Fleiri karlar leita til Stígamóta eftir brot Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Hlutfall karlmanna sem leitar til Stígamóta tók stökk eftir að mál Karls Vignis Þorsteinssonar kom upp. Þörf er á fleiri rannsóknum um meðferðarúrræði fyrir karlmenn. NordicPhotos/Getty „Alvarlegt er að heilbrigðis- og félagsþjónustan virðist ekki búa yfir meðferðarúrræðum fyrir karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku,“ segja Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Sigríður Halldórsdóttir í samantekt rannsóknar sem birt var í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem fór fram á dögunum. Sigrún segir í samtali við Fréttablaðið að skoða verði í hverju meðferð fyrir karla þyrfti að vera frábrugðin meðferð fyrir konur. Það skorti rannsóknir á þessu. „Karlar eru að koma í Stígamót, Drekaslóð og Aflið að leita sér aðstoðar. En við höfum ekki komist í að skoða hvort það sama hentar fyrir karla og konur. Erlendis eru sér meðferðarúrræði fyrir karla,“ segir Sigrún.Hjálmar SigmarssonSigrún segir rannsóknir benda til þess að einn af hverjum sex karlmönnum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þar af sé ein íslensk rannsókn sem gerð var meðal framhaldsskólanema. Erlendar rannsóknir, meðal annars frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi, sýni hið sama. Í slíkum rannsóknum er fólk spurt hvort það telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hjálmar M. Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, segir að síðustu tvo áratugina hafi karlmenn leitað til Stígamóta. Hlutfall þeirra hafi lengi vel verið 6-8 prósent og sjaldnast farið yfir það. „En síðan kemur upp mál Karls Vignis árið 2013 og þá tekur þetta stökk og fer upp í átján prósent,“ segir hann. Stígamót hafi síðan ákveðið að það þyrfti að fara í gang meiri vitundarvakning. „Við höfum síðan verið að vinna markvisst í því að ná betur til karla,“ segir Hjálmar. Þetta hefur skilað því að 11,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í hittiðfyrra voru karlar og í fyrra voru karlar samtals 45 af þeim 302 sem komu til Stígamóta, eða 14,9 prósent. Hver er Karl Vignir?Karl Vignir var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur mönnum. Brotin, sem stóðu yfir á árunum 1995-2012, voru talin mjög alvarlegFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Alvarlegt er að heilbrigðis- og félagsþjónustan virðist ekki búa yfir meðferðarúrræðum fyrir karla sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku,“ segja Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Sigríður Halldórsdóttir í samantekt rannsóknar sem birt var í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem fór fram á dögunum. Sigrún segir í samtali við Fréttablaðið að skoða verði í hverju meðferð fyrir karla þyrfti að vera frábrugðin meðferð fyrir konur. Það skorti rannsóknir á þessu. „Karlar eru að koma í Stígamót, Drekaslóð og Aflið að leita sér aðstoðar. En við höfum ekki komist í að skoða hvort það sama hentar fyrir karla og konur. Erlendis eru sér meðferðarúrræði fyrir karla,“ segir Sigrún.Hjálmar SigmarssonSigrún segir rannsóknir benda til þess að einn af hverjum sex karlmönnum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Þar af sé ein íslensk rannsókn sem gerð var meðal framhaldsskólanema. Erlendar rannsóknir, meðal annars frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi, sýni hið sama. Í slíkum rannsóknum er fólk spurt hvort það telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hjálmar M. Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, segir að síðustu tvo áratugina hafi karlmenn leitað til Stígamóta. Hlutfall þeirra hafi lengi vel verið 6-8 prósent og sjaldnast farið yfir það. „En síðan kemur upp mál Karls Vignis árið 2013 og þá tekur þetta stökk og fer upp í átján prósent,“ segir hann. Stígamót hafi síðan ákveðið að það þyrfti að fara í gang meiri vitundarvakning. „Við höfum síðan verið að vinna markvisst í því að ná betur til karla,“ segir Hjálmar. Þetta hefur skilað því að 11,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í hittiðfyrra voru karlar og í fyrra voru karlar samtals 45 af þeim 302 sem komu til Stígamóta, eða 14,9 prósent. Hver er Karl Vignir?Karl Vignir var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti árið 2013 fyrir kynferðisbrot gegn þremur mönnum. Brotin, sem stóðu yfir á árunum 1995-2012, voru talin mjög alvarlegFréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira