Fleiri karlar leita til Stígamóta eftir brot Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Hlutfall karlmanna sem leitar til Stígamóta tók stökk eftir að mál Karls Vignis Þorsteinssonar kom upp. Þörf er á fleiri rannsóknum um meðferðarúrræði fyrir karlmenn. NordicPhotos/Getty „Alvarlegt er að heilbrigðis- og félagsþjónustan virðist ekki búa yfir meðferðarúrræðum fyrir karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku,“ segja Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Sigríður Halldórsdóttir í samantekt rannsóknar sem birt var í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem fór fram á dögunum. Sigrún segir í samtali við Fréttablaðið að skoða verði í hverju meðferð fyrir karla þyrfti að vera frábrugðin meðferð fyrir konur. Það skorti rannsóknir á þessu. „Karlar eru að koma í Stígamót, Drekaslóð og Aflið að leita sér aðstoðar. En við höfum ekki komist í að skoða hvort það sama hentar fyrir karla og konur. Erlendis eru sér meðferðarúrræði fyrir karla,“ segir Sigrún.Hjálmar SigmarssonSigrún segir rannsóknir benda til þess að einn af hverjum sex karlmönnum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þar af sé ein íslensk rannsókn sem gerð var meðal framhaldsskólanema. Erlendar rannsóknir, meðal annars frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi, sýni hið sama. Í slíkum rannsóknum er fólk spurt hvort það telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hjálmar M. Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, segir að síðustu tvo áratugina hafi karlmenn leitað til Stígamóta. Hlutfall þeirra hafi lengi vel verið 6-8 prósent og sjaldnast farið yfir það. „En síðan kemur upp mál Karls Vignis árið 2013 og þá tekur þetta stökk og fer upp í átján prósent,“ segir hann. Stígamót hafi síðan ákveðið að það þyrfti að fara í gang meiri vitundarvakning. „Við höfum síðan verið að vinna markvisst í því að ná betur til karla,“ segir Hjálmar. Þetta hefur skilað því að 11,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í hittiðfyrra voru karlar og í fyrra voru karlar samtals 45 af þeim 302 sem komu til Stígamóta, eða 14,9 prósent. Hver er Karl Vignir?Karl Vignir var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur mönnum. Brotin, sem stóðu yfir á árunum 1995-2012, voru talin mjög alvarlegFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Alvarlegt er að heilbrigðis- og félagsþjónustan virðist ekki búa yfir meðferðarúrræðum fyrir karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku,“ segja Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Sigríður Halldórsdóttir í samantekt rannsóknar sem birt var í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem fór fram á dögunum. Sigrún segir í samtali við Fréttablaðið að skoða verði í hverju meðferð fyrir karla þyrfti að vera frábrugðin meðferð fyrir konur. Það skorti rannsóknir á þessu. „Karlar eru að koma í Stígamót, Drekaslóð og Aflið að leita sér aðstoðar. En við höfum ekki komist í að skoða hvort það sama hentar fyrir karla og konur. Erlendis eru sér meðferðarúrræði fyrir karla,“ segir Sigrún.Hjálmar SigmarssonSigrún segir rannsóknir benda til þess að einn af hverjum sex karlmönnum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þar af sé ein íslensk rannsókn sem gerð var meðal framhaldsskólanema. Erlendar rannsóknir, meðal annars frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi, sýni hið sama. Í slíkum rannsóknum er fólk spurt hvort það telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hjálmar M. Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, segir að síðustu tvo áratugina hafi karlmenn leitað til Stígamóta. Hlutfall þeirra hafi lengi vel verið 6-8 prósent og sjaldnast farið yfir það. „En síðan kemur upp mál Karls Vignis árið 2013 og þá tekur þetta stökk og fer upp í átján prósent,“ segir hann. Stígamót hafi síðan ákveðið að það þyrfti að fara í gang meiri vitundarvakning. „Við höfum síðan verið að vinna markvisst í því að ná betur til karla,“ segir Hjálmar. Þetta hefur skilað því að 11,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í hittiðfyrra voru karlar og í fyrra voru karlar samtals 45 af þeim 302 sem komu til Stígamóta, eða 14,9 prósent. Hver er Karl Vignir?Karl Vignir var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur mönnum. Brotin, sem stóðu yfir á árunum 1995-2012, voru talin mjög alvarlegFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira