Alþingi rænir af mér 50.000 krónum á mánuði Eggert Briem skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Rétt fyrir þinglok samþykkti Alþingi að fella niður lágmarksellilífeyri allra ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóðum, og annars staðar frá, umfram 470.000 kr. á mánuði. Þetta á að gerast frá og með næstu áramótum. Það sem sparast á að nota til að hækka lífeyri þeirra sem minnst hafa. Ég er auðvitað ekki á móti því að þeir sem minnst hafa fái meira í sinn hlut. Ég vil bara ekki vera einn um að bæta kjör þeirra. Ástæða þess að ég fæ 50.000 kr. á mánuði en ekki 40.000 kr. (sem er lágmarkið) er sú að ég sótti ekki um ellilífeyri fyrr en ég hætti störfum þegar ég varð sjötugur. Ég hef að sjálfsögðu, eins og líklega flestir í mínum sporum, reiknað með þessum ellilífeyri í mínum áætlunum fyrir framtíðina. Hvað myndi vera sagt ef Alþingi hefði samþykkt að allir krabbameinssjúklingar með tekjur umfram 470.000 kr. á mánuði skuli borga sína meðferð sjálfir til að þeir sem minna hafa borgi ekki neitt? Eða að hjúkrunarfræðingar skuli lækka um 40.000 kr. á mánuði til að hækka megi ræstingafólk á lægstu töxtum? Tölur um úrslit kosninga sýna að helmingur þingmanna situr því miður áfram á þingi. Vonandi geta nýir þingmenn komið vitinu fyrir þennan helming. En kannski slást þeir bara í hóp með hinum og nota ellilífeyri minn og annarra til að borga 350.000 króna mánaðarhækkun þingfararkaups.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir þinglok samþykkti Alþingi að fella niður lágmarksellilífeyri allra ellilífeyrisþega sem hafa tekjur úr lífeyrissjóðum, og annars staðar frá, umfram 470.000 kr. á mánuði. Þetta á að gerast frá og með næstu áramótum. Það sem sparast á að nota til að hækka lífeyri þeirra sem minnst hafa. Ég er auðvitað ekki á móti því að þeir sem minnst hafa fái meira í sinn hlut. Ég vil bara ekki vera einn um að bæta kjör þeirra. Ástæða þess að ég fæ 50.000 kr. á mánuði en ekki 40.000 kr. (sem er lágmarkið) er sú að ég sótti ekki um ellilífeyri fyrr en ég hætti störfum þegar ég varð sjötugur. Ég hef að sjálfsögðu, eins og líklega flestir í mínum sporum, reiknað með þessum ellilífeyri í mínum áætlunum fyrir framtíðina. Hvað myndi vera sagt ef Alþingi hefði samþykkt að allir krabbameinssjúklingar með tekjur umfram 470.000 kr. á mánuði skuli borga sína meðferð sjálfir til að þeir sem minna hafa borgi ekki neitt? Eða að hjúkrunarfræðingar skuli lækka um 40.000 kr. á mánuði til að hækka megi ræstingafólk á lægstu töxtum? Tölur um úrslit kosninga sýna að helmingur þingmanna situr því miður áfram á þingi. Vonandi geta nýir þingmenn komið vitinu fyrir þennan helming. En kannski slást þeir bara í hóp með hinum og nota ellilífeyri minn og annarra til að borga 350.000 króna mánaðarhækkun þingfararkaups.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar