Fleiri karlar leita til Stígamóta eftir brot Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Hlutfall karlmanna sem leitar til Stígamóta tók stökk eftir að mál Karls Vignis Þorsteinssonar kom upp. Þörf er á fleiri rannsóknum um meðferðarúrræði fyrir karlmenn. NordicPhotos/Getty „Alvarlegt er að heilbrigðis- og félagsþjónustan virðist ekki búa yfir meðferðarúrræðum fyrir karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku,“ segja Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Sigríður Halldórsdóttir í samantekt rannsóknar sem birt var í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem fór fram á dögunum. Sigrún segir í samtali við Fréttablaðið að skoða verði í hverju meðferð fyrir karla þyrfti að vera frábrugðin meðferð fyrir konur. Það skorti rannsóknir á þessu. „Karlar eru að koma í Stígamót, Drekaslóð og Aflið að leita sér aðstoðar. En við höfum ekki komist í að skoða hvort það sama hentar fyrir karla og konur. Erlendis eru sér meðferðarúrræði fyrir karla,“ segir Sigrún.Hjálmar SigmarssonSigrún segir rannsóknir benda til þess að einn af hverjum sex karlmönnum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þar af sé ein íslensk rannsókn sem gerð var meðal framhaldsskólanema. Erlendar rannsóknir, meðal annars frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi, sýni hið sama. Í slíkum rannsóknum er fólk spurt hvort það telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hjálmar M. Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, segir að síðustu tvo áratugina hafi karlmenn leitað til Stígamóta. Hlutfall þeirra hafi lengi vel verið 6-8 prósent og sjaldnast farið yfir það. „En síðan kemur upp mál Karls Vignis árið 2013 og þá tekur þetta stökk og fer upp í átján prósent,“ segir hann. Stígamót hafi síðan ákveðið að það þyrfti að fara í gang meiri vitundarvakning. „Við höfum síðan verið að vinna markvisst í því að ná betur til karla,“ segir Hjálmar. Þetta hefur skilað því að 11,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í hittiðfyrra voru karlar og í fyrra voru karlar samtals 45 af þeim 302 sem komu til Stígamóta, eða 14,9 prósent. Hver er Karl Vignir?Karl Vignir var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur mönnum. Brotin, sem stóðu yfir á árunum 1995-2012, voru talin mjög alvarlegFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Alvarlegt er að heilbrigðis- og félagsþjónustan virðist ekki búa yfir meðferðarúrræðum fyrir karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku,“ segja Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Sigríður Halldórsdóttir í samantekt rannsóknar sem birt var í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem fór fram á dögunum. Sigrún segir í samtali við Fréttablaðið að skoða verði í hverju meðferð fyrir karla þyrfti að vera frábrugðin meðferð fyrir konur. Það skorti rannsóknir á þessu. „Karlar eru að koma í Stígamót, Drekaslóð og Aflið að leita sér aðstoðar. En við höfum ekki komist í að skoða hvort það sama hentar fyrir karla og konur. Erlendis eru sér meðferðarúrræði fyrir karla,“ segir Sigrún.Hjálmar SigmarssonSigrún segir rannsóknir benda til þess að einn af hverjum sex karlmönnum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þar af sé ein íslensk rannsókn sem gerð var meðal framhaldsskólanema. Erlendar rannsóknir, meðal annars frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi, sýni hið sama. Í slíkum rannsóknum er fólk spurt hvort það telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hjálmar M. Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, segir að síðustu tvo áratugina hafi karlmenn leitað til Stígamóta. Hlutfall þeirra hafi lengi vel verið 6-8 prósent og sjaldnast farið yfir það. „En síðan kemur upp mál Karls Vignis árið 2013 og þá tekur þetta stökk og fer upp í átján prósent,“ segir hann. Stígamót hafi síðan ákveðið að það þyrfti að fara í gang meiri vitundarvakning. „Við höfum síðan verið að vinna markvisst í því að ná betur til karla,“ segir Hjálmar. Þetta hefur skilað því að 11,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í hittiðfyrra voru karlar og í fyrra voru karlar samtals 45 af þeim 302 sem komu til Stígamóta, eða 14,9 prósent. Hver er Karl Vignir?Karl Vignir var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur mönnum. Brotin, sem stóðu yfir á árunum 1995-2012, voru talin mjög alvarlegFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira