, því það eru sannarlega aðstæður sem eru barni ekki til hagsbóta. Eins og er er meðferðartími hjá yfirvöldum allt of langur, úrræði við umgengnistálmunum virka ekki sem skyldi og feður upplifa þrýsting til að gefast upp; það sé hugsanlega best fyrir börnin af því að móðirin sé svo mikið á móti umgengni. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa stigið fram og sagt sögu sína. Eigum við ekki að sammælast um að hætta að tipla á tánum í kringum hið andlega ofbeldi sem umgengnistálmanir og foreldraútskúfun er, fá það upp á yfirborðið og senda skýr skilaboð um að það sé ekki í lagi? Allir tapa við slíkar aðstæður og börnin mest!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar